Körfubolti

Haukur stigahæstur en Nanterre í slæmri stöðu

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Haukur Helgi Pálsson
Haukur Helgi Pálsson vísir/getty
Haukur Helgi Pálsson og félagar í Nanterre 92 eru í slæmum málum eftir tap gegn Lyon-Villeurbanne í öðrum leik undanúrslita frönsku úrvalsdeildarinnar í körfubolta.

Haukur var stigahæstur í liði Nanterre með 18 stig. Þess auki tók hann þrjú fráköst og átti tvær stoðsendingar.

Lyon vann leikinn 82-70 eftir að hafa verið 44-31 yfir í hálfleik.

Nanterre tapaði fyrsta leik liðanna svo staðan er nú orðin 2-0 fyrir Lyon. Fyrsta liðið til þess að vinna þrjá leiki fer áfram í úrslitaviðureignina svo Nanterre er komið með bakið upp við vegg.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×