Körfubolti

Ein af stjörnum Michigan tekur við liðinu

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Juwan Howard eldist eins og aðrir.
Juwan Howard eldist eins og aðrir. vísir/getty

Juwan Howard var lykilmaður í Fab Five liði Michigan-háskólans á sínum tíma og nú er hann orðinn þjálfari liðsins.

Howard var ráðinn í gær í stað John Belein sem hefur ákveðið að taka slaginn með Cleveland í NBA-deildinni Belein þjálfaði Michigan í tólf ár.

Howard var aðstoðarþjálfari hjá Miami Heat áður. Hann fékk fimm ára samning þar sem árslaunin eru tæpar 250 milljónir króna.

„Ég er Michigan-maður og veit hvers til er ætlast af liðinu hérna. Ég fagna þessu tækifæri og hlakka til að takast á við áskoranir sem bíða,“ sagði Howard.

Þjálfarinn er orðinn 46 ára gamall. Hann var í Fab Five með Chris Webber, Jalen Rose, Jimmy King og Ray Jackson.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.