OR telur áhrif úrskurðar um ólögmæti vatnsgjalds óveruleg Ari Brynjólfsson skrifar 24. apríl 2019 08:30 Íbúi í Reykjavík kærði Orkuveitu Reykjavíkur til sveitarstjórnarráðuneytisins og hafði betur. Fréttablaðið/Eyþór Álagning Orkuveitu Reykjavíkur á vatnsgjald árið 2016 var ólögmæt. Fram kemur í úrskurði samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins sem birtur var í gær að það sé með öllu óheimilt að ákveða hærra gjald fyrir vatnsveitu en sem nemur meðalkostnaði af því að veita þjónustuna. Vatnsgjaldi sé aðeins ætlað að standa undir rekstri veitunnar. Fram kemur í kæru íbúa í Reykjavík að arðsemi OR af vatnsveitustarfsemi hafi verið 15 prósent árin 2009 og 2010, á sama tíma og meðalarðsemi OR í heild á sama tíma hafi verið þrjú prósent. Samkvæmt útreikningum OR hafi arðsemi vatnsveitunnar umfram fjármagnskostnað verið um 2 prósent árið 2016. Er það mat ráðuneytisins að það sé óheimilt að taka arð af vatnsveitu og því er fallist á kröfu íbúans um að vatnsgjaldið sé ólögmætt. Bjarni Bjarnason, forstjóri OR, er í fríi og var ekki búinn að lesa úrskurðinn áður blaðið fór í prentun. Fram kemur í skriflegu svari frá OR að þar hafi ítrekað verið óskað eftir leiðbeiningum frá ráðuneytinu um hvað leggja skuli til grundvallar við álagningu vatnsgjalds. Er bent á að vatnsgjald hafi verið lækkað um meira en 10 prósent bæði árið 2017 og 2018. „Þar sem gjaldskrár hafa verið lækkaðar í takti við batnandi afkomu vatnsveiturekstursins virðast fjárhagsleg áhrif úrskurðarins við fyrstu skoðun óveruleg. Þessi áhrif skýrast þegar samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið hefur veitt leiðsögn um gjaldskrárnar,“ segir í svari OR.Eins og málið horfir við mér er gjaldskrám haldið óþarflega háum svo mögulegt sé að greiða Reykjavíkurborg arð. Rekstrarafgangur af veitustarfseminni er þannig nýttur í önnur óskyld verkefni á vegum borgarinnar. Það er auðvitað fátt annað en dulbúin skattheimta. Hildur Björnsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins og stjórnarmaður í ORVísirHildur Björnsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins og stjórnarmaður í OR, segir úrskurðinn ekki koma á óvart. „Ég hef ekki dregið dul á þá skoðun mína að óeðlilegt sé að reka veituþjónustu á einokunarmarkaði, í hagnaðarskyni. Eins og málið horfir við mér er gjaldskrám haldið óþarflega háum svo mögulegt sé að greiða Reykjavíkurborg arð. Rekstrarafgangur af veitustarfseminni er þannig nýttur í önnur óskyld verkefni á vegum borgarinnar. Það er auðvitað fátt annað en dulbúin skattheimta.“ Hefur hún fulla trú á því að OR taki á niðurstöðu úrskurðarins af ábyrgð og festu og telur ólíklegt að aðrar gjaldskrár hækki til að vega upp á móti tekjutapi. „Mér þykir eðlilegt að eigendur taki arðgreiðslustefnuna til endurskoðunar í kjölfar úrskurðarins. Ég bind vonir við að sú vinna veiti svigrúm til að lækka álögur á íbúa,“ segir Hildur. Ráðuneytið hefur ekki lagaheimild til að krefja OR um endurgreiðslu á ofgreiddu vatnsgjaldi og vísaði þeirri kröfu frá. Hildur segir erfitt að segja til um áhrif af mögulegum endurgreiðslum á þessu stigi. „Okkur hefur ekki gefist svigrúm til að setjast niður og átta okkur á þeim fjárhæðum sem um er að ræða. Þetta þarf allt að skoða af yfirvegun.“ Mun ráðuneytið koma til með að skoða gjaldskrár allra sveitarfélaga þegar kemur að vatnsveitum. Birtist í Fréttablaðinu Neytendur Orkumál Reykjavík Mest lesið Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Erlent Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu Innlent Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis Erlent Fleiri fréttir Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sjá meira
Álagning Orkuveitu Reykjavíkur á vatnsgjald árið 2016 var ólögmæt. Fram kemur í úrskurði samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins sem birtur var í gær að það sé með öllu óheimilt að ákveða hærra gjald fyrir vatnsveitu en sem nemur meðalkostnaði af því að veita þjónustuna. Vatnsgjaldi sé aðeins ætlað að standa undir rekstri veitunnar. Fram kemur í kæru íbúa í Reykjavík að arðsemi OR af vatnsveitustarfsemi hafi verið 15 prósent árin 2009 og 2010, á sama tíma og meðalarðsemi OR í heild á sama tíma hafi verið þrjú prósent. Samkvæmt útreikningum OR hafi arðsemi vatnsveitunnar umfram fjármagnskostnað verið um 2 prósent árið 2016. Er það mat ráðuneytisins að það sé óheimilt að taka arð af vatnsveitu og því er fallist á kröfu íbúans um að vatnsgjaldið sé ólögmætt. Bjarni Bjarnason, forstjóri OR, er í fríi og var ekki búinn að lesa úrskurðinn áður blaðið fór í prentun. Fram kemur í skriflegu svari frá OR að þar hafi ítrekað verið óskað eftir leiðbeiningum frá ráðuneytinu um hvað leggja skuli til grundvallar við álagningu vatnsgjalds. Er bent á að vatnsgjald hafi verið lækkað um meira en 10 prósent bæði árið 2017 og 2018. „Þar sem gjaldskrár hafa verið lækkaðar í takti við batnandi afkomu vatnsveiturekstursins virðast fjárhagsleg áhrif úrskurðarins við fyrstu skoðun óveruleg. Þessi áhrif skýrast þegar samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið hefur veitt leiðsögn um gjaldskrárnar,“ segir í svari OR.Eins og málið horfir við mér er gjaldskrám haldið óþarflega háum svo mögulegt sé að greiða Reykjavíkurborg arð. Rekstrarafgangur af veitustarfseminni er þannig nýttur í önnur óskyld verkefni á vegum borgarinnar. Það er auðvitað fátt annað en dulbúin skattheimta. Hildur Björnsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins og stjórnarmaður í ORVísirHildur Björnsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins og stjórnarmaður í OR, segir úrskurðinn ekki koma á óvart. „Ég hef ekki dregið dul á þá skoðun mína að óeðlilegt sé að reka veituþjónustu á einokunarmarkaði, í hagnaðarskyni. Eins og málið horfir við mér er gjaldskrám haldið óþarflega háum svo mögulegt sé að greiða Reykjavíkurborg arð. Rekstrarafgangur af veitustarfseminni er þannig nýttur í önnur óskyld verkefni á vegum borgarinnar. Það er auðvitað fátt annað en dulbúin skattheimta.“ Hefur hún fulla trú á því að OR taki á niðurstöðu úrskurðarins af ábyrgð og festu og telur ólíklegt að aðrar gjaldskrár hækki til að vega upp á móti tekjutapi. „Mér þykir eðlilegt að eigendur taki arðgreiðslustefnuna til endurskoðunar í kjölfar úrskurðarins. Ég bind vonir við að sú vinna veiti svigrúm til að lækka álögur á íbúa,“ segir Hildur. Ráðuneytið hefur ekki lagaheimild til að krefja OR um endurgreiðslu á ofgreiddu vatnsgjaldi og vísaði þeirri kröfu frá. Hildur segir erfitt að segja til um áhrif af mögulegum endurgreiðslum á þessu stigi. „Okkur hefur ekki gefist svigrúm til að setjast niður og átta okkur á þeim fjárhæðum sem um er að ræða. Þetta þarf allt að skoða af yfirvegun.“ Mun ráðuneytið koma til með að skoða gjaldskrár allra sveitarfélaga þegar kemur að vatnsveitum.
Birtist í Fréttablaðinu Neytendur Orkumál Reykjavík Mest lesið Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Erlent Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu Innlent Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis Erlent Fleiri fréttir Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sjá meira