Körfubolti

Jakob og félagar byrjuðu úrslitin á tapi

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Jakob hefur átt betri daga í svarta búningnum
Jakob hefur átt betri daga í svarta búningnum mynd/borås

Jakob Örn Sigurðarson og félagar í Borås töpuðu fyrsta leik í úrslitaviðureignar sænsku úrvalsdeildarinnar í körfubolta í kvöld.

Fyrsti leikurinn fór fram á heimavelli deildarmeistaranna í Södertälje Kings en efstu tvö liðin í deildinni mætast í úrslitunum.

Jakob var ekki í byrjunarliði Borås en spilaði rúmar tuttugu mínútur. Hann náði ekki að koma stigi á töfluna og var 0 af 6 í þriggja stiga skotum.

Leikurinn var jafn í upphafi en í byrjun þriðja leikhluta náðu heimamenn í Södertälje að koma sér upp nærri tuttugu stiga forskoti og þar lögðu þeir grunninn að sigrinum.

Þegar upp var staðið var staðan 92-81 fyrir Södertälje.

Næsti leikur liðanna er á sunnudaginn en vinna þarf fjóra leiki til þess að standa uppi sem Svíþjóðarmeistari.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.