Innlent

Hundrað ára heiðursfólk fagnaði lífinu

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Forsetahjónin ásamt ellefu manns sem fagna 100 ára afmæli á árinu.
Forsetahjónin ásamt ellefu manns sem fagna 100 ára afmæli á árinu.

Fjölmenni var samankomið á Hrafnistu í Hafnarfirði í dag þegar boðið var til veislu til heiðurs þeim sem fagna eitt hundrað ára afmæli á árinu. Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, var á meðal gesta og ávarpaði samkomuna. Það gerði líka Dagný Erla Gunnarsdóttir, fimmtán ára stúlka sem sat þingfund ungmenna á Alþingi í gær.

Boðið var upp á afmælisköku og Gissur Páll Gissurarson tenór söng fyrir gesti. Öllum gestum á Hrafnistu var boðið í veisluna.

25 Íslendingar fagna 100 ára afmæli á þessu ári. Átján konur og sjö karlar. Flest eru afmælisbörnin búsett á höfuðborgarsvæðinu. Þeir afmælisgestir sem mættu til viðburðarins stilltu sér upp á hópmynd með forsetahjónunum.

Þetta er í fyrsta sinn sem Hrafnista býður landsmönnum til 100 ára afmælisveislu ásamt forseta Íslands og er ætlunin að þetta verði árlegur viðburður. Var undirbúningur m.a. unninn í samstarfi við Jónas Ragnarsson sem allt frá árinu 2006 hefur haldið úti vefsíðu um langlífa Íslendinga, haldgóð hjónabönd, stóra systkinahópa og fleira. 

Vettvangur Jónasar er nú vistaður á síðunni Langlífi á Facebook.

Fjölmennt var á Hrafnistu þar sem boðið var upp á kaffi og með því. Vísir/Vilhelm
Hlustað var á ræðuhöld og fagra tóna. Vísir/Vilhelm
Glatt á hjalla. Vísir/Vilhelm
Íbúum á Hrafnistu var öllum boðið til veislunnar. Vísir/Vilhelm
Margir voru klæddir í sitt fínasta púss. Vísir/Vilhelm
Blóm og íslenski fáninn voru á hverju borði. Vísir/Vilhelm
Jóhanna Kristín Andrésdóttir (til hægri) ásamt ömmu sinni Jóhönnu Björg Hjaltadóttir sem verður 100 ára þann 17. ágúst. Vísir/Vilhelm
Guðni skar afmæliskökuna og naut góðrar aðstoðar. Vísir/Vilhelm


Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.