Tákn Reykjavíkur Kristín Þorsteinsdóttir skrifar 2. febrúar 2019 09:00 Sólfarið eftir Jón Gunnar Árnason stendur við Sæbraut í Reykjavík. Verkið er í eigu Reykjavíkurborgar og hefur á seinni árum orðið eitt af táknum borgarinnar. Ferðamenn flykkjast að Sæbrautinni til að líta verkið augum. Enginn getur haldið því fram að kaup borgarinnar á verkinu hafi ekki margborgað sig. Nú hafa verið kynntar hugmyndir um listaverk eftir Karin Sanders. Pálmar í Vogabyggð. Stjórnmálamenn í borginni og aðrir hafa hlaupið upp til handa og fóta. Pálmar! Og það í Reykjavík. En þessi rök halda engu vatni þegar list er annars vegar. Allt er fáránlegt í þessu samhengi. Hvað með niðursuðudósirnar hans Andy Warhol, eða Sólfarið sem áður var nefnt? Nú er það alveg ljóst að það far er ekki haffært. Er það þá með öllu ómögulegt? Auðvitað ekki. Flest listaverk eru fáránleg ef þau er slitin úr samhengi. Um það snýst listin öðrum þræði. Því miður er það svo að pólitíkin í borginni virðist snúast í miklum mæli um upphlaup af litlu tilefni. Allt skal gert tortryggilegt. Stundum á það auðvitað rétt á sér, en oftast er betra að staldra við og draga djúpt andann. Yfirleitt er farsælla að kynna sér gögn og staðreyndir áður en hlaupið er af stað. Pálmarnir svokölluðu eru fjármagnaðir annars vegar úr vasa lóðarhafa og hins vegar með svokölluðu innviðagjaldi. Fjármögnun listaverka kemur því bara alls ekki niður á grunnþjónustu borgarinnar svo vísað sé í vinsæla tuggu meðal stjórnmálamanna af popúlíska skólanum. Listamenn eru heldur ekki í sjálfboðavinnu. Verk þeirra hafa verðmiða, rétt eins og áþreifanlegri afurðir iðnaðarfólks. Eins og flestar vestrænar borgir sem við viljum bera okkur saman við hefur Reykjavík tiltekin markmið þegar kemur að fjárfestingu í list. Pálmarnir eru hluti af því og ekki er annað að sjá en þeir hafi einfaldlega farið sína leið í kerfinu. Stjórnmálamenn geta alveg verið þeirrar skoðunar að þessar reglur séu argasta vitleysa eða að innviðagjaldakerfið sé óréttlætanlegt. Það er hins vegar önnur efnisleg umræða og hefur ekkert með ágæti Pálmanna að gera. Erlendir stórfjölmiðlar hafa reglulega sýnt íslenskri list áhuga. Fólk eins og Ragnar Kjartansson eða Ragna Róbertsdóttir er þyngdar sinnar virði í gulli. Fyrir utan það að vera skemmtileg. Heilsíðuauglýsing í New York Times kostar til samanburðar á annan tug milljóna króna. Áhugaverð listaverk vekja athygli langt út fyrir landsteinana og geta margborgað sig þegar upp er staðið. Rétt eins og Sólfarið hefur gert og verk Karin Sanders mun gera. Það er rétt að stráin í Nauthólsvík voru argasta sóun á almannafé. Pálmarnir í Vogabyggð eru allt annars eðlis, og þeir stjórnmálamenn sem ekki sjá muninn ættu að leggja það á sig að kynna sér málin betur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kristín Þorsteinsdóttir Mest lesið Ísland fyrst svo…hvað? Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Íslenskur Pútínismi Diana Burkot,Nadya Tolokonnikova Skoðun Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir Skoðun Hinsegin ungmenni í Hafnarfirði mæta afgangi Óskar Steinn Ómarsson Skoðun Ömmur án landamæra Signý Jóhannesdóttir Skoðun Hræðilegar aðstæður geta breytt manni til hins betra! Kristján Hafþórsson Skoðun Stöndum saman um félagshyggju og frið Hópur félagshyggjufólks Skoðun Framtíð Framsóknar byrjar í grasrótinni Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð Skoðun Af hverju eru Íslendingar svona feitir? Einar Baldvin Árnason Skoðun Skoðun Skoðun Vita bændur ekki hvað bændum er fyrir bestu? Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Ein stærð passar ekki fyrir öll Sigrún Birgisdóttir ,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Ömmur án landamæra Signý Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ísland fyrst svo…hvað? Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hræðilegar aðstæður geta breytt manni til hins betra! Kristján Hafþórsson skrifar Skoðun Hinsegin ungmenni í Hafnarfirði mæta afgangi Óskar Steinn Ómarsson skrifar Skoðun Framtíð Framsóknar byrjar í grasrótinni Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Stöndum saman um félagshyggju og frið Hópur félagshyggjufólks skrifar Skoðun Af hverju eru Íslendingar svona feitir? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Íslenskur Pútínismi Diana Burkot,Nadya Tolokonnikova skrifar Skoðun Félagsráðgjafar lykilaðilar í stuðningi við geðheilbrigði Steinunn Bergmann skrifar Skoðun Skemmtilegri borg Skúli Helgason skrifar Skoðun Drögum úr svifryksmengun frá umferð heilsunnar vegna Þröstur Þorsteinsson skrifar Skoðun Að fara í stríð við sjálfan sig Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Þú hengir ekki bakara fyrir smið Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvaða menntakerfi kæri þingmaður? Hermann Austmar skrifar Skoðun Friðarfundur utanríkisráðherra Íslands og Palestínu og leiðtogablæti Júlíus Valsson skrifar Skoðun Nýtt Reykjavíkurmódel í leikskólamálum Andri Reyr Haraldsson,Óskar Hafnfjörð Gunnarsson skrifar Skoðun Móðurást, skömm og verkjalyf Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Framsókn sem þjónar fólki, ekki kerfum Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Samfélagsmiðlar og ósýnilegu börnin Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ég þori að veðja Jóhann Karl Ásgeirsson Gígja skrifar Skoðun Munum eftir baráttu kvenna alltaf og alls staðar Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Verkfærið sem vantar í fjármálastjórnun sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Að klúðra með stæl í tilefni alþjóðlega Mistakadagsins Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kvartað yfir erlendum aðilum? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar skynjun ráðherra verður að lögum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Frá torfkofum til tækifæra Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Sólfarið eftir Jón Gunnar Árnason stendur við Sæbraut í Reykjavík. Verkið er í eigu Reykjavíkurborgar og hefur á seinni árum orðið eitt af táknum borgarinnar. Ferðamenn flykkjast að Sæbrautinni til að líta verkið augum. Enginn getur haldið því fram að kaup borgarinnar á verkinu hafi ekki margborgað sig. Nú hafa verið kynntar hugmyndir um listaverk eftir Karin Sanders. Pálmar í Vogabyggð. Stjórnmálamenn í borginni og aðrir hafa hlaupið upp til handa og fóta. Pálmar! Og það í Reykjavík. En þessi rök halda engu vatni þegar list er annars vegar. Allt er fáránlegt í þessu samhengi. Hvað með niðursuðudósirnar hans Andy Warhol, eða Sólfarið sem áður var nefnt? Nú er það alveg ljóst að það far er ekki haffært. Er það þá með öllu ómögulegt? Auðvitað ekki. Flest listaverk eru fáránleg ef þau er slitin úr samhengi. Um það snýst listin öðrum þræði. Því miður er það svo að pólitíkin í borginni virðist snúast í miklum mæli um upphlaup af litlu tilefni. Allt skal gert tortryggilegt. Stundum á það auðvitað rétt á sér, en oftast er betra að staldra við og draga djúpt andann. Yfirleitt er farsælla að kynna sér gögn og staðreyndir áður en hlaupið er af stað. Pálmarnir svokölluðu eru fjármagnaðir annars vegar úr vasa lóðarhafa og hins vegar með svokölluðu innviðagjaldi. Fjármögnun listaverka kemur því bara alls ekki niður á grunnþjónustu borgarinnar svo vísað sé í vinsæla tuggu meðal stjórnmálamanna af popúlíska skólanum. Listamenn eru heldur ekki í sjálfboðavinnu. Verk þeirra hafa verðmiða, rétt eins og áþreifanlegri afurðir iðnaðarfólks. Eins og flestar vestrænar borgir sem við viljum bera okkur saman við hefur Reykjavík tiltekin markmið þegar kemur að fjárfestingu í list. Pálmarnir eru hluti af því og ekki er annað að sjá en þeir hafi einfaldlega farið sína leið í kerfinu. Stjórnmálamenn geta alveg verið þeirrar skoðunar að þessar reglur séu argasta vitleysa eða að innviðagjaldakerfið sé óréttlætanlegt. Það er hins vegar önnur efnisleg umræða og hefur ekkert með ágæti Pálmanna að gera. Erlendir stórfjölmiðlar hafa reglulega sýnt íslenskri list áhuga. Fólk eins og Ragnar Kjartansson eða Ragna Róbertsdóttir er þyngdar sinnar virði í gulli. Fyrir utan það að vera skemmtileg. Heilsíðuauglýsing í New York Times kostar til samanburðar á annan tug milljóna króna. Áhugaverð listaverk vekja athygli langt út fyrir landsteinana og geta margborgað sig þegar upp er staðið. Rétt eins og Sólfarið hefur gert og verk Karin Sanders mun gera. Það er rétt að stráin í Nauthólsvík voru argasta sóun á almannafé. Pálmarnir í Vogabyggð eru allt annars eðlis, og þeir stjórnmálamenn sem ekki sjá muninn ættu að leggja það á sig að kynna sér málin betur.
Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir Skoðun
Skoðun Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Friðarfundur utanríkisráðherra Íslands og Palestínu og leiðtogablæti Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Nýtt Reykjavíkurmódel í leikskólamálum Andri Reyr Haraldsson,Óskar Hafnfjörð Gunnarsson skrifar
Skoðun Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð skrifar
Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir Skoðun