Körfubolti

Naumt tap í fyrsta úrslitaleiknum hjá Martin

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Martin Hermannsson
Martin Hermannsson vísir/getty

Martin Hermannsson og félagar í Alba Berlín töpuðu fyrir Bayern München í fyrsta leik úrslitarimmunnar um þýska meistaratitilinn í körfubolta í kvöld.

Gestirnir frá Berlín byrjuðu leikinn betur og komust í 11-0 áður en Bayern kom stigi á töfluna. Heimamenn vöknuðu þá til leiks og söxuðu niður forskotið hægt og rólega. Í hálfleik var staðan 36-37 fyrir Alba Berlin.

Seinni hálfleikur var mjög spennandi. Þriðji leikhluti var hnífjafn en í upphafi þess fjórða tókst Alba að koma sér upp smá forskoti og leiddi með sex stigum þegar um fimm mínútur voru eftir.

Bayern var hins vegar sterkara á endasprettinum og náði að jafna 68-68 þegar ein og hálf mínúta voru eftir. Þegar upp var staðið fóru heimamenn með 74-70 sigur.

Martin spilaði rúmar 26 mínútur og skilaði 5 stigum, 4 fráköstum og 3 stoðsendingum.

Liðin mætast öðru sinni á heimavelli Alba á miðvikudaginn, 19. júní. Fyrsta liðið til þess að vinna þrjá leiki verður Þýskalandsmeistari.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.