Handbolti

Portúgalar á stórmót í fyrsta sinn síðan 2006

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Portúgal hefur verið nálægt því að komast á stórmót á undanförnum árum en náði því loks í dag.
Portúgal hefur verið nálægt því að komast á stórmót á undanförnum árum en náði því loks í dag. vísir/getty

Portúgal tryggði sér sæti í lokakeppni EM 2020 með sigri á Rúmeníu, 19-24, í dag. Þetta er í fyrsta sinn síðan 2006 sem Portúgalar komast á stórmót í handbolta karla.

Portúgal er með átta stig í riðli 6, jafn mörg og Frakkland sem kjöldró Litháen, 17-37, og tryggði sér í leiðinni sæti á EM.

Erlingur Richardsson stýrði Hollendingum til sigurs á Eistum, 27-33, á útivelli. Holland er með fjögur stig í riðli 4 og á enn möguleika á að komast á EM. Hollendingar mæta Lettum í lokaumferð riðlakeppninnar á sunnudaginn.

Rússland tryggði sér einnig farseðilinn á EM með sigri á Ítalíu, 21-24, í riðli 7. Rússar komust ekki á EM 2018.

Þá vann Svartfjallaland Færeyjar, 21-24, í riðli 8.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.