May stendur höllum fæti eftir að síðasta útspil hennar klikkar Samúel Karl Ólason skrifar 22. maí 2019 14:38 Theresa May, forsætisráðherra Bretlands. AP/Kirsty Wigglesworth Theresa May, forsætisráðherra Bretlands og leiðtogi Íhaldsflokksins, stendur höllum fæti þessa stundina. Henni virðist hafa mistekist að afla stuðnings á þingi við fjórðu atkvæðagreiðsluna um samkomulag hennar við forsvarsmenn Evrópusambandsins um úrgöngu Bretlands úr sambandinu. Hvorki meðal stjórnarandstöðunnar né eigin þingmanna í Íhaldsflokknum. Breskir miðlar segja ráðherra May vinna að því að koma henni úr embætti og einhverjir segja hæpið að hún muni endast út daginn.Samkvæmt BBC eru þingmenn Íhaldsflokksins að vinna að reglubreytingum innan flokksins svo þeir geti kosið hana úr embætti. Reuters segir stöðuna til marks um að óvíst sé hvenær af Brexit verði, með hvernig hætti úrgangan verður og jafnvel hvort af henni verði.Í ræðu á þinginu í dag, sem var styttri en búist var við, kallaði May eftir stuðningi við samninginn en án árangurs. Athygli vakti að ríkisstjórnarbekkurinn var nánast tómur og fáir veittu henni nokkurn stuðning. Þykir það til stuðnings þess að ráðherrar hafi verið að ræða stöðuna án hennar. May vill að greidd verði atkvæði um samninginn í fyrstu vikunni í júní og verður það í fjórða sinn sem hún reynir að fá þingið til að samþykkja útgáfu af upprunalega samningnum. Upprunalega átti Brexit að eiga sér stað þann 23. mars. Því var svo frestað nokkrum sinnum og svo allt til 31. október.Sjá einnig: Gefur þingmönnum lokatækifæri til að afgreiða BrexitÞingmenn Íhaldsflokksins eru verulega ósammála um stöðu Bretlands gagnvart Evrópusambandinu og hafa þeir verið það um árabil. Þjóðaratkvæðagreiðsluna sjálfa má reka til þess að David Cameron, þáverandi forsætisráðherra Bretlands, vildi losna undan þrýstingi frá þeim meðlimum flokksins sem vildi endurskilgreina samband Bretlands og ESB. Í þeim þremur kosningum sem nú hafa farið fram um Brexit-samningnum May hafa fjölmargir þingmenn flokksins greitt atkvæði gegn samningnum. Þegar fyrsta atkvæðagreiðslan fór fram í janúar, greiddu 432 þingmenn atkvæði gegn samningnum. Einungis 202 greiddu atkvæði með honum þegar minnst 320 atkvæði þurfti til. Bretland Brexit Evrópusambandið Tengdar fréttir Gefur þingmönnum lokatækfæri til að afgreiða Brexit Samþykki þingið nýjan Brexit-sáttmála forsætisráðherrans gæti farið fram þjóðaratkvæðagreiðsla um staðfestingu á honum. 21. maí 2019 23:03 Sleit viðræðum við May um Brexit Jeremy Corbyn, leiðtogi Verkamannaflokksins, tilkynnti nú í morgun að viðræðum hans og Theresu May, forsætisráðherra og leiðtoga Íhaldsflokksins, um úrgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu væri lokið. 17. maí 2019 11:53 Óttast daður við einangrunarhyggju og kallar eftir aðgerðum gegn „Bannon-væðingu“ Þorgerður Katrín beindi í gær fyrirspurn til Katrínar Jakobsdóttur, forsætisráðherra, þar sem hún spurði hvernig hún hygðist beita sér sem forystumaður ríkisstjórnarinnar að "úrtöluraddir“ um þátttöku Íslands í alþjóðasamstarfi nái yfirhöndinni með vafasömum áróðri. 21. maí 2019 10:46 Útgöngusamningur May enn fyrir breska þingið Frumvarp um að leiða útgöngusamninginn í bresk lög verður lagður fyrir breska þingið í byrjun júní. 14. maí 2019 21:51 Boris Johnson vill verða formaður Íhaldsflokksins Boris Johnson, fyrrverandi utanríksráðherra Bretlands, mun bjóða sig fram til formennsku í Íhaldsflokknum eftir að núverandi formaður segir starfi sínu lausu. 16. maí 2019 14:51 May útskýrir leiðtogaval í júní Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, hét því í gær að leggja fram áætlun um val á arftaka, það er nýjum formanni Íhaldsflokksins, þegar næsta atkvæðagreiðsla um Brexit-samning hennar er að baki. 17. maí 2019 07:45 Mest lesið Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Innlent Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Innlent „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Innlent Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni Innlent „Hlýtur að hafa í sér fælingarmátt ef þú yrðir nafngreindur við slíka iðju“ Innlent Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Erlent Fleiri fréttir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Sjá meira
Theresa May, forsætisráðherra Bretlands og leiðtogi Íhaldsflokksins, stendur höllum fæti þessa stundina. Henni virðist hafa mistekist að afla stuðnings á þingi við fjórðu atkvæðagreiðsluna um samkomulag hennar við forsvarsmenn Evrópusambandsins um úrgöngu Bretlands úr sambandinu. Hvorki meðal stjórnarandstöðunnar né eigin þingmanna í Íhaldsflokknum. Breskir miðlar segja ráðherra May vinna að því að koma henni úr embætti og einhverjir segja hæpið að hún muni endast út daginn.Samkvæmt BBC eru þingmenn Íhaldsflokksins að vinna að reglubreytingum innan flokksins svo þeir geti kosið hana úr embætti. Reuters segir stöðuna til marks um að óvíst sé hvenær af Brexit verði, með hvernig hætti úrgangan verður og jafnvel hvort af henni verði.Í ræðu á þinginu í dag, sem var styttri en búist var við, kallaði May eftir stuðningi við samninginn en án árangurs. Athygli vakti að ríkisstjórnarbekkurinn var nánast tómur og fáir veittu henni nokkurn stuðning. Þykir það til stuðnings þess að ráðherrar hafi verið að ræða stöðuna án hennar. May vill að greidd verði atkvæði um samninginn í fyrstu vikunni í júní og verður það í fjórða sinn sem hún reynir að fá þingið til að samþykkja útgáfu af upprunalega samningnum. Upprunalega átti Brexit að eiga sér stað þann 23. mars. Því var svo frestað nokkrum sinnum og svo allt til 31. október.Sjá einnig: Gefur þingmönnum lokatækifæri til að afgreiða BrexitÞingmenn Íhaldsflokksins eru verulega ósammála um stöðu Bretlands gagnvart Evrópusambandinu og hafa þeir verið það um árabil. Þjóðaratkvæðagreiðsluna sjálfa má reka til þess að David Cameron, þáverandi forsætisráðherra Bretlands, vildi losna undan þrýstingi frá þeim meðlimum flokksins sem vildi endurskilgreina samband Bretlands og ESB. Í þeim þremur kosningum sem nú hafa farið fram um Brexit-samningnum May hafa fjölmargir þingmenn flokksins greitt atkvæði gegn samningnum. Þegar fyrsta atkvæðagreiðslan fór fram í janúar, greiddu 432 þingmenn atkvæði gegn samningnum. Einungis 202 greiddu atkvæði með honum þegar minnst 320 atkvæði þurfti til.
Bretland Brexit Evrópusambandið Tengdar fréttir Gefur þingmönnum lokatækfæri til að afgreiða Brexit Samþykki þingið nýjan Brexit-sáttmála forsætisráðherrans gæti farið fram þjóðaratkvæðagreiðsla um staðfestingu á honum. 21. maí 2019 23:03 Sleit viðræðum við May um Brexit Jeremy Corbyn, leiðtogi Verkamannaflokksins, tilkynnti nú í morgun að viðræðum hans og Theresu May, forsætisráðherra og leiðtoga Íhaldsflokksins, um úrgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu væri lokið. 17. maí 2019 11:53 Óttast daður við einangrunarhyggju og kallar eftir aðgerðum gegn „Bannon-væðingu“ Þorgerður Katrín beindi í gær fyrirspurn til Katrínar Jakobsdóttur, forsætisráðherra, þar sem hún spurði hvernig hún hygðist beita sér sem forystumaður ríkisstjórnarinnar að "úrtöluraddir“ um þátttöku Íslands í alþjóðasamstarfi nái yfirhöndinni með vafasömum áróðri. 21. maí 2019 10:46 Útgöngusamningur May enn fyrir breska þingið Frumvarp um að leiða útgöngusamninginn í bresk lög verður lagður fyrir breska þingið í byrjun júní. 14. maí 2019 21:51 Boris Johnson vill verða formaður Íhaldsflokksins Boris Johnson, fyrrverandi utanríksráðherra Bretlands, mun bjóða sig fram til formennsku í Íhaldsflokknum eftir að núverandi formaður segir starfi sínu lausu. 16. maí 2019 14:51 May útskýrir leiðtogaval í júní Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, hét því í gær að leggja fram áætlun um val á arftaka, það er nýjum formanni Íhaldsflokksins, þegar næsta atkvæðagreiðsla um Brexit-samning hennar er að baki. 17. maí 2019 07:45 Mest lesið Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Innlent Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Innlent „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Innlent Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni Innlent „Hlýtur að hafa í sér fælingarmátt ef þú yrðir nafngreindur við slíka iðju“ Innlent Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Erlent Fleiri fréttir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Sjá meira
Gefur þingmönnum lokatækfæri til að afgreiða Brexit Samþykki þingið nýjan Brexit-sáttmála forsætisráðherrans gæti farið fram þjóðaratkvæðagreiðsla um staðfestingu á honum. 21. maí 2019 23:03
Sleit viðræðum við May um Brexit Jeremy Corbyn, leiðtogi Verkamannaflokksins, tilkynnti nú í morgun að viðræðum hans og Theresu May, forsætisráðherra og leiðtoga Íhaldsflokksins, um úrgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu væri lokið. 17. maí 2019 11:53
Óttast daður við einangrunarhyggju og kallar eftir aðgerðum gegn „Bannon-væðingu“ Þorgerður Katrín beindi í gær fyrirspurn til Katrínar Jakobsdóttur, forsætisráðherra, þar sem hún spurði hvernig hún hygðist beita sér sem forystumaður ríkisstjórnarinnar að "úrtöluraddir“ um þátttöku Íslands í alþjóðasamstarfi nái yfirhöndinni með vafasömum áróðri. 21. maí 2019 10:46
Útgöngusamningur May enn fyrir breska þingið Frumvarp um að leiða útgöngusamninginn í bresk lög verður lagður fyrir breska þingið í byrjun júní. 14. maí 2019 21:51
Boris Johnson vill verða formaður Íhaldsflokksins Boris Johnson, fyrrverandi utanríksráðherra Bretlands, mun bjóða sig fram til formennsku í Íhaldsflokknum eftir að núverandi formaður segir starfi sínu lausu. 16. maí 2019 14:51
May útskýrir leiðtogaval í júní Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, hét því í gær að leggja fram áætlun um val á arftaka, það er nýjum formanni Íhaldsflokksins, þegar næsta atkvæðagreiðsla um Brexit-samning hennar er að baki. 17. maí 2019 07:45