Martin: Varð að sýna að ég gæti eitthvað ennþá í fótbolta Anton Ingi Leifsson skrifar 21. febrúar 2019 23:23 Martin í leiknum í kvöld. vísir/bára Martin Hermannsson átti fínan leik fyrir íslenska landsliðið í kvöld sem vann öruggan sigur á Portúgal í forkeppni EM 2021. Leikurinn var kveðjuleikur þeirra Jóns Arnórs Stefánssonar og Hlyns Bæringssonar og það var ljóst frá upphafi að leikmenn ætluðu að selja sig dýrt fyrir þá félaga. „Þetta var kannski ekki auðveldara en við bjuggumst við. Við vissum þó að við værum að fara vinna þetta lið ef við myndum hitta á góðan leik,“ sagði Martin í leikslok. „Við vorum flottir. Við komum vel stemmdir út. Leikplanið gekk fullkomnlega upp,“ en var þetta ekki einn besti leikur landsliðsins í dágóðan tíma? „Við vorum virkilega flottir frá byrjun. Vonandi er þetta það sem koma skal. Auðvitað eigum við eftir að spila gegn sterkari þjóðum en það var margt mjög jákvætt og margt miklu betra en það hefur verið upp á síðkastið.“ Martin segir að það hafi gefið aðeins extra að leikmenn væru tilbúnir að leggja allt sitt til þess að Jón Arnór og Hlynur myndu ekki kveðja með tapi á bakinu. „Það verður mikill missir af þessum meisturum. Við eigum eftir að finna það þegar þeir eru farnir. Þegar við förum á koddann í kvöld á þetta kannski eftir að skella á okkur enn meira en það er undir öðrum komum að stiga upp. Ég held að framtíðin sé björt. Það er fullt sem við getum lært af þeim og yngri leikmenn geti tekið þá til fyrirmyndar.“ Martin ákvað á tímapunkti í leiknum að skalla boltann í hröðu upphlaupi og Martin segir að gamlar fótboltaæfingar í KR hafi skilað sér í kvöld. „Þetta var fótboltinn í mér. Mig langaði alltaf að verða atvinnumaður í fótbolta. Ég varð að sýna að ég gæti eitthvað ennþá í fótbolta. Ég veit ekki hvað gerðist og ég hélt að þetta hafi ekki verið eins augljóst.“ „Þetta var greinilega frekar augljóst. Vonandi taka krakkar þetta til fyrirmyndar og fara æfa þetta aðeins. Það þarf að nota alla líkamshluta,“ sagði Martin brattur. Körfubolti Tengdar fréttir Tveir lykilleikmenn kveðja Tveir af máttarstólpum íslenska karlalandsliðsins í körfubolta leika sinn síðasta landsleik þegar Ísland mætir Portúgal í forkeppni EuroBasket 2021 í kvöld. Þar með fara á einu bretti 225 landsleikir úr liðinu. 21. febrúar 2019 14:30 Fór um Jón Arnór þegar Hlynur skoraði fyrstu körfuna í kveðjuleiknum Þeir voru hressir í leikslok eftir að hafa spilað sinn síðasta landsleik. 21. febrúar 2019 23:02 Leik lokið: Ísland - Portúgal 91-67 | Fullkomin kveðjustund í Höllinni Jón Arnór og Hlynur Bæringsson kvöddu landsliðið í kvöld. 21. febrúar 2019 21:45 Formaður KKÍ vill þakka konum Hlyns og Jóns sérstaklega fyrir Þetta verður sögulegt kvöld í Laugardalshöllinni því þá munu tveir af bestu körfuboltamönnum Íslands kveðja. 21. febrúar 2019 15:30 Mest lesið Staðfestir brottför frá Liverpool Enski boltinn Íslensk hjón fóru holu í höggi á sama hring Golf Kristín Birna í stað Vésteins sem verður ráðgjafi Sport Freyr á toppnum: „Ég elska Bergen“ Fótbolti Allt undir í oddaleik: Sjaldan mætt liði á Íslandi með jafn mikil einstaklingsgæði Körfubolti „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Körfubolti „Þær eru stærri en við erum drullusterkar“ Körfubolti Þorleifur snýr heim í Breiðablik Íslenski boltinn Pirraður Hamilton biðst ekki afsökunar Formúla 1 Sjáðu Flóka færa Val fyrsta tapið, ÍA í stuði og hvernig Vestri fór á toppinn Íslenski boltinn Fleiri fréttir Allt undir í oddaleik: Sjaldan mætt liði á Íslandi með jafn mikil einstaklingsgæði „Þær eru stærri en við erum drullusterkar“ Sendu Houston enn á ný í háttinn „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Diamond: Þurfum að ná í stopp allan leikinn Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 72-90 | Haukar einu skrefi frá Íslandsmeistaratitlinum Styrmir gulltryggði sigur Belfius Mons og var stigahæstur á vellinum „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Sterk liðsheild Denver á meðan Clippers féll á prófinu „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Houston knúði fram oddaleik Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára „Ég hef hluti að gera hér“ Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Goðsögnin Popovich hættur í þjálfun Þurfti bara eitt orð um mestu áskorunina við að mæta Njarðvík Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Faðir Haliburton fær ekki að mæta á leiki hjá Pacers Brunson sendi Pistons í sumarfrí en Clippers tryggði sér oddaleik Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 86-79 | Haukar taka forystu í úrslitaeinvíginu LeBron um framtíðina: „Hef ekki svar“ Úlfarnir sendu Luka, LeBron og félaga í sumarfrí Martin að ná í úrslitakeppnina eftir allt saman? Annað skiptið í röð sem leikmaður San Antonio er valinn nýliði ársins Sjá meira
Martin Hermannsson átti fínan leik fyrir íslenska landsliðið í kvöld sem vann öruggan sigur á Portúgal í forkeppni EM 2021. Leikurinn var kveðjuleikur þeirra Jóns Arnórs Stefánssonar og Hlyns Bæringssonar og það var ljóst frá upphafi að leikmenn ætluðu að selja sig dýrt fyrir þá félaga. „Þetta var kannski ekki auðveldara en við bjuggumst við. Við vissum þó að við værum að fara vinna þetta lið ef við myndum hitta á góðan leik,“ sagði Martin í leikslok. „Við vorum flottir. Við komum vel stemmdir út. Leikplanið gekk fullkomnlega upp,“ en var þetta ekki einn besti leikur landsliðsins í dágóðan tíma? „Við vorum virkilega flottir frá byrjun. Vonandi er þetta það sem koma skal. Auðvitað eigum við eftir að spila gegn sterkari þjóðum en það var margt mjög jákvætt og margt miklu betra en það hefur verið upp á síðkastið.“ Martin segir að það hafi gefið aðeins extra að leikmenn væru tilbúnir að leggja allt sitt til þess að Jón Arnór og Hlynur myndu ekki kveðja með tapi á bakinu. „Það verður mikill missir af þessum meisturum. Við eigum eftir að finna það þegar þeir eru farnir. Þegar við förum á koddann í kvöld á þetta kannski eftir að skella á okkur enn meira en það er undir öðrum komum að stiga upp. Ég held að framtíðin sé björt. Það er fullt sem við getum lært af þeim og yngri leikmenn geti tekið þá til fyrirmyndar.“ Martin ákvað á tímapunkti í leiknum að skalla boltann í hröðu upphlaupi og Martin segir að gamlar fótboltaæfingar í KR hafi skilað sér í kvöld. „Þetta var fótboltinn í mér. Mig langaði alltaf að verða atvinnumaður í fótbolta. Ég varð að sýna að ég gæti eitthvað ennþá í fótbolta. Ég veit ekki hvað gerðist og ég hélt að þetta hafi ekki verið eins augljóst.“ „Þetta var greinilega frekar augljóst. Vonandi taka krakkar þetta til fyrirmyndar og fara æfa þetta aðeins. Það þarf að nota alla líkamshluta,“ sagði Martin brattur.
Körfubolti Tengdar fréttir Tveir lykilleikmenn kveðja Tveir af máttarstólpum íslenska karlalandsliðsins í körfubolta leika sinn síðasta landsleik þegar Ísland mætir Portúgal í forkeppni EuroBasket 2021 í kvöld. Þar með fara á einu bretti 225 landsleikir úr liðinu. 21. febrúar 2019 14:30 Fór um Jón Arnór þegar Hlynur skoraði fyrstu körfuna í kveðjuleiknum Þeir voru hressir í leikslok eftir að hafa spilað sinn síðasta landsleik. 21. febrúar 2019 23:02 Leik lokið: Ísland - Portúgal 91-67 | Fullkomin kveðjustund í Höllinni Jón Arnór og Hlynur Bæringsson kvöddu landsliðið í kvöld. 21. febrúar 2019 21:45 Formaður KKÍ vill þakka konum Hlyns og Jóns sérstaklega fyrir Þetta verður sögulegt kvöld í Laugardalshöllinni því þá munu tveir af bestu körfuboltamönnum Íslands kveðja. 21. febrúar 2019 15:30 Mest lesið Staðfestir brottför frá Liverpool Enski boltinn Íslensk hjón fóru holu í höggi á sama hring Golf Kristín Birna í stað Vésteins sem verður ráðgjafi Sport Freyr á toppnum: „Ég elska Bergen“ Fótbolti Allt undir í oddaleik: Sjaldan mætt liði á Íslandi með jafn mikil einstaklingsgæði Körfubolti „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Körfubolti „Þær eru stærri en við erum drullusterkar“ Körfubolti Þorleifur snýr heim í Breiðablik Íslenski boltinn Pirraður Hamilton biðst ekki afsökunar Formúla 1 Sjáðu Flóka færa Val fyrsta tapið, ÍA í stuði og hvernig Vestri fór á toppinn Íslenski boltinn Fleiri fréttir Allt undir í oddaleik: Sjaldan mætt liði á Íslandi með jafn mikil einstaklingsgæði „Þær eru stærri en við erum drullusterkar“ Sendu Houston enn á ný í háttinn „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Diamond: Þurfum að ná í stopp allan leikinn Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 72-90 | Haukar einu skrefi frá Íslandsmeistaratitlinum Styrmir gulltryggði sigur Belfius Mons og var stigahæstur á vellinum „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Sterk liðsheild Denver á meðan Clippers féll á prófinu „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Houston knúði fram oddaleik Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára „Ég hef hluti að gera hér“ Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Goðsögnin Popovich hættur í þjálfun Þurfti bara eitt orð um mestu áskorunina við að mæta Njarðvík Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Faðir Haliburton fær ekki að mæta á leiki hjá Pacers Brunson sendi Pistons í sumarfrí en Clippers tryggði sér oddaleik Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 86-79 | Haukar taka forystu í úrslitaeinvíginu LeBron um framtíðina: „Hef ekki svar“ Úlfarnir sendu Luka, LeBron og félaga í sumarfrí Martin að ná í úrslitakeppnina eftir allt saman? Annað skiptið í röð sem leikmaður San Antonio er valinn nýliði ársins Sjá meira
Tveir lykilleikmenn kveðja Tveir af máttarstólpum íslenska karlalandsliðsins í körfubolta leika sinn síðasta landsleik þegar Ísland mætir Portúgal í forkeppni EuroBasket 2021 í kvöld. Þar með fara á einu bretti 225 landsleikir úr liðinu. 21. febrúar 2019 14:30
Fór um Jón Arnór þegar Hlynur skoraði fyrstu körfuna í kveðjuleiknum Þeir voru hressir í leikslok eftir að hafa spilað sinn síðasta landsleik. 21. febrúar 2019 23:02
Leik lokið: Ísland - Portúgal 91-67 | Fullkomin kveðjustund í Höllinni Jón Arnór og Hlynur Bæringsson kvöddu landsliðið í kvöld. 21. febrúar 2019 21:45
Formaður KKÍ vill þakka konum Hlyns og Jóns sérstaklega fyrir Þetta verður sögulegt kvöld í Laugardalshöllinni því þá munu tveir af bestu körfuboltamönnum Íslands kveðja. 21. febrúar 2019 15:30