Körfubolti

Stórsigur á Lúxemborg

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Sara Rún Hinriksdóttir í leiknum gegn Lúxemborg.
Sara Rún Hinriksdóttir í leiknum gegn Lúxemborg. mynd/kkí
Íslenska kvennalandsliðið í körfubolta vann öruggan 28 stiga sigur á Lúxemborg, 76-48, í þriðja leik sínum á Smáþjóðaleikunum í Svartfjallalandi. Ísland hefur unnið tvo leiki og tapað einum á Smáþjóðaleikunum.Íslenska liðið var alltaf með yfirhöndina í leiknum og sigurinn var aldrei í hættu.Eftir 1. leikhluta var staðan 19-9 og í hálfleik munaði 15 stigum á liðunum, 36-21.Í seinni hálfleik dró enn meira í sundur með liðunum. Eftir 3. leikhluta var Ísland 26 stigum yfir, 58-32, og vann á endanum 28 stiga sigur, 76-48.Hildur Björg Kjartansdóttir var stigahæst í íslenska liðinu með 20 stig. Hallveig Jónsdóttir skoraði 14 stig og tók átta fráköst og Helena Sverrisdóttir var með tólf stig og átta fráköst. Tíu af tólf leikmönnum Íslands komust á blað í dag.Næsti leikur Íslands er gegn Mónakó á morgun.Stig Íslands:

Hildur Björg Kjartansdóttir 20, Hallveig Jónsdóttir 14/8 fráköst, Helena Sverrisdóttir 12/8 fráköst, Thelma Dís Ágústsdóttir 9, Þóra Kristín Jónsdóttir 8/5 stoðsendingar, Berglind Gunnarsdóttir 5, Þóranna Kike Hodge-Carr 2, Sara Rún Hinriksdóttir 2, Bryndís Guðmundsdóttir 2, Gunnhildur Gunnarsdóttir 2.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.