Golf

Valdís Þóra og Haraldur Franklín kylfingar ársins

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Valdís Þóra og Haraldur Franklín
Valdís Þóra og Haraldur Franklín mynd/gsí

Valdís Þóra Jónsdóttir og Haraldur Franklín Magnús eru kylfingar ársins 2018 að mati Golfsambands Íslands.

Valdís Þóra hlýtur tilnefninguna í annað sinn en hún lék í ár á Evrópumótaröðinni, hennar annað tímabil í röð á mótaröðinni. Skagakonan endaði í 38. sæti á stigalista mótaraðarinnar og tryggði sig snemma áfram á næsta tímabil á mótaröðinni.

Besti árangur Valdísar í ár var þriðja sætið á móti í Ástralíu.

Valdís var í fjögurra manna liði Íslands sem sigraði á EM í golfi í blandaðri liðakeppni, en mótið var haldið í fyrsta skipti í ágúst.

Haraldur Franklín varð fyrstur íslenskra karlkylfinga til þess að kommast inn á Opna breska meistaramótið í golfi og einnig fyrstur íslenskra karla til þess að taka þátt í risamóti á atvinnumótaröð. Haraldur var þar fimm höggum frá niðurskurðinum.

Haraldur lék á Norrdic atvinnumótaröðinni í ár, sem er þriðja sterkasta mótaröð Evrópu. Þar endaði hann í 55. sæti á stigalistanum.

Þetta er einnig í annað sætið sem Haraldur hlýtur tilnefninguna kylfingur ársins.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.