Handbolti

Ísmamman frá Selfossi og Siggi Sveins í stuði í München | Myndband

Tómas Þór Þórðarson í München. skrifar
Ragnhildur Sigurðardóttir er heldur betur spennt fyrir leiknum enda sonurinn að spila.
Ragnhildur Sigurðardóttir er heldur betur spennt fyrir leiknum enda sonurinn að spila. vísir/tom

Stemningin er heldur betur orðin góð á meðal íslensku stuðningsmannanna í Ólympíuhöllinni í München þar sem að strákarnir okkar mæta Króatíu í fyrsta leik liðanna á HM 2019 klukkan 17.00.

Vísir kíkti upp í Bjórgarðinn í höllinni þar sem að Íslendingarnir hittust fyrir leik og þar var heldur betur stuð og nokkrir foreldrar mættir.

Ragnhildur Sigurðardóttir, móðir Elvars Arnar Jónssonar, bar af í glæsilegum Íslandskjól og hún er heldur betur í stuði. Kristján Arason og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, foreldrar Gísla Þorgeirs eru einnig mætt og þá er Siggi Sveins geggjaður eins og alltaf.

Hér að neðan má sjá stemninguna rétt fyrir leik í myndbandi og myndum.

Siggi Sveins er mættur og þá sé stuð. vísir/tom
Kristján Arason og Þorgerður Katrín Gunnarsdótitr, foreldrar Gísla Þorgeirs Kristjánssonar, eru mætt að fylgjast með sínum strák. vísir/tom
Nokkrar glæsilegar íslenskar drottningar. vísir/tom
Hitinn er mikill í höllinni og því er mikilvægt að vökva sig. vísir/tom

Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.