Bjóða upp á 75 metra langa lýðveldisköku á 17. júní Birgir Olgeirsson skrifar 13. júní 2019 13:29 Landssamband bakarameistara hefur hannað Lýðveldisköku í samstarfi við forsætisráðuneytið í tilefni af 75 ára afmæli lýðveldisins. Vísir/Vilhelm Sérstakur hátíðarblær verður á hátíðahöldunum á þjóðhátíðadaginn 17. júní nk. í tilefni af 75 ára afmæli lýðveldisins. Hátíðardagskrá á vegum Alþingis og forsætisráðuneytisins hefst á Austurvelli klukkan 11.00. Forseti Íslands leggur blómsveig að styttu Jóns Sigurðssonar á Austurvelli, Lúðrasveitin Svanur flytur nokkur lög, Hamrahlíðarkórinn syngur og fjallkonan flytur ávarp. Að lokinni athöfn á Austurvelli verður gengið fylktu liði að kirkjugarðinum við Suðurgötu þar sem Dóra Björt Guðjónsdóttir, forseti borgarstjórnar, leggur blómsveig á leiði Jóns Sigurðssonar og Ingibjargar Einarsdóttur. Skrúðgöngur fara frá Hallgrímskirkju og Hagatorgi stundvíslega klukkan 13.00 þar sem lúðrasveitir ganga í broddi fylkingar. Í Hljómskálagarðinum verða skátarnir með leiktæki fyrir gesti og er frítt í tækin. Boðið verður upp á sýningu og kennslu í kvistbolta eða Quidditch sem margir þekkja úr kvikmyndunum um Harry Potter. Þá munu kraftakonur keppa um titilinn Stálkona Íslands, Sirkus Íslands verður með skemmtiatriði, Stangveiðifélag Íslands kennir flugukast og boðið verður upp á hestasýningu. Í Ráðhúsi Reykjavíkur verður svo boðið upp á harmonikkuball þar sem gestir geta bæði notið tónlistarinnar og dansað. Fyrir yngstu börnin verður Brúðubíllinn í Hljómskálagarðinum og Skoppa og Skrítla verða í Hörpu. Stórtónleikar hefjast svo klukkan 14.00 á sviðinu í Hljómskálagarðinum þar sem fram koma meðal annarra Herra Hnetusmjör og Huginn, Friðrik Dór, Bríet og GDRN, Emmsjé Gauti & Aron Can ásamt fleirum. Tónleikunum lýkur klukkan 17.00. Landssamband bakarameistara hefur hannað Lýðveldisköku í samstarfi við forsætisráðuneytið í tilefni af 75 ára afmæli lýðveldisins. Boðið verður upp á kökuna í miðbæ Reykjavíkur og verður hún 75 metrar á lengd eða sem samsvarar einni Hallgrímskirkju. Lýðveldiskakan er þriggja botna mjúk súkkulaðikaka með karamellu- rjómaostakremi og marsípani. Þjóðminjasafnið var „morgungjöf“ þjóðarinnar til lýðveldisins eftir stofnun þess 17. júní 1944 og í tilefni tímamótanna verður opnað nýtt fjölskyldu- og fræðslurými í safninu á þjóðhátíðardaginn klukkan 14.00. Stjórnarráðshúsið við Lækjartorg, Alþingi, Hæstiréttur, Héraðsdómur Reykjavíkur, Seðlabanki Íslands og Hafrannsóknarstofnun vera opin almenningi frá kl. 14.00 til 18.00. Gull og gersemar verða til sýnis í myntsafni Seðlabanka Íslands og gefst gestum og gangandi færi á að handfjatla gullstöng og komist að virði hennar. Hjá Héraðsdómi Reykjavíkur verður hægt að fylgjast með sýndarréttarhöldum, leiðsögn verður um Hæstarétt og fiskar og fræðsla verður hjá Hafrannsóknarstofnun. Alþingi Tímamót Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Erlent Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Erlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Fleiri fréttir Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Svona var haldið upp á fimmtíu ára afmæli kvennafrídagsins Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Sjá meira
Sérstakur hátíðarblær verður á hátíðahöldunum á þjóðhátíðadaginn 17. júní nk. í tilefni af 75 ára afmæli lýðveldisins. Hátíðardagskrá á vegum Alþingis og forsætisráðuneytisins hefst á Austurvelli klukkan 11.00. Forseti Íslands leggur blómsveig að styttu Jóns Sigurðssonar á Austurvelli, Lúðrasveitin Svanur flytur nokkur lög, Hamrahlíðarkórinn syngur og fjallkonan flytur ávarp. Að lokinni athöfn á Austurvelli verður gengið fylktu liði að kirkjugarðinum við Suðurgötu þar sem Dóra Björt Guðjónsdóttir, forseti borgarstjórnar, leggur blómsveig á leiði Jóns Sigurðssonar og Ingibjargar Einarsdóttur. Skrúðgöngur fara frá Hallgrímskirkju og Hagatorgi stundvíslega klukkan 13.00 þar sem lúðrasveitir ganga í broddi fylkingar. Í Hljómskálagarðinum verða skátarnir með leiktæki fyrir gesti og er frítt í tækin. Boðið verður upp á sýningu og kennslu í kvistbolta eða Quidditch sem margir þekkja úr kvikmyndunum um Harry Potter. Þá munu kraftakonur keppa um titilinn Stálkona Íslands, Sirkus Íslands verður með skemmtiatriði, Stangveiðifélag Íslands kennir flugukast og boðið verður upp á hestasýningu. Í Ráðhúsi Reykjavíkur verður svo boðið upp á harmonikkuball þar sem gestir geta bæði notið tónlistarinnar og dansað. Fyrir yngstu börnin verður Brúðubíllinn í Hljómskálagarðinum og Skoppa og Skrítla verða í Hörpu. Stórtónleikar hefjast svo klukkan 14.00 á sviðinu í Hljómskálagarðinum þar sem fram koma meðal annarra Herra Hnetusmjör og Huginn, Friðrik Dór, Bríet og GDRN, Emmsjé Gauti & Aron Can ásamt fleirum. Tónleikunum lýkur klukkan 17.00. Landssamband bakarameistara hefur hannað Lýðveldisköku í samstarfi við forsætisráðuneytið í tilefni af 75 ára afmæli lýðveldisins. Boðið verður upp á kökuna í miðbæ Reykjavíkur og verður hún 75 metrar á lengd eða sem samsvarar einni Hallgrímskirkju. Lýðveldiskakan er þriggja botna mjúk súkkulaðikaka með karamellu- rjómaostakremi og marsípani. Þjóðminjasafnið var „morgungjöf“ þjóðarinnar til lýðveldisins eftir stofnun þess 17. júní 1944 og í tilefni tímamótanna verður opnað nýtt fjölskyldu- og fræðslurými í safninu á þjóðhátíðardaginn klukkan 14.00. Stjórnarráðshúsið við Lækjartorg, Alþingi, Hæstiréttur, Héraðsdómur Reykjavíkur, Seðlabanki Íslands og Hafrannsóknarstofnun vera opin almenningi frá kl. 14.00 til 18.00. Gull og gersemar verða til sýnis í myntsafni Seðlabanka Íslands og gefst gestum og gangandi færi á að handfjatla gullstöng og komist að virði hennar. Hjá Héraðsdómi Reykjavíkur verður hægt að fylgjast með sýndarréttarhöldum, leiðsögn verður um Hæstarétt og fiskar og fræðsla verður hjá Hafrannsóknarstofnun.
Alþingi Tímamót Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Erlent Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Erlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Fleiri fréttir Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Svona var haldið upp á fimmtíu ára afmæli kvennafrídagsins Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Sjá meira