Körfubolti

Martin og félagar með bakið upp við vegg

Anton Ingi Leifsson skrifar
Martin í leik með Alba.
Martin í leik með Alba. vísir/getty
Martin Hermannsson og félagar í Alba Berlín eru komnir með bakið upp við vegg í úrslitaeinvíginu gegn Bayern München í þýska körfuboltanum.

Alba tapaði öðrum leik liðanna á heimavelli í kvöld, 82-77, en þeir töpuðu einnig fyrsta leiknum og eru því lentir 2-0 undir. Vinna þarf þrjá leiki til þess að verða þýskur meistari.

Berlín var mikið betri aðilinn í fyrsta leikhlutanum og var tíu stigum yfir eftir fyrsta leikhlutann en munurinn var svo bara eitt stig í hálfleik, 46-45.

Jafnræði var áfram með liðunum í þriðja leikhlutanum en Bayern tók hins vegar forystuna. Þeir leiddu út leikinn og þrátt fyrir áhlaup Albab stóðu Bayern það af sér og unnu að lokum, 82-77.

Martin var rólegur í kvöld og var með fjögur stig á þeim 22 mínútum sem hann spilaði. Hann tók tvö fráköst og gaf þrjár stoðsendingar.

Þriðji leikur liðanna fer fram á sunnudaginn og þar getur Bayern orðið þýskur meistari.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×