Átján ára gömul og vann sér óvænt inn 140 milljónir um helgina Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. mars 2019 10:30 Bianca Andreescu með bikarinn fyrir sigurinn í mótinu. AP/Mark J. Terrill Bianca Andreescu er yngsti sigurvegarinn á Indian Wells tennismótinu síðan að Serena Williams vann mótið fyrri tuttugu árum síðan. Sigurvegari þessa virta tennismóts var lítt þekkt tenniskona sem fékk aukasæti í mótinu en endaði á því að fara alla leið. Kanada er búið að eignast nýja íþróttastjörnu. Bianca Andreescu var svokallaður "wildcard" leikmaður á mótinu. Staða hennar á heimslistanum var ekki nógu góð til að hún fengi röðun inn í mótið en hún fékk eitt af aukasætunum sem oft koma í hlut yngri óreyndari leikmanna.How’s @Bandreescu_ going to celebrate her first @WTA title? The #BNPPO19 women’s singles champion sits down to talk about her crazy two weeks in #TennisParadise. pic.twitter.com/fqeMtiuOuQ — BNP Paribas Open (@BNPPARIBASOPEN) March 18, 2019Aldrei áður hefur "wildcard" tenniskona unnið þetta mót en uppkoma hennar er þegar farin að minna á það þegar Naomi Osaka sló í gegn á síðasta ári. Osaka vann á endanum tvö risamót í röð og komst upp í toppsæti heimslistans. Bianca Andreescu er hins vegar nafn sem tennisáhugamenn eiga eftir að heyra oft á næstu árum ef marka má þessa ótrúlegu byrjun hennar. Serena Williams var 17 ára þegar hún vann þetta mót árið 1999 og það þekkja allir hennar ótrúlega feril.https://t.co/O31LkfR9tj — Kyle Schnitzer (@Kyle_Schnitzer) March 18, 2019 Bianca byrjaði árið í 152. sæti á heimslistanum en er komin upp í 24. sæti eftir sigurinn á sunnudaginn. Hún er aðeins átján ára gömul og varð í 200. sæti á listanum í fyrra. Andreescu segist hafa tekið sjálfa sig í gegn, bætt mataræðið sitt og hugað meira að andlegri þjálfun. Hún þakkar jóga og hugarþjálfun fyrir framfarir sínar en mamma hennar kynnti hana fyrir jóga þegar hún var tólf ára gömul. Hvað sem hún gerði þá er það að framkalla hálfgert kraftaverk. Hún fékk bara „að vera með“ á Indian Wells mótinu og hver sigur var stórfrétt. Hún sló út stelpurnar í 32., 18., 20., 6. og 8. sæti á styrkleikalista mótsins áður en hún vann Angelique Kerber í úrslitaleiknum. Angelique Kerber var í fjórða sæti á síðasta heimslistanum en tapaði úrslitaleiknum 6-4, 3-6 og 6-4. Bianca Andreescu tók ekki bara risastökk á heimslistanum með þessum sigri því hún fékk einnig 1,2 milljónir dollara í sigurlaun eða 140 milljónir íslenskra króna. Það er ágætis útborgun fyrir átján ára stelpu en aðeins upphafið að einhverju miklu meiru haldi hún áfram á sömu braut.Teenage Dream@Bandreescu_#BNPPO19pic.twitter.com/gQwL5ACXf5 — BNP Paribas Open (@BNPPARIBASOPEN) March 18, 2019 Tennis Mest lesið Danmörk - Ísland | Undanúrslit í gini ljónsins Handbolti Aldrei séð Dag svona reiðan Handbolti Alfreð í úrslitaleikinn eftir sigur á Degi Handbolti Ræða Dags bar árangur og EHF lofar breytingum Handbolti Tennisstjörnurnar fela hluti í nærfötunum Sport EM-Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands gegn Danmörku Handbolti „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ Handbolti „Gjörsamlega glórulaust“ Handbolti „Lítill stuðningur við strákana okkar að auglýsa í fjölmiðlum“ Handbolti Portúgölsku bræðurnir sendu Svía sára heim Handbolti Fleiri fréttir „Ég hugsa að þetta sé EM-met“ „Held að ég hafi sagt allt sem ég ætlaði að segja“ Sigvaldi verður ekki með í kvöld Leik lokið: Þór Þ.-Keflavík 78-98 | Keflvíkingar vöknuðu í seinni Alfreð í úrslitaleikinn eftir sigur á Degi „Við munum þurfa eitthvað extra til að vinna“ Séra Guðni mættur til Herning: „Trúi að það verði kraftaverk í kvöld“ Djokovic „ekki dauður enn“ og mætir Alcaraz í fyrsta úrslitaleik ársins Shabazz látinn fara frá Grindavík Stjarnan - Tindastóll 125-87 | Meistararnir völtuðu yfir Stólana Portúgölsku bræðurnir sendu Svía sára heim „Eins og Gísli Þorgeir en getur líka skotið fyrir utan“ Vilja þagga niður í 14 þúsund Dönum Algjörlega magnaður árangur: „Ákveðin vonbrigði að þeir séu ekki fjórir“ EM-Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands gegn Danmörku Danir með tromp á hendi: „Auðvitað hrikalega mikilvægt“ Anton og Jónas með myndavél á sér í Boxen Danmörk - Ísland | Undanúrslit í gini ljónsins PGA-mótaröðin endurheimtir helsta skúrkinn af LIV Tókst eftir tíu ára bið: „Hef alltaf haft trú“ Mourinho mætir Real Madrid aftur eftir ævintýralegan sigur Benfica Ræða Dags bar árangur og EHF lofar breytingum Stutt síðan Gísli var ekki sérlega vel liðinn af íslensku þjóðinni Dani segir gagnrýni Dags illa tímasetta „Langstærsta prófið“ en Danir hafa misstigið sig „Megum ekki gleyma því að við erum frábærir líka“ Sömu og dæmdu í sigrinum á Svíum en fyrst dæma Íslendingar „Þá myndu þeir ljúga að mér“ Sprenghlægileg tilþrif: „Sérstakt ef 27 ára barnlaus maður væri alltaf í Skopp“ „Aðrir sjá um að tuða yfir því“ Sjá meira
Bianca Andreescu er yngsti sigurvegarinn á Indian Wells tennismótinu síðan að Serena Williams vann mótið fyrri tuttugu árum síðan. Sigurvegari þessa virta tennismóts var lítt þekkt tenniskona sem fékk aukasæti í mótinu en endaði á því að fara alla leið. Kanada er búið að eignast nýja íþróttastjörnu. Bianca Andreescu var svokallaður "wildcard" leikmaður á mótinu. Staða hennar á heimslistanum var ekki nógu góð til að hún fengi röðun inn í mótið en hún fékk eitt af aukasætunum sem oft koma í hlut yngri óreyndari leikmanna.How’s @Bandreescu_ going to celebrate her first @WTA title? The #BNPPO19 women’s singles champion sits down to talk about her crazy two weeks in #TennisParadise. pic.twitter.com/fqeMtiuOuQ — BNP Paribas Open (@BNPPARIBASOPEN) March 18, 2019Aldrei áður hefur "wildcard" tenniskona unnið þetta mót en uppkoma hennar er þegar farin að minna á það þegar Naomi Osaka sló í gegn á síðasta ári. Osaka vann á endanum tvö risamót í röð og komst upp í toppsæti heimslistans. Bianca Andreescu er hins vegar nafn sem tennisáhugamenn eiga eftir að heyra oft á næstu árum ef marka má þessa ótrúlegu byrjun hennar. Serena Williams var 17 ára þegar hún vann þetta mót árið 1999 og það þekkja allir hennar ótrúlega feril.https://t.co/O31LkfR9tj — Kyle Schnitzer (@Kyle_Schnitzer) March 18, 2019 Bianca byrjaði árið í 152. sæti á heimslistanum en er komin upp í 24. sæti eftir sigurinn á sunnudaginn. Hún er aðeins átján ára gömul og varð í 200. sæti á listanum í fyrra. Andreescu segist hafa tekið sjálfa sig í gegn, bætt mataræðið sitt og hugað meira að andlegri þjálfun. Hún þakkar jóga og hugarþjálfun fyrir framfarir sínar en mamma hennar kynnti hana fyrir jóga þegar hún var tólf ára gömul. Hvað sem hún gerði þá er það að framkalla hálfgert kraftaverk. Hún fékk bara „að vera með“ á Indian Wells mótinu og hver sigur var stórfrétt. Hún sló út stelpurnar í 32., 18., 20., 6. og 8. sæti á styrkleikalista mótsins áður en hún vann Angelique Kerber í úrslitaleiknum. Angelique Kerber var í fjórða sæti á síðasta heimslistanum en tapaði úrslitaleiknum 6-4, 3-6 og 6-4. Bianca Andreescu tók ekki bara risastökk á heimslistanum með þessum sigri því hún fékk einnig 1,2 milljónir dollara í sigurlaun eða 140 milljónir íslenskra króna. Það er ágætis útborgun fyrir átján ára stelpu en aðeins upphafið að einhverju miklu meiru haldi hún áfram á sömu braut.Teenage Dream@Bandreescu_#BNPPO19pic.twitter.com/gQwL5ACXf5 — BNP Paribas Open (@BNPPARIBASOPEN) March 18, 2019
Tennis Mest lesið Danmörk - Ísland | Undanúrslit í gini ljónsins Handbolti Aldrei séð Dag svona reiðan Handbolti Alfreð í úrslitaleikinn eftir sigur á Degi Handbolti Ræða Dags bar árangur og EHF lofar breytingum Handbolti Tennisstjörnurnar fela hluti í nærfötunum Sport EM-Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands gegn Danmörku Handbolti „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ Handbolti „Gjörsamlega glórulaust“ Handbolti „Lítill stuðningur við strákana okkar að auglýsa í fjölmiðlum“ Handbolti Portúgölsku bræðurnir sendu Svía sára heim Handbolti Fleiri fréttir „Ég hugsa að þetta sé EM-met“ „Held að ég hafi sagt allt sem ég ætlaði að segja“ Sigvaldi verður ekki með í kvöld Leik lokið: Þór Þ.-Keflavík 78-98 | Keflvíkingar vöknuðu í seinni Alfreð í úrslitaleikinn eftir sigur á Degi „Við munum þurfa eitthvað extra til að vinna“ Séra Guðni mættur til Herning: „Trúi að það verði kraftaverk í kvöld“ Djokovic „ekki dauður enn“ og mætir Alcaraz í fyrsta úrslitaleik ársins Shabazz látinn fara frá Grindavík Stjarnan - Tindastóll 125-87 | Meistararnir völtuðu yfir Stólana Portúgölsku bræðurnir sendu Svía sára heim „Eins og Gísli Þorgeir en getur líka skotið fyrir utan“ Vilja þagga niður í 14 þúsund Dönum Algjörlega magnaður árangur: „Ákveðin vonbrigði að þeir séu ekki fjórir“ EM-Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands gegn Danmörku Danir með tromp á hendi: „Auðvitað hrikalega mikilvægt“ Anton og Jónas með myndavél á sér í Boxen Danmörk - Ísland | Undanúrslit í gini ljónsins PGA-mótaröðin endurheimtir helsta skúrkinn af LIV Tókst eftir tíu ára bið: „Hef alltaf haft trú“ Mourinho mætir Real Madrid aftur eftir ævintýralegan sigur Benfica Ræða Dags bar árangur og EHF lofar breytingum Stutt síðan Gísli var ekki sérlega vel liðinn af íslensku þjóðinni Dani segir gagnrýni Dags illa tímasetta „Langstærsta prófið“ en Danir hafa misstigið sig „Megum ekki gleyma því að við erum frábærir líka“ Sömu og dæmdu í sigrinum á Svíum en fyrst dæma Íslendingar „Þá myndu þeir ljúga að mér“ Sprenghlægileg tilþrif: „Sérstakt ef 27 ára barnlaus maður væri alltaf í Skopp“ „Aðrir sjá um að tuða yfir því“ Sjá meira