Körfubolti

Haukur kominn í sumarfrí

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Haukur Helgi Pálsson í leik með Nanterre.
Haukur Helgi Pálsson í leik með Nanterre. vísir/getty
Haukur Helgi Pálsson og félagar í Nanterre 92 eru komnir í sumarfrí eftir stórt tap fyrir Lyon-Villeurbanne í undanúrslitum frönsku úrvalsdeildarinnar í körfubolta.Nanterre var með bakið upp við vegg eftir tap í fyrstu tveimur leikjunum í einvíginu og þurfti að sækja sigur í kvöld til að halda lífi í einvíginu.Það átti þó ekki eftir að koma á daginn, Lyon var miklu sterkari aðilinn í fyrsta leikhluta og leiddi 32-18 eftir hann. Í hálfleik var staðan 33-58 og ljóst í hvað stefndi. Þegar upp var staðið lauk leiknum með 99-56 tapi Nanterre.Haukur Helgi náði sér ekki á strik, frekar en aðrir leikmenn Nanterre, hann skoraði tvö stig í leiknum og tók tvö fráköst.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.