Körfubolti

Haukur Helgi í tapliði í fyrsta leik undanúrslitanna

Anton Ingi Leifsson skrifar
Haukur Helgi Pálsson í leik með Nanterre.
Haukur Helgi Pálsson í leik með Nanterre. vísir/getty

Haukur Helgi Pálsson var í tapliði er Nanterre tapaði fyrsta leiknum gegn Lyon-Villeurbanne, 91-72, í undanúrslitum liðanna í franska körfuboltanum.

Lyon byrjaði af krafti og var fimm stigum yfir eftir fyrsta leikhlutann og svo tíu stigum yfir í hálfleik. Þeir hélldu alltaf tökum á leiknum og unnu að lokum með nítján stigum.

Haukur Helgi hafði hægt um sig á þeim tuttugu mínútum sem hann spilaði en hann skoraði þrjú stig og tók þrjú fráköst.

Næsti leikur liðanna er á þriðjudaginn en vinna þarf þrjá leiki til þess að komast í úrslitarimmuna.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.