Handbolti

Sjáðu gleðina er Lettar tryggðu sig inn á EM í fyrsta sinn

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Kristopans er 215 sentimetrar og 135 kíló. Það er ekkert grín að stöðva þennan mann.
Kristopans er 215 sentimetrar og 135 kíló. Það er ekkert grín að stöðva þennan mann. vísir/getty

Lettneska tröllið Dainis Kristopans skoraði sigurmarkið er Lettar skrifuðu nýjan kafla í handboltasögu sína í gær og gleðin var mikil þar í gær.

Lettar gerðu sér þá lítið fyrir og skelltu Slóvenum með eins marks mun. Hinn 215 sentimetra hái Kristopans var óstöðvandi og skoraði 13 mörk í leiknum.Þar af síðasta mark leiksins. Slóvenar gátu jafnað af vítalínunni en Arturs Kugis varði vítið og sá endanlega til þess að Lettar verði með í fjörinu næsta janúar.

Þar mun liðið treysta mikið á Kristopans sem er aðalskytta Evrópumeistara Vardar.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.