Körfubolti

Ægir og félagar unnu nauðsynlegan sigur

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Ægir Þór Steinarsson spilaði með Stjörnunni í Domino's deildinni í vetur
Ægir Þór Steinarsson spilaði með Stjörnunni í Domino's deildinni í vetur vísir/vilhelm

Ægir Þór Steinarsson og félagar hans í argentínska félaginu Regatas héldu sér á lífi í baráttunni um argentínska meistaratitilinn í körfubolta í nótt.

Regatas hafði tapað fyrstu tveimur leikjum sínum í 8-liða úrslitunum gegn Instituto de Cordoba en vann þriðja leikinn í kvöld, 94-88.

Ægir skoraði 5 stig á 23 mínútum, tók 5 frákost og átti 5 stoðsendingar.

Cordoba er enn með forystu í einvíginu, 2-1, en fyrsta liðið til þess að vinna þrjá leiki fer í undanúrslit. Liðin mætast í fjórða sinn á mánudagskvöld.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.