Tíska og hönnun

Drapplitað í sumar

Sólveig Gísladóttir skrifar
Fyrirsætan Hailey Baldwin í köflóttri ullarkápu frá MM6 Maison Margiela og skóm í stíl.
Fyrirsætan Hailey Baldwin í köflóttri ullarkápu frá MM6 Maison Margiela og skóm í stíl. Myndir/Getty

Fyrirsætan Hailey Baldwin þykir fyrirmynd þegar kemur að tísku. Það að hún klæddist drapplitum fötum frá toppi til táar þegar hún skellti sér í bæjarferð í New York á dögunum hefur því heilmikið að segja um hversu áberandi liturinn mun verða í vor og sumar.

Baldwin klæddist gerðarlegri ullarkápu frá MM6 Maison Margiela og við hana samlitum íþróttagalla úr kasmír frá Chloé og sömuleiðis drapplitum íþróttaskóm.

Eins og margar stjörnur er Baldwin með stílista á sínum snærum. Sú heitir Maeve Reilly, og hafa þær stöllur verið að prófa sig áfram með stíl fyrirsætunnar að undanförnu. Þótti hún til að mynda mun fágaðri í útliti þennan vetrardag en oft áður.

Tom Ford
Liturinn var áberandi á herratískusýningu Fendi í Mílanó í janúar.
Balmain í París.
Af tískusýningu Prada í Mílanó.
Sumarlínan 2019 frá Christian Dior var sýnd á tískuvikunni í París en þar kom drappaði liturinn sterkur inn.
Fyrirsætan fræga Kendall Jenner á tískusýningu fyrir Burberry.


Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.