Innlent

Hafa tæpa viku til til að bregðast við áliti siðanefndar

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Þingmennirnir sem voru á Klaustur bar þann 20. nóvember síðastliðinn. Ólafur Ísleifsson, Karl Gauti Hjaltason, Bergþór Ólason, Gunnar Bragi Sveinsson, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Anna Kolbrún Árnadóttir.
Þingmennirnir sem voru á Klaustur bar þann 20. nóvember síðastliðinn. Ólafur Ísleifsson, Karl Gauti Hjaltason, Bergþór Ólason, Gunnar Bragi Sveinsson, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Anna Kolbrún Árnadóttir.

Ráðgefandi álit siðanefndar Alþingis um hvort umræður og athæfi þingmannanna sex sem sátu og ræddu saman á barnum Klaustri þann 20. nóvember falli undir siðareglur Alþingis hefur verið birt aftur á vef Alþingis. Þingmennirnir fá frest til 2. apríls til þess að bregðast við álitinu.

Álitið var birt á vef Alþingis í gær fyrir mistök en í því kemur fram að það sé mat meirihluta nefndarinnar að samtal Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, Gunnars Braga Sveinssonar, Bergþórs Ólasonar, Önnu Kolbrúnar Árnadóttur, Karls Gauta Hjaltasonar og Ólafs Ísleifssonar hafi ekki verið einkasamtal. Ummælin og hegðun sem heyra megi á upptökum af samræðunum falli undir gildissvið siðareglna þingsins.

Sigmundur Davíð, Gunnar Bragi, Bergþór og Anna Kolbrún voru ósátt við að álitið hafi verið sett á vef Alþingis í gær og sendu þau frá sér yfirlýsingu þar sem birtingin var gagnrýnd. Þau hafi farið fram á frestun á birtingu sem fallist hafi verið á. Líkt og kom fram á Vísi í gær barst sú ósk þó aðeins örfáum mínútum áður en til stóð að birta álitið, sem var sem fyrr segir birt á vefnum fyrir mistök.

Á vef Alþingis segir að þingmennirnir sex hafi hafa frest til þriðjudagsins 2. apríl nk. til að bregðast við áliti siðanefndar, en fjórmenningarnir sem gerðu athugasemd við birtingu álitsins í gær hafa boðað upplýsingar sem þau segja vera „nýjar og veigamiklar“ og sýni að mat siðanefndar sé byggt á röngum forsendum.

Lesa má álit siðanefndar Alþingis hér.


Tengdar fréttir

Miðflokksmenn óánægðir með birtingu álits siðanefndar sem sett var á vef Alþingis fyrir mistök

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, Gunnar Bragi Sveinsson, Bergþór Ólason og Anna Kolbrún Árnadóttir, þingmenn Miðflokksins, eru ósátt við að álit siðanefndar á því hvort umræður þeirra og athæfi á barnum Klaustri á síðasta ári falli undir siðareglur Alþingis hafi verið birt á vef Alþingis. Álitið var birt fyrir mistök að sögn skrifstofustjóra Alþingis.

Siðanefnd Alþingis telur samræðurnar á Klaustri ekki einkasamtal

Siðanefnd Alþingis hefur skilað forsætisnefnd áliti vegna Klaustursmálsins svokallaða. Er það mat meirihluta nefndarinnar að samræðurnar sem fóru fram á barnum Klaustri á milli sex þingmanna Miðflokksins og Flokks fólksins geti ekki talist einkasamtal.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.