Handbolti

Norður-Makedónía komin á EM eftir nauman sigur í Tyrklandi

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Kiril Lazarov er fyrirliði Norður-Makedóníu.
Kiril Lazarov er fyrirliði Norður-Makedóníu. vísir/getty
Norður-Makedónía tryggði sér sæti í lokakeppni EM 2020 í handbolta með naumum sigri á Tyrklandi, 25-26, í Eskisehir í dag.

Tyrkir voru tveimur mörkum yfir í hálfleik, 13-11, en Norður-Makedóníumenn voru sterkari í seinni hálfleik og gerðu nóg til að landa sigrinum.

Norður-Makedónía er á toppi riðils 3 með sjö stig, tveimur stigum á undan Íslandi sem er að leika gegn Grikklandi. Fylgjast má með beinni textalýsingu frá leiknum með því að smella hér.

Með sigri á Grikkjum tryggja Íslendinga sér sæti á ellefta Evrópumótinu í röð.

Tyrkir eru í 3. sæti riðilsins með fjögur stig. Þeir mæta Íslendingum í lokaumferð riðlakeppninnar á sunnudaginn.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×