Stefnir á að taka næsta skref Hjörvar Ólafsson skrifar 14. júní 2019 10:30 Dagur Kár kveðst ánægður með frammistöðu sína á fyrsta tímabilinu sem atvinnumaður. vísir/anton Körfubolti Ár er síðan Dagur Kár Jónsson ákvað að halda til Austurríkis til þess að leika með úrvalsdeildarliðinu Raiffeisen Flyers Wels en þá var hann að semja við sitt fyrsta erlenda lið á ferli sínum og takast á við það í fyrsta skipti að leika sem atvinnumaður. Hann hafði áður leikið með St. Francis í bandaríska háskólakörfuboltanum en það er öðruvísi pressa að leika með skólaliði en í atvinnumannaliði. Dagur Kár er ánægður með sitt fyrsta keppnistímabil í hinum harða heimi atvinnumennskunnar og langar að halda áfram að leika erlendis á næstu leiktíð. Þrátt fyrir að hafa verið sáttur við dvölina hjá Raiffeisen Flyers Wels langar hann að taka næsta skref á ferli sínum og leika í öðru landi næsta vetur. „Mér fannst ég standa mig vel á þessari fyrstu leiktíð minni sem atvinnumaður. Ég renndi nokkuð blint í sjóinn þegar ég fór til Austurríkis og eftir á að hyggja var þetta gott fyrsta skref á atvinnumannsferli mínum. Deildin er sterk, leikstíllinn er öðruvísi en heima og það hentaði mér bara vel. Það er meira lagt upp úr því að vera með sterka miðherja og spila inni í teig í austurrísku deildinni en á Íslandi og ég kunni vel við þann leikstíl,“ segir Dagur í samtali við Fréttablaðið. „Það er allt öðruvísi ábyrgð sem fylgir því að vera leikstjórnandi í atvinnumannaliði en að leika með háskólaliði í Bandaríkjunum. Ég byrjaði vel með liðinu og lék heilt yfir vel á tímabilinu að mínu mati. Um mitt tímabilið fór að halla undan fæti hjá okkur í nokkrar vikur og á þeim tíma var hrist upp í liðinu þar sem tveir leikmenn voru sendir frá liðinu og nýir leikmenn komu í staðinn,“ segir leikstjórnandinn enn fremur. „Við náðum svo langri sigurhrinu undir lok deildarkeppninnar og ég og aðrir í liðinu náðum vopnum okkar að nýju og lékum vel. Við fórum inn í úrslitakeppnina í fimmta sæti og féllum því miður úr leik í átta liða úrslitum fyrir liðinu sem endaði í fjórða sæti. Við hefðum viljað fara í undanúrslit en ég geng hins vegar sáttur frá borði eftir þessa leiktíð,“ segir Garðbæingurinn um frumraun sína hjá Raiffeisen Flyers Wels. „Ég er sérstaklega sáttur við að hafa staðist þá pressu sem fylgir því að vera atvinnumaður og vera erlendur leikmaður í atvinnumannaliði. Sú staðreynd að þegar illa fór að ganga hafi tveir leikmenn verið látnir fara sýnir hversu lítil þolinmæði er hjá liðum eins og Raiffeisen Flyers Wels fyrir því að leikmenn standi sig ekki í stykkinu. Auk þess að þurfa að hafa körfuboltaleg gæði til þess að pluma sig er þetta andlega erfitt og reynir töluvert á,“ segir hann um upplifun sína af því að leika erlendis. „Framtíðin er óráðin en nokkur íslensk lið hafa haft samband við mig með það í huga að leika þar. Hugur minn stendur hins vegar til þess að takast á við nýja áskorun og taka næsta skref á ferli mínum. Ég hef verið að fá aukið hlutverk hjá landsliðinu í undanförnum verkefnum liðsins og ég tel að það auki möguleika mína þar að koma mér í sterkari deild. Þá langar mig líka að prófa að spila á fleiri stöðum. Fyrir mér væri heillavænlegast að taka eitt milliskref áður en ég fer að huga að sterkustu deildum Evrópu. Hæfilega stórt skref væri að leika í B-deildum í löndum á borð við Belgíu, Grikkland, Frakkland, Spán og Þýskaland. Það er lítið að gerast þessa stundina þar sem leiktíðunum er nýlokið en þetta fer svo á flug þegar nær dregur hausti,“ segir Dagur um framhaldið hjá sér. Birtist í Fréttablaðinu Körfubolti Mest lesið Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Íslenski boltinn Uppgjörið: Haukar - Keflavík 94-73 | Meistararnir upp að hlið Keflvíkinga Körfubolti Tvenna frá Sesko dugði United skammt Enski boltinn Magnaður sigur Newcastle eftir tvö í uppbótartíma Enski boltinn Kvaddi með fullkomnum hætti og kvalir Spurs halda áfram Enski boltinn Alfreð hættur hjá Breiðabliki Íslenski boltinn Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Handbolti Guardiola pirraður: „Við vorum frábærir í vörn og sókn“ Enski boltinn Keegan með krabbamein Enski boltinn Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Haukar - Keflavík 94-73 | Meistararnir upp að hlið Keflvíkinga Tindastóll vann Val í spennutrylli Fyrsta íslenska félagið í tuttugu ár Fyrst á Íslandi til að gefa tuttugu stoðsendingar í einum leik Elvar eitraður í endurkomu Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Ármenningar unnu botnslaginn Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Gaf 20 stoðsendingar í sigri Grindavíkur Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Ætla að skipta aðalstjörnunni í burtu Tvíburasysturnar óvænt hættar Í skýjunum með sigurkörfu gegn liðinu sem honum fannst sparka sér í burtu „Mjög fáir sóknarmenn sem hafa komið til landsins verið jafn góðir og hann“ Ljóstrað upp um svindl eftir asna á Extraleikunum Sjáðu Grindavík klúðra viljandi til að vinna lygilegan sigur Tapað öllum án Sigurðar: „Ef hann er heill þá er hann bara í botni“ Uppfært: Þóttist mæta í bíó eins og Na'vi-kona úr Avatar Rekinn úr Keflavík en ráðinn á Skaganum „Eitt og annað sem við þurfum að vinna í“ „Viljum gera atlögu að titlinum en því miður er það ekki raunhæft“ Umfjöllun: ÍR-Keflavík 89-86 | ÍR-ingar byrja nýja árið vel Tryggvi allt í öllu á síðustu mínútunni í spennusigri Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 123-124 | Grindavík með ótrúlegan endurkomusigur Styrmir stigahæstur í fyrsta sigri ársins Hæsta konan í sögu bandaríska háskólaboltans bíður eftir leyfi „Toms mun færa okkur aukna vídd í sóknarleikinn“ „Þurfum að bæta varnarleikinn umtalsvert“ „Höldum áfram að berjast til að reyna að sleppa við fallið“ Umfjöllun: Tindastóll-Valur 99-108 | Fór illa með gömlu félagana í Síkinu Sjá meira
Körfubolti Ár er síðan Dagur Kár Jónsson ákvað að halda til Austurríkis til þess að leika með úrvalsdeildarliðinu Raiffeisen Flyers Wels en þá var hann að semja við sitt fyrsta erlenda lið á ferli sínum og takast á við það í fyrsta skipti að leika sem atvinnumaður. Hann hafði áður leikið með St. Francis í bandaríska háskólakörfuboltanum en það er öðruvísi pressa að leika með skólaliði en í atvinnumannaliði. Dagur Kár er ánægður með sitt fyrsta keppnistímabil í hinum harða heimi atvinnumennskunnar og langar að halda áfram að leika erlendis á næstu leiktíð. Þrátt fyrir að hafa verið sáttur við dvölina hjá Raiffeisen Flyers Wels langar hann að taka næsta skref á ferli sínum og leika í öðru landi næsta vetur. „Mér fannst ég standa mig vel á þessari fyrstu leiktíð minni sem atvinnumaður. Ég renndi nokkuð blint í sjóinn þegar ég fór til Austurríkis og eftir á að hyggja var þetta gott fyrsta skref á atvinnumannsferli mínum. Deildin er sterk, leikstíllinn er öðruvísi en heima og það hentaði mér bara vel. Það er meira lagt upp úr því að vera með sterka miðherja og spila inni í teig í austurrísku deildinni en á Íslandi og ég kunni vel við þann leikstíl,“ segir Dagur í samtali við Fréttablaðið. „Það er allt öðruvísi ábyrgð sem fylgir því að vera leikstjórnandi í atvinnumannaliði en að leika með háskólaliði í Bandaríkjunum. Ég byrjaði vel með liðinu og lék heilt yfir vel á tímabilinu að mínu mati. Um mitt tímabilið fór að halla undan fæti hjá okkur í nokkrar vikur og á þeim tíma var hrist upp í liðinu þar sem tveir leikmenn voru sendir frá liðinu og nýir leikmenn komu í staðinn,“ segir leikstjórnandinn enn fremur. „Við náðum svo langri sigurhrinu undir lok deildarkeppninnar og ég og aðrir í liðinu náðum vopnum okkar að nýju og lékum vel. Við fórum inn í úrslitakeppnina í fimmta sæti og féllum því miður úr leik í átta liða úrslitum fyrir liðinu sem endaði í fjórða sæti. Við hefðum viljað fara í undanúrslit en ég geng hins vegar sáttur frá borði eftir þessa leiktíð,“ segir Garðbæingurinn um frumraun sína hjá Raiffeisen Flyers Wels. „Ég er sérstaklega sáttur við að hafa staðist þá pressu sem fylgir því að vera atvinnumaður og vera erlendur leikmaður í atvinnumannaliði. Sú staðreynd að þegar illa fór að ganga hafi tveir leikmenn verið látnir fara sýnir hversu lítil þolinmæði er hjá liðum eins og Raiffeisen Flyers Wels fyrir því að leikmenn standi sig ekki í stykkinu. Auk þess að þurfa að hafa körfuboltaleg gæði til þess að pluma sig er þetta andlega erfitt og reynir töluvert á,“ segir hann um upplifun sína af því að leika erlendis. „Framtíðin er óráðin en nokkur íslensk lið hafa haft samband við mig með það í huga að leika þar. Hugur minn stendur hins vegar til þess að takast á við nýja áskorun og taka næsta skref á ferli mínum. Ég hef verið að fá aukið hlutverk hjá landsliðinu í undanförnum verkefnum liðsins og ég tel að það auki möguleika mína þar að koma mér í sterkari deild. Þá langar mig líka að prófa að spila á fleiri stöðum. Fyrir mér væri heillavænlegast að taka eitt milliskref áður en ég fer að huga að sterkustu deildum Evrópu. Hæfilega stórt skref væri að leika í B-deildum í löndum á borð við Belgíu, Grikkland, Frakkland, Spán og Þýskaland. Það er lítið að gerast þessa stundina þar sem leiktíðunum er nýlokið en þetta fer svo á flug þegar nær dregur hausti,“ segir Dagur um framhaldið hjá sér.
Birtist í Fréttablaðinu Körfubolti Mest lesið Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Íslenski boltinn Uppgjörið: Haukar - Keflavík 94-73 | Meistararnir upp að hlið Keflvíkinga Körfubolti Tvenna frá Sesko dugði United skammt Enski boltinn Magnaður sigur Newcastle eftir tvö í uppbótartíma Enski boltinn Kvaddi með fullkomnum hætti og kvalir Spurs halda áfram Enski boltinn Alfreð hættur hjá Breiðabliki Íslenski boltinn Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Handbolti Guardiola pirraður: „Við vorum frábærir í vörn og sókn“ Enski boltinn Keegan með krabbamein Enski boltinn Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Haukar - Keflavík 94-73 | Meistararnir upp að hlið Keflvíkinga Tindastóll vann Val í spennutrylli Fyrsta íslenska félagið í tuttugu ár Fyrst á Íslandi til að gefa tuttugu stoðsendingar í einum leik Elvar eitraður í endurkomu Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Ármenningar unnu botnslaginn Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Gaf 20 stoðsendingar í sigri Grindavíkur Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Ætla að skipta aðalstjörnunni í burtu Tvíburasysturnar óvænt hættar Í skýjunum með sigurkörfu gegn liðinu sem honum fannst sparka sér í burtu „Mjög fáir sóknarmenn sem hafa komið til landsins verið jafn góðir og hann“ Ljóstrað upp um svindl eftir asna á Extraleikunum Sjáðu Grindavík klúðra viljandi til að vinna lygilegan sigur Tapað öllum án Sigurðar: „Ef hann er heill þá er hann bara í botni“ Uppfært: Þóttist mæta í bíó eins og Na'vi-kona úr Avatar Rekinn úr Keflavík en ráðinn á Skaganum „Eitt og annað sem við þurfum að vinna í“ „Viljum gera atlögu að titlinum en því miður er það ekki raunhæft“ Umfjöllun: ÍR-Keflavík 89-86 | ÍR-ingar byrja nýja árið vel Tryggvi allt í öllu á síðustu mínútunni í spennusigri Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 123-124 | Grindavík með ótrúlegan endurkomusigur Styrmir stigahæstur í fyrsta sigri ársins Hæsta konan í sögu bandaríska háskólaboltans bíður eftir leyfi „Toms mun færa okkur aukna vídd í sóknarleikinn“ „Þurfum að bæta varnarleikinn umtalsvert“ „Höldum áfram að berjast til að reyna að sleppa við fallið“ Umfjöllun: Tindastóll-Valur 99-108 | Fór illa með gömlu félagana í Síkinu Sjá meira