Körfubolti

Martin og félagar unnu fyrsta undanúrslitaleikinn

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Martin í leik með Alba.
Martin í leik með Alba. vísir/getty
Martin Hermannsson og félagar í Alba Berlín unnu fyrsta leikinn í undanúrslitum þýsku Bundesligunnar í körfubolta gen EWE Oldenburg í dag.Heimamenn í EWE byrjuðu leikinn betur en Berlínarliðið sótti á þá og var jafnt með liðunum 21-21 að loknum fyrsta leikhluta. Mjög jafnt var áfram með liðunum í öðrum leikhluta en staðan var 46-44 fyrir gestunum í hálfleik.Alba byrjaði seinni hálfleikinn af miklum krafti náðu að byggja upp tíu stiga forskot. Heimamenn voru þó ekki lengi að vinna það upp og var staðan 73-72 fyrir EWE fyrir lokafjórðunginn.Leikurinn var í járnum en á lokasprettinum náðu gestirnir að setja smá auka kraft og komu sér aftur upp tíu stiga forskoti. Tíminn var of naumur fyrir EWE að vinna forskotið upp á ný og Alba Berlin fagnaði 100-93 sigri.Martin skilaði 15 stigum fyrir Alba Berlín á rúmum tuttugu mínútum og gaf þrjár stoðsendingar.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.