Sport

Boxari kyssti fréttakonu í lok viðtals í Vegas: „Vandræðalegt og furðulegt“

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Kubrat Pulev horfir hér á fréttakonuna Jennifer Ravalo.
Kubrat Pulev horfir hér á fréttakonuna Jennifer Ravalo. Skjámynd/Youtube
Búlgarski þungavigtarboxarinn Kubrat Pulev þótt sína mjög óviðeigandi framkomu í sjónvarpsviðtali eftir síðasta bardaga sinn þar sem hann vann góðan sigur í Las Vegas.Fréttakonan Jennifer Ravalo, sem starfar fyrir Vegas Sports Daily, fékk Kubrat Pulev í sjónvarpsviðtal strax eftir bardagann.Kubrat Pulev er alvöru boxari með 27 sigra í 28 bardögum og það fer ekkert á milli mála að fréttakonan ber mikla virðingu fyrir kappanum enda var hann nýbúinn að vinna glæsilegan sigurÞað blæðir reyndar úr höfði Kubrat Pulev og Jennifer Ravalo spyr hann út í það eftir að hún hrósar honum fyrir bardagann. Um er að ræða nokkuð hefðbundið viðtal svona stuttu eftir bardaga og Kubrat Pulev virðist vera mjög yfirvegaður.Viðtalið endar síðan á því að Jennifer Ravalo spyr Kubrat Pulev hvort hann eigi skilið að fá bardaga á móti fyrrum heimsmeistaranum  Tyson Fury.Hinn 37 ára gamli Kubrat Pulev svarar „já“ en tekur síðan utan um höfuð Jennifer Ravalo og kyssir hana beint á muninn.Jennifer Ravalo brosir nú af öllu saman á meðan Kubrat Pulev strunsar í burtu en hún var síðan spurð út í viðtalið á Twitter þar sem hún svaraði að þetta hafi verið „bæði vandræðalegt og furðulegt.“Það má sjá viðtalið og kossinn í myndbandinu hér fyrir neðan.

Tengd skjöl

BoxFleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.