Körfubolti

Dagur í úrslitakeppnina

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Dagur Kár Jónsson spilaði með Grindavík áður en hann hélt út í atvinnumennsku
Dagur Kár Jónsson spilaði með Grindavík áður en hann hélt út í atvinnumennsku Vísir/Anton

Dagur Kár Jónsson og félagar í austurríska liðinu Flyers Wels tryggðu sér sæti í úrslitakeppninni þar í landi með útisigri á Vienna Timberwolves í dag.

Dagur Kár var í byrjunarliði Wels og skilaði 13 stigum í 90-79 sigrinum. Hann bætti við 7 fráköstum og 4 stoðsendingum en hann spilaði um 30 mínútur í leiknum.

Sigurinn tryggði Flyers Wels, sem situr í fimmta sæti deildarinnar, sæti í sex liða úrslitakeppninni en ein umferð er eftir af deildarkeppninni.

Þetta var sjötti sigurinn í síðustu átta leikjum hjá Degi og félögum sem fara á fínni siglingu inn í úrslitakeppnina.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.