Íslenski körfuboltinn

Landsliðskonan Sara Rún til liðs við Hauka
Sara Rún Hinriksdóttir hefur náð samkomulagi við Hauka um að leika með liðinu út tímabilið í Dominos-deild kvenna í körfubolta. Þar hittir hún fyrir systur sína, Bríeti Sif. Þetta kemur fram á Facebook-síðu Hauka nú í kvöld.

Aðeins 36 áhorfendur mega vera á leikjum kvöldsins
Liðin sem eiga heimaleiki í Domino's deild kvenna í körfubolta í kvöld geta ekki tekið á móti tvö hundruð áhorfendum. Enn á eftir að útfæra leiðbeiningar til að það verði hægt. Þó mega tæplega fjörutíu manns mæta á leiki kvöldsins.

Frábær fyrri hálfleikur lagði grunninn að sigri Hauka
Haukar unnu Fjölni með tveggja stiga mun í Dominos deild kvenna í körfubolta í dag. Frábær fyrri hálfleikur lagði grunninn að sigrinum en Fjölnisstúlkur voru frábærar í síðari hálfleik, lokatölur 85-83.

Fyrsti sigur KR kominn í hús og Valur vann í Borgarnesi
Tveimur leikjum í Dominos deild kvenna í körfubolta er nú lokið. KR vann sinn fyrsta leik á leiktíðinni og þá unnu Íslandsmeistarar Vals góðan sigur á bikarmeisturum Skallagríms í Borgarnesi.

Stórskyttan Corey Taite fær sviðið í fyrsta sjónvarpsleik Hrunamanna
Domino´s deild karla í körfubolta er í smá pásu vegna landsleikja en í kvöld fær 1. deild karla að njóta sín í staðinn. Suðurlandsslagur Selfoss og Hrunamanna í 1. deild karla í körfubolta verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 3 frá klukkan 19.55 í kvöld.

Dagskráin í dag: Stórleikur að Ásvöllum, lærisveinar Wayne Rooney og Hrunamenn í heimsókn á Selfossi
Það er nóg um að vera á Stöð 2 Sport á þessum fína febrúar föstudegi. Alls eru átta beinar útsendingar á dagskrá í dag.

Berglind og Ólöf Helga eru nýir sérfræðingar Körfuboltakvölds
Tveir nýir sérfræðingar verða kynntir til leiks í Domino's Körfuboltakvöldi kvenna í dag en þá mæta tveir fyrrum leikmenn deildarinnar í þátt vikunnar.

Finnur Freyr: Maður er bara auðmjúkur að vera í þessari stöðu sem maður er í núna og hlakkar til framhaldsins
Finnur Freyr Stefánsson var sáttur með óvæntan sigur sinna manna á toppliði Keflavíkur í kvöld. Valur vann 13 stiga sigur er Keflvíkingar heimsóttu Hlíðarenda í síðasta leik kvöldsins, lokatölur 85-72.

Borche: Allir 50/50 dómar féllu með Njarðvík
Borche Ilievski, þjálfari ÍR, var mjög ósáttur með stórt tap sinna manna í Ljónagryfjunni í Njarðvík í kvöld. Lokatölur 96-80 heimamönnum í vil sem höfðu fyrir leik ekki unnið í þremur leikjum í röð.

Viðar Örn: Bið Þórólf um að létta aðeins brúnina
Viðar Örn Hafsteinsson, þjálfari Hattar, vonar að áhorfendum verði senn hleypt inn á íþróttaleiki þannig að Egilsstaðabúar geti notið þess sem hann hefur lýst sem besta körfuboltaliði sem bærinn hefur átt.

Umfjöllun: Þór Ak. - Þór Þ. 75-91 | Þór Þ. númeri of stór fyrir Þór A.
Þór Þorlákshöfn vann hörkusigur á Þór Akureyri í Dominos deild karla í kvöld. Bæði lið hafa verið á góðu skriði undanfarið en gestirnir frá Þorlákshöfn unnu stórsigur í kvöld, lokatölur 75-91.

Styrmir Snær valinn í landsliðið
Styrmir Snær Þrastarson, leikmaður Þórs Þ., er eini nýliðinn í íslenska körfuboltalandsliðinu sem mætir Slóvakíu og Lúxemborg í síðustu tveimur leikjum sínum í forkeppni HM 2023.

Max Montana: Ef þú getur opnað klúbbana þá geturðu opnað vellina
Max Montana spilaði sinn fyrsta leik í Dominos deildinni í 107-81 sigri Keflavíkur á Tindastóli í kvöld. Max segir fyrstu kynni sín af deildinni séu góð.

Viðar: Ef hann myndi neyða mig til að fara úr að ofan þá yrði ég að gera það
„Þórsararnir sóttu á okkur og við vorum í smá eltingaleik. Í fyrri hálfleik vorum svo svolítið flatir og orkulitlir. Svo þegar við vinnum okkur til baka kostar það orku. Þessi skot sem við vorum að klikka á í fjórða leikhluta voru kannski frekar óskynsamleg og það er dýrt á móti svona góðu liði,“ sagði Viðar Hafsteinsson þjálfari Hattar eftir tap gegn Þór frá Þorlákshöfn í kvöld.

Íslensku stelpurnar steinlágu fyrir sterku liði Slóvena
Íslenska kvennalandsliðið í körfubolta átti ekki roð í Slóveníu þegar liðin mættust ytra í undankeppni EM 2021 í dag.

Körfuboltakvöld um Styrmi Snæ: „Hann er yfirleitt settur á bestu leikmennina“
Styrmir Snær Þrastarson er við það að gera Kjartan Atla Kjartansson og félaga í Dominos Körfuboltakvöldi orðlausa. Þeir héldu áfram að mæra leikmanninn í síðasta þætti. Segja má að Styrmir hafi komið eins og stormsveipur inn í deildina á þessu tímabili.

Segir smithættuna meiri á íþróttaviðburðum
Þórólfur Guðnason, sóttvarnarlæknir, segir að smithætta sé meiri á íþróttaviðburðum en til að mynda í leikhúsi. Þetta sagði hann í samtali við Reykjavík síðdegis þar sem hann fór yfir nýjustu breytingar á sóttvarnar takmörkunum.

Ægir Þór: Ég er bara að gera sömu hluti og ég hef verið að gera öll árin
Ægir Þór Steinarsson, leikmaður Stjörnunnar, átti enn einn frábæran leik á þessum tímabili þegar Stjarnan sótti tvö stig í Njarðvík í kvöld er liðin mættust í Dominos-deild karla. Lokatölur 96-88 Stjörnunni í vil.

Viðar Örn: Höttur hefur aldrei verið með betra lið
Öflugur varnarleikur var það sem lagði grunninn að öðrum sigri Hattar á heimavelli í röð í úrvalsdeild karla í körfuknattleik, en liðið vann Þór Akureyri 95-70 á heimavelli í kvöld. Höttur hefur ekki áður unnið tvo heimaleiki í röð í úrvalsdeild, en liðið leikur þar nú í fjórða sinn.

„Einn skemmtilegasti og flottasti dúettinn í deildinni“
Domino´s Körfuboltakvöld tók fyrir AB tvíeykið fyrir norðan í síðasta þætti sínum en Þórsarar eru tvo af öflugustu leikmönnum deildarinnar í sínu liði.