Körfubolti

Haukur Helgi í tapliði í fyrsta leik undanúrslitanna

Anton Ingi Leifsson skrifar
Haukur Helgi Pálsson í leik með Nanterre.
Haukur Helgi Pálsson í leik með Nanterre. vísir/getty
Haukur Helgi Pálsson var í tapliði er Nanterre tapaði fyrsta leiknum gegn Lyon-Villeurbanne, 91-72, í undanúrslitum liðanna í franska körfuboltanum.Lyon byrjaði af krafti og var fimm stigum yfir eftir fyrsta leikhlutann og svo tíu stigum yfir í hálfleik. Þeir hélldu alltaf tökum á leiknum og unnu að lokum með nítján stigum.Haukur Helgi hafði hægt um sig á þeim tuttugu mínútum sem hann spilaði en hann skoraði þrjú stig og tók þrjú fráköst.Næsti leikur liðanna er á þriðjudaginn en vinna þarf þrjá leiki til þess að komast í úrslitarimmuna.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.