Sport

Boxari kyssti fréttakonu í lok viðtals í Vegas: „Vandræðalegt og furðulegt“

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Kubrat Pulev horfir hér á fréttakonuna Jennifer Ravalo.
Kubrat Pulev horfir hér á fréttakonuna Jennifer Ravalo. Skjámynd/Youtube

Búlgarski þungavigtarboxarinn Kubrat Pulev þótt sína mjög óviðeigandi framkomu í sjónvarpsviðtali eftir síðasta bardaga sinn þar sem hann vann góðan sigur í Las Vegas.

Fréttakonan Jennifer Ravalo, sem starfar fyrir Vegas Sports Daily, fékk Kubrat Pulev í sjónvarpsviðtal strax eftir bardagann.

Kubrat Pulev er alvöru boxari með 27 sigra í 28 bardögum og það fer ekkert á milli mála að fréttakonan ber mikla virðingu fyrir kappanum enda var hann nýbúinn að vinna glæsilegan sigur

Það blæðir reyndar úr höfði Kubrat Pulev og Jennifer Ravalo spyr hann út í það eftir að hún hrósar honum fyrir bardagann. Um er að ræða nokkuð hefðbundið viðtal svona stuttu eftir bardaga og Kubrat Pulev virðist vera mjög yfirvegaður.

Viðtalið endar síðan á því að Jennifer Ravalo spyr Kubrat Pulev hvort hann eigi skilið að fá bardaga á móti fyrrum heimsmeistaranum  Tyson Fury.

Hinn 37 ára gamli Kubrat Pulev svarar „já“ en tekur síðan utan um höfuð Jennifer Ravalo og kyssir hana beint á muninn.

Jennifer Ravalo brosir nú af öllu saman á meðan Kubrat Pulev strunsar í burtu en hún var síðan spurð út í viðtalið á Twitter þar sem hún svaraði að þetta hafi verið „bæði vandræðalegt og furðulegt.“

Það má sjá viðtalið og kossinn í myndbandinu hér fyrir neðan.

Box


Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.