Handbolti

Lettar komnir á EM í fyrsta sinn

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Heljarmennið Dainis Krištopāns skoraði 13 mörk þegar Lettar tryggðu sér sæti á EM 2020.
Heljarmennið Dainis Krištopāns skoraði 13 mörk þegar Lettar tryggðu sér sæti á EM 2020. vísir/getty

Lettland tryggði sér sæti á sínu fyrsta Evrópumóti í handbolta þegar liðið vann Slóveníu, 25-24, í dag. Tapið breytir litlu fyrir Slóvena sem voru búnir að tryggja sér farseðilinn á EM.

Dainis Krištopāns, leikmaður Evrópumeistara Vardar, skoraði 13 mörk fyrir Letta sem hafa unnið fjóra af fimm leikjum sínum í undankeppninni og tapað einum.


Heimsmeistarar Dana tryggðu sér sæti á EM með sigri á Úkraínumönnum, 30-33, í Kænugarði í riðli 8.

Tékkar og Ungverjar eru einnig komnir á EM. Tékkar unnu tveggja marka á Finnum á útivelli, 24-26, í riðli 5. Í riðli 7 unnu Ungverjar Slóvaka með eins marks mun, 20-21.

Þjóðverjar eru áfram með fullt hús stiga í riðli 1. Þýskaland rúllaði yfir Ísrael, 25-40, í Tel Aviv þrátt fyrir að vera ekki með sitt sterkasta lið. Þjóðverjar tryggðu sér sæti á EM í síðustu umferð undankeppninnar.

Í sama riðli gerðu Kósovó og Pólland jafntefli, 23-23. Pólverjar eru aðeins með þrjú stig og eiga á hættu að missa af þriðja stórmótinu í röð.

Króatar eru taplausir í riðli 2. Í dag unnu þeir fimm marka sigur á Svisslendingum, 28-33. Serbar eiga enn möguleika á að komast á EM eftir stórsigur á Belgum, 26-37.

Norður-Makedónía er einnig komið á EM eftir sigur á Tyrklandi, 25-26, í riðli 4. Ísland gerði jafntefli, 28-28, við Grikkland í sama riðli og er ekki enn búið að tryggja EM-farseðilinn. Ísland mætir Tyrklandi í Laugardalshöllinni í lokaumferð undankeppninnar á sunnudaginn.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.