Körfubolti

Góður leikur Jakobs er Borås hélt sér á lífi í úrslitaeinvíginu

Anton Ingi Leifsson skrifar
Jakob í leik með sænska liðinu.
Jakob í leik með sænska liðinu. vísir/getty

Borås kom í veg fyrir að Södertalje Kings yrði sænskur meistari í körfuknattleik í kvöld en Borås vann fjórða leik liðana 97-80.

Borås byrjaði af miklum krafti og var ljóst frá byrjun að þeir ætluðu ekki að láta Södertalje fagna sigrinu á sínum heimavelli.

Þeir voru 55-37 yfir í hálfleik og hleyptu gestunum aldrei nálægt sér en sigurinn varð að ending nokkuð þægilegur, 97-80.

Jakob Sigurðarson gerði afar vel á þeim 30 mínútum sem hann spilaði. Hann skoraði tíu stig og tók fimm fráköst. Flottur leikur hjá KR-ingnum.

Fimmti leikur liðanna fer fram á sunnudaginn.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.