Körfubolti

Kristófer: Fórum ekki inn í skel og urðum litlir

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Kristófer í leiknum í kvöld
Kristófer í leiknum í kvöld vísir/vilhelm

KR er komið í úrslitaeinvígi Domino's deildar karla í körfubolta eftir sigur á Þór frá Þorlákshöfn í fjórða leik liðanna í undanúrslitum. 
„Við héldum haus allan tímann. Við vissum að þó við værum fljótir að komast yfir þá hætta þeir aldrei og þeir koma alltaf með áhlaup,“ sagði Kristófer Acox eftir leikinn sem KR vann 93-108.

„Við fórum ekki inn í skel og urðum litlir heldur héldum við áfram. Við erum með gríðarlega sterkt sóknarlið og þeir eru að skora 90 stig í öllum leikjum, við reyndum eins og við gátum að hægja á þeim en það er mjög erfitt að eiga við þá.“

„Björn steig upp fáránlega vel og kom okkur í gegnum þriðja og fjórða leikhluta, ég er fáránlega stoltur af honum hvernig hann kom og svaraði kallinu.“

„Við getum verið gríðarlega ánægðir með að klára þessa gríðarlega erfiðu seríu.“
KR var yfir allan tímann í leiknum og náði alltaf að kæfa öll áhlaup Þórsara í fæðingu. Þór komst næst KR-ingum í þriðja leikhluta þegar munurinn varð minnst fimm stig.

„Við erum með þennan kjarna og reynslan kikkar inn. Við vitum að þeir gefast aldrei upp og við þurfum að halda okkar striki, við getum ekki hægt á okkur þó þetta sé komið upp í tuttugu stig. Við erum mjög stoltir hvernig við svöruðum, héldum haus og kláruðum þetta.“

Að sönnum íþróttamannasið vildi Kristófer ekkert tjá sig um það hvort hann vildi mæta ÍR eða Stjörnunni í úrslitunum en fjórði leikur undanúrslitaviðureignar þeirra stendur yfir þegar þetta er skrifað.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.