Körfubolti

Haukur næst stigahæstur í sigri í átta liða úrslitunum

Anton Ingi Leifsson skrifar
Haukur Helgi Pálsson í leik kvöldsins.
Haukur Helgi Pálsson í leik kvöldsins. vísir/getty

Haukur Helgi Pálsson og félagar í Nanterre eru komnir í 1-0 gegn Élan Béarnais í átta liða úrslitum franska körfuboltans. Lokatölur urðu 36 stiga sigur Nanterre, 101-65.

Fyrsti leikur liðanna fór fram í kvöld í Nanterre en vinna þarf tvo leiki til þess að komast í undanúrslitin. Nanterre endaði í fjórða sæti í deildarkeppninni.

Það var kratur í Nanterre í kvöld sem voru 27-14 yfir eftir fyrsta leikhlutann og leiddu 50-33 í hálfleik. Þeir keyrðu svo yfir gestina í síðari hálfleik og sigurinn að endingu öruggur, 101-65.

Næsti leikur liðanna fer fram á sunnudaginn og þar getur Nanterre tryggt sér sæti í undanúrslitunum.

Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.