Körfubolti

Martin og félagar unnu fyrsta undanúrslitaleikinn

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Martin í leik með Alba.
Martin í leik með Alba. vísir/getty

Martin Hermannsson og félagar í Alba Berlín unnu fyrsta leikinn í undanúrslitum þýsku Bundesligunnar í körfubolta gen EWE Oldenburg í dag.

Heimamenn í EWE byrjuðu leikinn betur en Berlínarliðið sótti á þá og var jafnt með liðunum 21-21 að loknum fyrsta leikhluta. Mjög jafnt var áfram með liðunum í öðrum leikhluta en staðan var 46-44 fyrir gestunum í hálfleik.

Alba byrjaði seinni hálfleikinn af miklum krafti náðu að byggja upp tíu stiga forskot. Heimamenn voru þó ekki lengi að vinna það upp og var staðan 73-72 fyrir EWE fyrir lokafjórðunginn.

Leikurinn var í járnum en á lokasprettinum náðu gestirnir að setja smá auka kraft og komu sér aftur upp tíu stiga forskoti. Tíminn var of naumur fyrir EWE að vinna forskotið upp á ný og Alba Berlin fagnaði 100-93 sigri.

Martin skilaði 15 stigum fyrir Alba Berlín á rúmum tuttugu mínútum og gaf þrjár stoðsendingar.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.