Körfubolti

Elvar setti íslenskt stigamet á Smáþjóðaleikunum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Elvar Már Friðriksson.
Elvar Már Friðriksson. Mynd/KKÍ

Njarðvíkingurinn Elvar Már Friðriksson var frábær með íslenska körfuboltalandsliðinu á Smáþjóðaleikunum í Svartfjallalandi og setti nýtt stigamet.

Elvar Már skoraði 84 stig í leikjunum fjórum eða 21,0 stig að meðaltali í leik. Hann er aðeins þriðji íslenski körfuboltamaðurinn sem nær að skora yfir tuttugu stig að meðaltali í leik á Smáþjóðaleikunum.

Elvar bætti met þeirra Guðmundar Bragasonar og Herberts Arnarsonar sem báðir náðu að skora 20 stig að meðaltali í leik á Smáþjóðaleikunum, Guðmundur fyrst í Lúxemborg 1995 og Herbert svo á Íslandi tveimur árum síðar.

Guðmundur Bragason er áfram sá sem hefur skorað flest heildarstig á einum Smáþjóðaleikum en hann skoraði 97 stig í 5 leikjum á leikunum á Möltu árið 1993. Logi Gunnarsson var tveimur stigum frá því að jafna það met í fimm leikjum á Smáþjóðaleikunum í San Marinó árið 2001.

Elvar Már var einnig með 6,0 fráköst og 5,5 stoðsendingar að meðaltali í leik auk þess að setja niður 3,3 þrista að meðaltali í leik og hitta úr 95 prósent vítaskota sinna.

Íslenska karlalandsliðið í körfubolta vann 2 af 4 leikjum sínum og tryggði sér bronsverðlaun.

Flest stig í leik fyrir íslenska karlalandsliðið í körfubolta á einum Smáþjóðaleikum:
21,0 - Elvar Már Friðriksson, 2019
20,0 - Guðmundur Bragason, 1995
20,0 - Herbert Arnarson, 1997
19,7 - Valur Ingimundarson, 1989
19,4 - Guðmundur Bragason, 1993
19,3 - Teitur Örlygsson, 1995
19,0 - Logi Gunnarsson, 2001
17,5 - Magnús Þór Gunnarsson, 2005
17,4 - Brenton Birmingham, 2007
17,4 - Damon Johnson, 2003
17,3 - Teitur Örlygsson, 1989
17,2 - Herbert Arnarson, 1997Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.