Lífið

Céline Dion fór algjörlega á kostum í Carpool Karaoke

Birgir Olgeirsson skrifar
James Corden átti erfitt með sig með goðsögnina í bílnum.
James Corden átti erfitt með sig með goðsögnina í bílnum.

Kanadíska söngkonan Céline Dion lék á alls oddi í nýjasta þættinum af Carpool Karaoke með breska spjallþáttastjórnandanum James Corden. Þar kom í ljós að lagasafn hennar nær einhvern veginn yfir allar stundir lífsins.

Hún hlóð í It´s All Coming Back to Me Now, Because You Loved Me, The Power of Love og að sjálfsögðu Titanic-lagið My Heart Will Og On. Já, og foreldrar ungra barna geta líka glaðst yfir því að hún tók Baby Shark með Corden.

Hægt er að fylgjast með þessu öllum saman í spilaranum hér fyrir neðan. Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.