Körfubolti

Benedikt fer með tvo nýliða á Smáþjóðaleikana í Svartfjallalandi

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Þóranna Kika Hodge-Carr er nýliði í landsliðinu.
Þóranna Kika Hodge-Carr er nýliði í landsliðinu. Vísir/Bára

Benedikt Rúnar Guðmundsson þjálfari og Halldór Karl Þórsson aðstoðarþjálfari hans, hafa valið þá tólf leikmenn sem leika fyrir Íslands hönd í landsliði kvenna á Smáþjóðaleikunum 2019 sem fara fram í Svartfjallalandi 27. maí  til 1. júní.

Benedikt og Halldór verða þjálfarar liðsins á leikunum en það er fyrsta verkefni þeirra með liðið. Pálína Gunnlaugsdóttir er einnig í þjálfarateymi liðsins en hún verður ekki með liðinu á Smáþjóðaleikunum.

Íslenska landsliðið mun leik fimm leiki á mótinu sem verða á móti Möltu, Svartfjallalandi, Lúxemborg, Mónakó og Kýpur.

Í liðinu eru tveir nýliðar að þessu sinni, þær Sigrún Björg Ólafsdóttir frá Haukum og Þóranna Kika Hodge-Carr frá Keflavík. Báðar hafa þær hjálpað sínum félögum að verða Íslandsmeistarar þrátt fyrir ungan aldur, Sigrún Björg með Haukum 2018 og Þórann með Keflavík 2017.  Þóranna Kika Hodge-Carr er fædd árið 1999 en Sigrún Björg Ólafsdóttir árið 2001.

Bryndís Guðmundsdóttir að koma til baka inn í liðið en hún lék síðast landsleik árið 2016.

Í síðustu viku voru 16 leikmenn eftir í æfingahóp og nú hefur lokavalið farið fram og munu eftirtaldir leikmenn skipa landsliðið á leikunum:

Landsliðshópur Íslands á Smáþjóðaleikunnum 2019:
Berglind Gunnarsdóttir · Snæfell (21 landsleikur)
Bryndís Guðmundsdóttir · Keflavík (39 landsleikir)
Embla Kristínardóttir · Keflavík (16 landsleikir)
Gunnhildur Gunnarsdóttir · Snæfell (29 landsleikir)
Hallveig Jónsdóttir · Valur (14 landsleikir)
Helena Sverrisdóttir · Valur (70 landsleikir)
Hildur Björg Kjartansdóttir · Celta Vigo, Spánn (25 landsleikir)
Sara Rún Hinriksdóttir · Keflavík (12 landsleikir)
Sigrún Björg Ólafsdóttir · Haukar (Nýliði)
Thelma Dís Ágústsdóttir · Ball State, USA/Keflavík (11 landsleikir)
Þóra Kristín Jónsdóttir · Haukar (10 landsleikir)
Þóranna Kika Hodge-Carr · Keflavík (Nýliði)

Þjálfari: Benedikt Rúnar Guðmundsson
Aðstoðarþjálfari: Halldór Karl ÞórssonAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.