Erlent

Chicago hættulegasta borg Bandaríkjanna, fyrir fugla

Andri Eysteinsson skrifar
Fuglar á strönd Michigan vatns með borgina hættulegu, Chicago, í bakgrunni.
Fuglar á strönd Michigan vatns með borgina hættulegu, Chicago, í bakgrunni. Getty/Anadolu Agency
Bandarískir skýjakljúfar eru ábyrgir fyrir dauða á milli 100 milljóna til milljarðs fugla á ári hverju. Þetta kemur fram í nýrri rannsókn vestra. Byggingar með stórum glerveggjum og upplýstar byggingar eru sérstaklega hættulegar fuglum. Guardian greinir frá.

Samkvæmt rannsókninni er Chicago hættulegasta borgin fyrir fuglalíf. 250 mismunandi tegundir fugla leggja leið sína í gegnum „blásturs-borgina“. Manhattan-hverfi í New York er einnig dauðagildra fyrir fugla. Susan Elbin hjá bandarísk fuglaverndunarsamtökunum New York City Audubon segir að fuglarnir eigi það til að falla fyrir spegilmyndum af trjám og klessa því á veggi bygginga og láta lífið.

Fuglafræðideild Cornell-háskólans stóð fyrir rannsókninni og birti lista yfir hættulegustu borgir Bandaríkjanna, fyrir fugla.

Auk Chicago samanstendur listinn af Texas-borgunum Houston og Dallas í öðru og þriðja sæti. Þar á eftir koma New York, Los Angeles, St. Louis og Atlanta. Talsmaður háskólans segir rannsóknina ekki gagnrýni á borgirnar en sumir náttúruverndarsinnar hafa kallað eftir því að hugsað verði um fuglalíf þegar byggingar eru reistar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×