Handbolti

Ísmamman fylgir sínum strák hvert sem er og elskar athyglina

Tómas Þór Þórðarson í München skrifar
Elvar Örn er með mömmu sína með sér á mótinu og pabba á bekknum.
Elvar Örn er með mömmu sína með sér á mótinu og pabba á bekknum. vísir/sigurður/tom

Elvar Örn Jónsson þreytti frumraun sína á HM í gærkvöldi þegar að Ísland tapaði fyrir Króatíu, 31-27, á HM 2019 í handbolta

Selfyssingurinn spilaði vel og skoraði fimm mörk, gaf þrjár stoðsendingar og var með sjö löglegar stöðvanir í vörninni en er auðvitað svekktur með tapið.

„Auðvitað er ég svekktur með tapið í gær en ég svekkti mig bara í gær og núna er ég að hugsa um næsta leik sem er á móti Spáni. Við æfum bara í kvöld og leikgreinum þessa Spánverja. Ég hugsa bara um næsta leik,“ segir hann.

Gagga, eins og hún er kölluð, í stuði í gær. vísr/tom

Elvar spilar með Selfossi í Olís-deildinni en hver er svona helsti munurinn á því að spila á móti strákunum heima og svona drekum í króatíska liðinu?

„Þetta eru miklu þyngri og sneggri menn og meiri handboltaheilar. Hraðinn er stóri munurinn og þeir eru bara miklu þyngri. Þetta er allt annað,“ segir hann, en leikstjórnadinn fílaði sig bara vel.

„Mér leið bara vel. Mér fannst ég ná að ráða ágætlega við þetta. Auðvitað gerir maður mistök og allt það en maður reynir bara að laga það fyrir næsta leik,“ segir Elvar.

Ragnhildur Sigurðardóttir, móðir Elvars Arnar, stal senunni í Ólympíuhöllinni í gær þar sem hún mætti klædd í glæsilegan Íslandskjól og var heldur betur í stuði þegar að Vísir tók fólk tali í höllinni.

Klippa: Elvar - Gaman að hafa foreldrana með mér

„Hún eltir mig út um allt og ég met það í botn. Ég fíla að hafa hana og hún fílar athyglina líka. Hún elskar hana,“ segir Elvar léttur, en faðir hans er svo sjúkraþjálfari Selfossliðsins og landsliðsins.

„Þau hafa stutt mig alla mína ævi, pabbi sem sjúkraþjálfari liðsins og mamma að elta sem klappstýra liðsins. Það er bara gaman að hafa þau með mér,“ segir Elvar Örn Jónsson.


Tengdar fréttir

Króatar sterkari á ögurstundu

Frammistaða íslenska karlalandsliðsins í handbolta í fyrsta leik sínum á heimsmeistaramótinu lofaði góðu. Íslenska liðið lék heilt yfir vel í leikum, það voru smáatriði sem réðu því að Króatar höfðu að lokum betur.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.