Tíska og hönnun

Komst á fölskum forsendum alla leið á toppinn á tískuvikunni í London

Stefán Árni Pálsson skrifar
Max er algjörlega óþekktur en komst alla leið á tískuvikunni.
Max er algjörlega óþekktur en komst alla leið á tískuvikunni.

Þeir Zac og Jay halda saman úti YouTube-rásinni The Zac and Jay Show og þar bregða þeir oft á tíðum á leik með allskyns tilraunum.

Á dögunum kom út nýtt myndband frá þeim félögunum en markmiðið var að koma venjulegum manni alla leið á toppinn á tískuvikunni í London.

Maðurinn heitir Max og er ekki frægur og ekki fyrirsæta.

Hér að neðan má sjá hvernig þeir komu Max á stærsta sviðið á tískuvikunni í London og það með því að klæðast í mjög svo hallærislegan fatnað.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.