Körfubolti

KR hefur unnið 17 einvígi í röð

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Jón Arnór Stefánsson og Helgi Már Magnússon fallast í faðma eftir sigur KR í Þorlákshöfn í gær.
Jón Arnór Stefánsson og Helgi Már Magnússon fallast í faðma eftir sigur KR í Þorlákshöfn í gær. vísir/vilhelm

Íslandsmeistarar síðustu fimm ára, KR, tryggðu sér sæti í úrslitum Domino's deildar karla í körfubolta með sigri á Þór í Þorlákshöfn, 93-108, í gærkvöldi.

Þetta er sjötta árið í röð sem KR kemst í úrslit um Íslandsmeistaratitilinn. Það ræðst á Skírdag hvort Stjarnan eða ÍR verður mótherji KR í úrslitunum.

KR hefur nú unnið 17 einvígi í röð í úrslitakeppni karla, eða öll einvígi sín frá vorinu 2014. KR tapaði síðast einvígi fyrir Grindavík, 3-1, í undanúrslitunum 2013.

Frá 2014 hefur KR leikið 65 leiki í úrslitakeppninni, unnið 51 og tapað 14. KR-ingar hafa ekki tapað leik í 8-liða úrslitum á þessum tíma og aðeins þrisvar sinnum farið í oddaleik.

KR hefur unnið fjögur einvígi gegn Grindavík, þrjú gegn Njarðvík, tvö gegn Keflavík, Tindastóli og Haukum og eitt gegn Snæfelli, Stjörnunni, Þór Ak. og Þór Þ.

Einvígi KR í úrslitakeppninni 2014-19:

2014:
KR 3-0 Snæfell
KR 3-1 Stjarnan
KR 3-1 Grindavík

2015:
KR 3-0 Grindavík
KR 3-2 Njarðvík
KR 3-1 Tindastóll

2016:
KR 3-0 Grindavík
KR 3-2 Njarðvík
KR 3-1 Haukar

2017:
KR 3-0 Þór Ak.
KR 3-1 Keflavík
KR 3-2 Grindavík

2018:
KR 3-0 Njarðvík
Haukar 1-3 KR
Tindastóll 1-3 KR

2019:
Keflavík 1-3 KR
KR 3-1 Þór Þ.
?


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.