Íslenski boltinn

Höskuldur: Held að hann hafi alveg verið með þetta

Víkingur Goði Sigurðarson skrifar
Höskuldur tryggði Breiðabliki sigurinn í framlengingu.
Höskuldur tryggði Breiðabliki sigurinn í framlengingu. vísir/vilhelm
Breiðablik tryggði í dag sitt sæti í undanúrslitum í Mjólkurbikar karla. Blikar þurftu 120 mínútur til að slíta sig frá Fylki eftir að staðan var 2-2 eftir venjulegan leiktíma. Höskuldur Gunnlaugsson skoraði tvö mörk fyrir Blika í framlengingunni og kom Blikum í 4-2 sem voru lokatölur í leiknum.

„Mér fannst þetta vera fram og tilbaka fyrstu 90 mínúturnar. Fylkir er frábært lið og þetta var svolítið kaflaskipt. Við vorum bara staðráðnir í að halda okkar uppstillingu og trúa því bara að við myndum sigla þessu í framlengingu. Þetta fyrst og fremst bara hausinn að geta klárað þetta,“ sagði Höskuldur Gunnlaugsson hetja Blika eftir leik kvöldsins.

Höskuldur var maður leiksins í kvöld og fer líklegast ansi sáttur á koddann. Hann fiskaði víti Blika í fyrra hálflleik og síðan kláraði hann leikinn með tveimur mörkum í seinni hálfleik.

„Tilfinningin er bara mjög sæt. Bikarleikir eru alltaf extra skemmtilegir. Sérstaklega þegar þetta fer í framlengingu og verður smá svona drama.“

Í myndavélunum leit út eins og Höskuldur hafi verið rangstæður í markinu sem kom Blikum yfir 3-2. Hann vill þó ekki sinna starfi dómara og treysti dómgreind Einars Inga.

„Það held ég. Það er annars ekki mitt hlutverk og dæma ég held að hann hafi alveg verið með þetta.“

Blikar eru í harðri toppbaráttu við KR í augnablikinu í Pepsi Max deildinni. Á mánudaginn kemur fara þeir í Vesturbæinn og ættu allir Blikar, leikmenn sem og stuðningsmenn að vera ansi spenntir fyrir þeim leik.

„Þetta er bara geggjað sumar. Það er nóg af keppnum, við erum í þrem keppnum og við viljum vera í þeim öllum sem lengst.“


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×