Golf

Valdís Þóra keppir á LPGA móti

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Valdís Þóra Jónsdóttir.
Valdís Þóra Jónsdóttir. Getty/Mark Runnacles

Valdís Þóra Jónsdóttir, atvinnukylfingur úr Leyni á Akranesi, verður á meðal þáttakanda á móti á LPGA mótaröðinni, sterkustu mótaröð heims, í vikunni.

Valdís vann sér á dögunum inn þátttökurétt á áströlsku mótaröðinni með góðri spilamennsku á úrtökumóti fyrir mótaröðina.

ISPS Handa Vic Open mótið er annað mót ársins á LPGA mótaröðinni og fer það fram í Victoria, Ástralíu. Mótið er haldið í samstarfi við áströlsku mótaröðina og því er Valdís með þátttökurétt á mótinu.

Mótið fer fram dagana 7. - 10. febrúar og á meðal keppenda eru meðal annars hin enska Georgia Hall, Cheyenne Woods og fleiri sterkir kylfingar.

Valdís Þóra ræsir á fyrsta hring klukkan 13:40 að staðartíma eða klukkan hálf þrjú aðfaranótt fimmtudags að íslenskum tíma.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.