Körfubolti

Stórsigur á Lúxemborg

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Sara Rún Hinriksdóttir í leiknum gegn Lúxemborg.
Sara Rún Hinriksdóttir í leiknum gegn Lúxemborg. mynd/kkí

Íslenska kvennalandsliðið í körfubolta vann öruggan 28 stiga sigur á Lúxemborg, 76-48, í þriðja leik sínum á Smáþjóðaleikunum í Svartfjallalandi. Ísland hefur unnið tvo leiki og tapað einum á Smáþjóðaleikunum.

Íslenska liðið var alltaf með yfirhöndina í leiknum og sigurinn var aldrei í hættu.

Eftir 1. leikhluta var staðan 19-9 og í hálfleik munaði 15 stigum á liðunum, 36-21.

Í seinni hálfleik dró enn meira í sundur með liðunum. Eftir 3. leikhluta var Ísland 26 stigum yfir, 58-32, og vann á endanum 28 stiga sigur, 76-48.

Hildur Björg Kjartansdóttir var stigahæst í íslenska liðinu með 20 stig. Hallveig Jónsdóttir skoraði 14 stig og tók átta fráköst og Helena Sverrisdóttir var með tólf stig og átta fráköst. Tíu af tólf leikmönnum Íslands komust á blað í dag.

Næsti leikur Íslands er gegn Mónakó á morgun.

Stig Íslands:
Hildur Björg Kjartansdóttir 20, Hallveig Jónsdóttir 14/8 fráköst, Helena Sverrisdóttir 12/8 fráköst, Thelma Dís Ágústsdóttir 9, Þóra Kristín Jónsdóttir 8/5 stoðsendingar, Berglind Gunnarsdóttir 5, Þóranna Kike Hodge-Carr 2, Sara Rún Hinriksdóttir 2, Bryndís Guðmundsdóttir 2, Gunnhildur Gunnarsdóttir 2.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.