Serena sló út þá „bestu“ í heimi og komst í átta manna úrslit Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. janúar 2019 12:30 Serena Williams fagnar sigri. Getty/Scott Barbour Bandaríska tenniskonan Serena Williams er komin í átta manna úrslit á Opna ástralska meistaramótinu í tennis eftir sigur á efstu konu heimslistans í dag. Serena Williams vann þá hina rúmensku Simona Halep 6-1, 4-6 og 6-4 eftir hörku viðureign. Með þessum sigri komst Serena í fimmtugasta sinn í átta manna úrslit á risamóti í tennis. Tólf af þeim hafa verið á Opna ástralska.Grand Slam quarterfinals.@serenawilliams#AusOpenpic.twitter.com/pahugC4ct8 — #AusOpen (@AustralianOpen) January 21, 2019Simona Halep hefur verið í toppsæti heimslitans í 48 vikur eða síðan í febrúar 2018. Halep tapaði í úrslitaleik Opna ástralska meistaramótsins í fyrra en kemst ekki lengra en í fjórðu umferð í ár. Serena Williams er orðin 37 ára gömul og að koma til baka eftir að hafa eignast sitt fyrsta barn. Hún hefur unnið 23 risamót á ferlinum eða fleiri en nokkur önnur í nútíma tennis. Hér fyrir neðan talar hún um Disney mynda áhorf dóttur sinnar.Frozen or Beauty and the Beast? It's a choice of two @Disney classics on movie night with @serenawilliams and Olympia #AusOpenpic.twitter.com/Td5X60khNM — #AusOpen (@AustralianOpen) January 21, 2019Williams dreymir hinsvegar um að slá met Ástralans Margaret Court sem vann 24 risamót frá 1960 til 1973. Hún komst í úrslitaleik Opna bandaríska mótsins í fyrra en tapaði þá óvænt fyrir Naomi Osaka frá Japan. Serena Williams mætir hinni tékknesku Karolína Pliskova í átta manna úrslitum og sigurvegarinn úr þeirri viðureignir keppir við sigurvegarann úr leik Naomi Osaka og Elina Svitolina frá Úkraínu. Í hinum tveimur viðureignum átta manna úrslitanna mætast Petra Kvitová og heimakonan Ashleigh Barty annarsvegar og Anastasia Pavlyuchenkova og Danielle Collins hinsvegar Serena Williams hefur sjö sinnum fagnað sigri á Opna ástralska meistaramótinu síðast árið 2017.The seven-time champion reigns supreme. @serenawilliams knocks out the world No.1 Simona Halep 6-1 4-6 6-4 to reach her 12 h #AusOpen quarterfinal. pic.twitter.com/bqFKeP8u81 — #AusOpen (@AustralianOpen) January 21, 2019 Tennis Mest lesið Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Golf Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Golf Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Körfubolti Skærasta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Fótbolti Getur verið erfitt að kveðja: „Það var aðeins grátið“ Sport Náðu ekki að bjarga lífi nítján ára vonarstjörnu Sport Gæti fengið átta milljarða króna Formúla 1 Yamal tekur óhræddur við tíunni Fótbolti Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Íslenski boltinn Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Körfubolti Fleiri fréttir „Þau sakna vina sinna og finnst erfitt að keppa á móti þeim“ Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Dani og Kínverji leiða á Opna breska Arsenal Tivat í tíu ára bann frá Evrópukeppnum „Kom okkur dálítið á óvart hvernig þeir pressuðu“ Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Messi fékk skell sama kvöld og fréttist af komu „lífvarðarins“ Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Náðu ekki að bjarga lífi nítján ára vonarstjörnu Getur verið erfitt að kveðja: „Það var aðeins grátið“ Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Skærasta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Erlangen staðfestir komu Andra Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Gæti fengið átta milljarða króna Yamal tekur óhræddur við tíunni Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Dagskráin í dag: Golf og snóker og snóker og golf Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Biðin eftir Meistaravöllum styttist um einn dag Bradley Beal til Clippers Eyjakonur gjörsigruðu Gróttu Bellingham í aðgerð á öxl og missir af næstu landsleikjum Arnar Grétarsson tekinn við Fylki Grænt ljós á golfmótið þrátt fyrir gos Ítalía í undanúrslit í fyrsta sinn síðan 1997 Þúsund hjólareiðakappar þeysa um hálendið um helgina Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Sjá meira
Bandaríska tenniskonan Serena Williams er komin í átta manna úrslit á Opna ástralska meistaramótinu í tennis eftir sigur á efstu konu heimslistans í dag. Serena Williams vann þá hina rúmensku Simona Halep 6-1, 4-6 og 6-4 eftir hörku viðureign. Með þessum sigri komst Serena í fimmtugasta sinn í átta manna úrslit á risamóti í tennis. Tólf af þeim hafa verið á Opna ástralska.Grand Slam quarterfinals.@serenawilliams#AusOpenpic.twitter.com/pahugC4ct8 — #AusOpen (@AustralianOpen) January 21, 2019Simona Halep hefur verið í toppsæti heimslitans í 48 vikur eða síðan í febrúar 2018. Halep tapaði í úrslitaleik Opna ástralska meistaramótsins í fyrra en kemst ekki lengra en í fjórðu umferð í ár. Serena Williams er orðin 37 ára gömul og að koma til baka eftir að hafa eignast sitt fyrsta barn. Hún hefur unnið 23 risamót á ferlinum eða fleiri en nokkur önnur í nútíma tennis. Hér fyrir neðan talar hún um Disney mynda áhorf dóttur sinnar.Frozen or Beauty and the Beast? It's a choice of two @Disney classics on movie night with @serenawilliams and Olympia #AusOpenpic.twitter.com/Td5X60khNM — #AusOpen (@AustralianOpen) January 21, 2019Williams dreymir hinsvegar um að slá met Ástralans Margaret Court sem vann 24 risamót frá 1960 til 1973. Hún komst í úrslitaleik Opna bandaríska mótsins í fyrra en tapaði þá óvænt fyrir Naomi Osaka frá Japan. Serena Williams mætir hinni tékknesku Karolína Pliskova í átta manna úrslitum og sigurvegarinn úr þeirri viðureignir keppir við sigurvegarann úr leik Naomi Osaka og Elina Svitolina frá Úkraínu. Í hinum tveimur viðureignum átta manna úrslitanna mætast Petra Kvitová og heimakonan Ashleigh Barty annarsvegar og Anastasia Pavlyuchenkova og Danielle Collins hinsvegar Serena Williams hefur sjö sinnum fagnað sigri á Opna ástralska meistaramótinu síðast árið 2017.The seven-time champion reigns supreme. @serenawilliams knocks out the world No.1 Simona Halep 6-1 4-6 6-4 to reach her 12 h #AusOpen quarterfinal. pic.twitter.com/bqFKeP8u81 — #AusOpen (@AustralianOpen) January 21, 2019
Tennis Mest lesið Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Golf Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Golf Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Körfubolti Skærasta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Fótbolti Getur verið erfitt að kveðja: „Það var aðeins grátið“ Sport Náðu ekki að bjarga lífi nítján ára vonarstjörnu Sport Gæti fengið átta milljarða króna Formúla 1 Yamal tekur óhræddur við tíunni Fótbolti Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Íslenski boltinn Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Körfubolti Fleiri fréttir „Þau sakna vina sinna og finnst erfitt að keppa á móti þeim“ Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Dani og Kínverji leiða á Opna breska Arsenal Tivat í tíu ára bann frá Evrópukeppnum „Kom okkur dálítið á óvart hvernig þeir pressuðu“ Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Messi fékk skell sama kvöld og fréttist af komu „lífvarðarins“ Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Náðu ekki að bjarga lífi nítján ára vonarstjörnu Getur verið erfitt að kveðja: „Það var aðeins grátið“ Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Skærasta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Erlangen staðfestir komu Andra Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Gæti fengið átta milljarða króna Yamal tekur óhræddur við tíunni Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Dagskráin í dag: Golf og snóker og snóker og golf Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Biðin eftir Meistaravöllum styttist um einn dag Bradley Beal til Clippers Eyjakonur gjörsigruðu Gróttu Bellingham í aðgerð á öxl og missir af næstu landsleikjum Arnar Grétarsson tekinn við Fylki Grænt ljós á golfmótið þrátt fyrir gos Ítalía í undanúrslit í fyrsta sinn síðan 1997 Þúsund hjólareiðakappar þeysa um hálendið um helgina Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Sjá meira