Körfubolti

Naumt tap í fyrsta úrslitaleiknum hjá Martin

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Martin Hermannsson
Martin Hermannsson vísir/getty
Martin Hermannsson og félagar í Alba Berlín töpuðu fyrir Bayern München í fyrsta leik úrslitarimmunnar um þýska meistaratitilinn í körfubolta í kvöld.Gestirnir frá Berlín byrjuðu leikinn betur og komust í 11-0 áður en Bayern kom stigi á töfluna. Heimamenn vöknuðu þá til leiks og söxuðu niður forskotið hægt og rólega. Í hálfleik var staðan 36-37 fyrir Alba Berlin.Seinni hálfleikur var mjög spennandi. Þriðji leikhluti var hnífjafn en í upphafi þess fjórða tókst Alba að koma sér upp smá forskoti og leiddi með sex stigum þegar um fimm mínútur voru eftir.Bayern var hins vegar sterkara á endasprettinum og náði að jafna 68-68 þegar ein og hálf mínúta voru eftir. Þegar upp var staðið fóru heimamenn með 74-70 sigur.Martin spilaði rúmar 26 mínútur og skilaði 5 stigum, 4 fráköstum og 3 stoðsendingum.Liðin mætast öðru sinni á heimavelli Alba á miðvikudaginn, 19. júní. Fyrsta liðið til þess að vinna þrjá leiki verður Þýskalandsmeistari.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.