Sport

Einn sá besti grét á blaðamannafundi

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Andy Murray á blaðamannfundinum í dag.
Andy Murray á blaðamannfundinum í dag. Getty/Scott Barbour

Breski tennisleikarinn Andy Murray gat ekki haldið aftur af tárunum á blaðamannfundi í morgun. Framundan er opna ástralska meistaramótið en hann sjálfur stendur á miklum tímamótum.

Andy Murray ætlar að vera með á mótinu í Ástralíu sem hefst í næstu viku en óttast það að það gæti verið eitt hans síðasta mót. Hann er einnig búinn að ákveða það að hætta endanlega eftir Wimbledon-mótið í sumar.

Fyrir aðeins tveimur árum var allt í blóma hjá Skotanum og hann á toppnum í heiminum en margt hefur breyst síðan þá.Murray er bara 31 árs gamall og ætti að eiga nóg eftir. Það eru hinsvegar langvinn mjaðmarmeiðsli sem hafa farið illa með hann síðustu árin og það eru fyrst og fremst þau sem þvinga hann til að hætta að spila.

Andy Murray hefur átt frábæran feril og hefur sem dæmi unnið tvö Ólympíugull og þrjú risamót á ferlinum. Hann vann Wimbledon mótið í annað skiptið 2016.

Andy Murray hefur unnið sér inn yfir 61 milljón Bandaríkjadala á ferlinu og aðeins þrír hafa unnið sér inn meiri pening eða þeir  Novak Djokovic (125,8 milljónir dala), Roger Federer (120,5 milljónir dala)  og Rafael Nadal (103,2 milljónir dala).

Murray komst alls í þrjá úrslitaleiki á risamótum árið 2016 auk þess að vinna Ólympíugull í Ríó og hann var efstur á heimslistanum í lok ársins. Eftir langa bið var hann kominn á toppinn en þá fór á síga á ógæfuhliðina.Andy Murray réð ekki við tilfinningarnar á blaðamannafundinum í morgun þegar hann sagði frá raunum sínum og væntanlegum endalokum sínum á tennisvellinum.

„Ég er ekki viss um að ég geti spilað í gegnum sársaukann í fjóra til fimm mánuði til viðbótar. Ég vil ná Wimbledon-mótinu en ég er ekki viss um að það takist hjá mér,“ sagði Andy Murray.„Mér líður ekki vel og ég hef verið í basli í langan tíma. Ég hef verið að glíma við mikinn sársauka undanfarna tuttugu mánuði. Ég hef nánast gert allt sem ég gat til að verða betri í mjöðminni en það hefur ekki hjálpað mikið,“ sagði Murray.

„Ég er á betri stað núna en ég var fyrir sex mánuðum síðan en ég finn enn mikinn sársauka. Ég get enn spilað en ekki af sama krafti og ég gat einu sinni,“ sagði Murray.

Andy Murray íhugar líka að fara í stóra aðgerð sem myndi hjálpa honum að eiga betra líf í framtíðinni.

Tennisheimurinn er byrjaður að senda Andy Murray góða strauma og hlý skilaboð eins og sést hér fyrir neðan.
Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.