Körfubolti

Haukur stigahæstur en Nanterre í slæmri stöðu

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Haukur Helgi Pálsson
Haukur Helgi Pálsson vísir/getty

Haukur Helgi Pálsson og félagar í Nanterre 92 eru í slæmum málum eftir tap gegn Lyon-Villeurbanne í öðrum leik undanúrslita frönsku úrvalsdeildarinnar í körfubolta.

Haukur var stigahæstur í liði Nanterre með 18 stig. Þess auki tók hann þrjú fráköst og átti tvær stoðsendingar.

Lyon vann leikinn 82-70 eftir að hafa verið 44-31 yfir í hálfleik.

Nanterre tapaði fyrsta leik liðanna svo staðan er nú orðin 2-0 fyrir Lyon. Fyrsta liðið til þess að vinna þrjá leiki fer áfram í úrslitaviðureignina svo Nanterre er komið með bakið upp við vegg.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.