Erlent

Mótmælin í Prag þau stærstu frá falli kommúnismans 1989

Andri Eysteinsson skrifar
Talið er að 250 þúsund mótmæli forsætisráðherranum.
Talið er að 250 þúsund mótmæli forsætisráðherranum. AP/Petr David Josek
Mikill mannfjöldi hefur undanfarið safnast saman í Prag, höfuðborg Tékklands, og krafist afsagnar sitjandi forsætisráðherra landsins, viðskiptajöfursins fyrrverandi, Andrej Babis.

AP greinir frá því að um sé að ræða fjölmennustu mótmæli í landinu frá Flauelsbyltingunni haustið 1989 þegar Kommúnistaflokki Tékklands var komið frá völdum.

Mótmælendur söfnuðust saman í miðborg Prag en mótmælendur segja setu Babis í forsætisráðuneytinu vera ógn við lýðræðið og réttarkerfi Tékklands en Babis verður sóttur til saka vegna gruns um fjársvik og er rannsókn hafin innan stjórnvalda ESB á hagsmunatengslum Babis.

Babis sjálfur neitar sök en um 250.000 mótmælendur krefjast enn afsagnar hans auk dómsmálaráðherra ríkisstjórnarinnar sem sögð er of náin Babis. Ráðherrann, Marie Benesova greiddi nýverið atkvæði gegn því að svipta forsætisráðherrann friðhelgi.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.