Vildi ekki fórna hamingjunni og rak því þjálfarann sem kom henni á toppinn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. febrúar 2019 15:00 Naomi Osaka. Getty/ Fiona Hamilton Hann kom henni á topp heimslistans á einu ári en þurfti engu að síður óvænt að taka pokann sinn á dögunum. Nú vitum við meira um ástæðurnar fyrir því að besta tenniskona heims í dag lét þjálfara sinn fara. Naomi Osaka hefur tjáð sig aðeins um ástæður þess að hún vildi ekki að Sascha Bajin þjálfaði sig lengur. Sascha Bajin missti starfið sitt aðeins sextán dögum eftir að Osaka vann Opna ástalska meistaramótið. Osaka hefur nú unnið tvö síðustu risamót í tennisinum því hún vann Opna bandaríska mótið í september. Þessir tveir sigrar hennar og almennur góður árangur á árinu 2018 kom henni upp í efsta sæti heimslistans. Hún byrjaði árið nánast óþekkt.World number one Naomi Osaka says her surprise split from her coach is because she was not willing to "sacrifice" her happiness More: https://t.co/OvelXnvB7Gpic.twitter.com/WDRItfv4ii — BBC Sport (@BBCSport) February 17, 2019„Ef ég vakna ekki ánægð þegar ég er á leið á æfingu eða er ánægð að vera í kringum fólk þá læt ég ekki bjóða mér það. Þetta er mitt líf. Ég ætla ekki að fórna hamingjunni fyrir það að hafa einhvern nálægt mér,“ sagði Naomi Osaka en BBC segir frá. Naomi Osaka er aðeins 21 árs gömul og ætti að öllu eðlilegu að eiga mjög glæstan feril fram undan. Sascha Bajin var valinn þjálfari ársins fyrir vinnu sína með hana á árinu 2018 enda stórmerkilegt að fara úr 72. sæti í 1. sæti á þrettán mánuðum. „Ég held að einhverjir hafi áttað sig á ástæðunni þegar þeir sáu hvernig við vorum í kringum hvort annað,“ sagði Naomi Osaka á blaðamannafundi í Dúbaí. „Ég ætla ekki að segja neitt slæmt um hann því auðvitað er ég mjög þakklát fyrir það sem hann hefur gert fyrir mig. Á meðan Opna ástralska mótinu stóð þá var ég að segja sjálfri mér að reyna bara að komast í gegnum þetta. Ég er ekki viss um hvort að þið tókuð eftir því,“ sagði Naomi Osaka. Naomi Osaka ætlar að finna sér nýjan þjálfara fyrir næsta mót hjá sér sem er BNP Paribas Open mótið og hefst 4. mars næstkomandi. „Það mikilvægasta fyrir mig er að hafa jákvætt hugarfar. Ég vil ekki hafa einhvern hjá mér fullan af neikvæðni. Ég vil hafa einhvern sem segir mér hlutina eins og þeir eru og segir það við mig sjálfa. Ég vil frekar fá að heyra hlutina beint en að heyra af þeim á bak við mig. Það er ein af stóru ástæðunum,“ sagði Naomi Osaka. Tennis Mest lesið Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Golf Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Golf Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Körfubolti Skærasta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Fótbolti Getur verið erfitt að kveðja: „Það var aðeins grátið“ Sport Náðu ekki að bjarga lífi nítján ára vonarstjörnu Sport Gæti fengið átta milljarða króna Formúla 1 Yamal tekur óhræddur við tíunni Fótbolti Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Íslenski boltinn Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Körfubolti Fleiri fréttir „Þau sakna vina sinna og finnst erfitt að keppa á móti þeim“ Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Dani og Kínverji leiða á Opna breska Arsenal Tivat í tíu ára bann frá Evrópukeppnum „Kom okkur dálítið á óvart hvernig þeir pressuðu“ Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Messi fékk skell sama kvöld og fréttist af komu „lífvarðarins“ Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Náðu ekki að bjarga lífi nítján ára vonarstjörnu Getur verið erfitt að kveðja: „Það var aðeins grátið“ Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Skærasta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Erlangen staðfestir komu Andra Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Gæti fengið átta milljarða króna Yamal tekur óhræddur við tíunni Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Dagskráin í dag: Golf og snóker og snóker og golf Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Biðin eftir Meistaravöllum styttist um einn dag Bradley Beal til Clippers Eyjakonur gjörsigruðu Gróttu Bellingham í aðgerð á öxl og missir af næstu landsleikjum Arnar Grétarsson tekinn við Fylki Grænt ljós á golfmótið þrátt fyrir gos Ítalía í undanúrslit í fyrsta sinn síðan 1997 Þúsund hjólareiðakappar þeysa um hálendið um helgina Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Sjá meira
Hann kom henni á topp heimslistans á einu ári en þurfti engu að síður óvænt að taka pokann sinn á dögunum. Nú vitum við meira um ástæðurnar fyrir því að besta tenniskona heims í dag lét þjálfara sinn fara. Naomi Osaka hefur tjáð sig aðeins um ástæður þess að hún vildi ekki að Sascha Bajin þjálfaði sig lengur. Sascha Bajin missti starfið sitt aðeins sextán dögum eftir að Osaka vann Opna ástalska meistaramótið. Osaka hefur nú unnið tvö síðustu risamót í tennisinum því hún vann Opna bandaríska mótið í september. Þessir tveir sigrar hennar og almennur góður árangur á árinu 2018 kom henni upp í efsta sæti heimslistans. Hún byrjaði árið nánast óþekkt.World number one Naomi Osaka says her surprise split from her coach is because she was not willing to "sacrifice" her happiness More: https://t.co/OvelXnvB7Gpic.twitter.com/WDRItfv4ii — BBC Sport (@BBCSport) February 17, 2019„Ef ég vakna ekki ánægð þegar ég er á leið á æfingu eða er ánægð að vera í kringum fólk þá læt ég ekki bjóða mér það. Þetta er mitt líf. Ég ætla ekki að fórna hamingjunni fyrir það að hafa einhvern nálægt mér,“ sagði Naomi Osaka en BBC segir frá. Naomi Osaka er aðeins 21 árs gömul og ætti að öllu eðlilegu að eiga mjög glæstan feril fram undan. Sascha Bajin var valinn þjálfari ársins fyrir vinnu sína með hana á árinu 2018 enda stórmerkilegt að fara úr 72. sæti í 1. sæti á þrettán mánuðum. „Ég held að einhverjir hafi áttað sig á ástæðunni þegar þeir sáu hvernig við vorum í kringum hvort annað,“ sagði Naomi Osaka á blaðamannafundi í Dúbaí. „Ég ætla ekki að segja neitt slæmt um hann því auðvitað er ég mjög þakklát fyrir það sem hann hefur gert fyrir mig. Á meðan Opna ástralska mótinu stóð þá var ég að segja sjálfri mér að reyna bara að komast í gegnum þetta. Ég er ekki viss um hvort að þið tókuð eftir því,“ sagði Naomi Osaka. Naomi Osaka ætlar að finna sér nýjan þjálfara fyrir næsta mót hjá sér sem er BNP Paribas Open mótið og hefst 4. mars næstkomandi. „Það mikilvægasta fyrir mig er að hafa jákvætt hugarfar. Ég vil ekki hafa einhvern hjá mér fullan af neikvæðni. Ég vil hafa einhvern sem segir mér hlutina eins og þeir eru og segir það við mig sjálfa. Ég vil frekar fá að heyra hlutina beint en að heyra af þeim á bak við mig. Það er ein af stóru ástæðunum,“ sagði Naomi Osaka.
Tennis Mest lesið Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Golf Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Golf Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Körfubolti Skærasta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Fótbolti Getur verið erfitt að kveðja: „Það var aðeins grátið“ Sport Náðu ekki að bjarga lífi nítján ára vonarstjörnu Sport Gæti fengið átta milljarða króna Formúla 1 Yamal tekur óhræddur við tíunni Fótbolti Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Íslenski boltinn Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Körfubolti Fleiri fréttir „Þau sakna vina sinna og finnst erfitt að keppa á móti þeim“ Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Dani og Kínverji leiða á Opna breska Arsenal Tivat í tíu ára bann frá Evrópukeppnum „Kom okkur dálítið á óvart hvernig þeir pressuðu“ Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Messi fékk skell sama kvöld og fréttist af komu „lífvarðarins“ Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Náðu ekki að bjarga lífi nítján ára vonarstjörnu Getur verið erfitt að kveðja: „Það var aðeins grátið“ Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Skærasta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Erlangen staðfestir komu Andra Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Gæti fengið átta milljarða króna Yamal tekur óhræddur við tíunni Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Dagskráin í dag: Golf og snóker og snóker og golf Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Biðin eftir Meistaravöllum styttist um einn dag Bradley Beal til Clippers Eyjakonur gjörsigruðu Gróttu Bellingham í aðgerð á öxl og missir af næstu landsleikjum Arnar Grétarsson tekinn við Fylki Grænt ljós á golfmótið þrátt fyrir gos Ítalía í undanúrslit í fyrsta sinn síðan 1997 Þúsund hjólareiðakappar þeysa um hálendið um helgina Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Sjá meira