Fór um Jón Arnór þegar Hlynur skoraði fyrstu körfuna í kveðjuleiknum Anton Ingi Leifsson skrifar 21. febrúar 2019 23:02 Jón Arnór og Hlynur í leikslok. vísir/sigurjón Hlynur Bæringsson og Jón Arnór Stefánsson léku í kvöld sinn síðasta landsleik fyrir Ísland í körfubolta er þeir léku í stórsigri Íslands á Portúgal í Laugardalshöllinni í kvöld. Jón Arnór var að kveðja eftir sinn hundraðasta landsleik en Hlynur eftir sinn 125. Þeir voru glaðir er þeir ræddu við blaðamann í sameiningu í kvöld. „Þetta var mjög gaman. Það var líka gaman að klára þetta með þægilegum sigri,“ sagði Hlynur í leikslok. „Það hefði ekki verið gaman að fara héðan með tapi,“ bætti Hlynur við áður en Jón Arnór greip orðið og sagði: „Og við komumst á töfluna!“ sagði goðsögnin létt í bragði. „Hlynur setti fyrstu körfuna og þá hugsaði ég: Úff, hann er hólpinn og ég er eftir,“ grínaðist Jón áfram en Hlynur sagði að þetta hafi hafist að endingu. „Við náðum báðir að skora og það var gott.“ Jón Arnór var stigahæstur í kvöld og Hlynur frákastahæstur. Þeir brosu til blaðamanns í leikslok eru þeir voru spurðir út í þetta. „Er þetta ekki bara eins og það á að vera?“ sagði Hlynur brosandi en Jón Arnór segir að tilfinningin hafi verið góð í leikslok. „Tilfinningin er góð. Núna er það bara að fara koma sér í sturtu og tala við félaganna og þetta er komið gott. Þetta er búið að vera æðisleg og ólýsanlegt,“ sagði Jón Arnór „Þetta er fyrst og fremst búið að vera skemmtilegt. Mjög gaman,“ bætti Hlynur við. Strákarnir voru sammála um það að tilfinningin fyrir leik hafi verið furðulegri en eftir leik og það hafi verið margt í undirbúningnum sem hafi verið öðruvísi en áður. „Fyrir leik, pottþétt. Þetta var mjög skringilegur undirbúningur. Þetta tók mann út úr rútinu. Maður var hingað og þangað að gera einhverja hluti sem maður er ekki vanur. Þetta var skrýtið fyrir leikinn en núna líður mér vel og er glaður,“ sagði Hlynur. Jón var á sama máli: „Maður braut allar reglur hvað varðar undirbúning. Maður er orðinn ferkantur í undirbúningi og rútínan er heilög þegar maður er að undirbúa sig fyrir leiki.“ „Þetta blessaðist og við náðum sigri sem skipti miklu máli. Og að við kæmust á töfluna. Það var þetta tvennt sem gerði þetta að fullkomnu kvöldi,“ sagði Jón í leikslok. Körfubolti Tengdar fréttir Enginn hefur spilað fleiri landsleiki með Jóni og Hlyn Logi Gunnarsson spilaði ófáa landsleikina með þeim Hlyni Bæringssyni og Jóni Arnóri Stefánssyni. 21. febrúar 2019 12:30 Leik lokið: Ísland - Portúgal 91-67 | Fullkomin kveðjustund í Höllinni Jón Arnór og Hlynur Bæringsson kvöddu landsliðið í kvöld. 21. febrúar 2019 21:45 Mest lesið Boxari lést tveimur vikum eftir að hafa gift sig Sport Frakkar sjokkeraðir vegna hópsins sem kemur til Íslands Fótbolti Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Enski boltinn Hundruð milljóna í bónus en gæti þurft að finna sér nýja vinnu Fótbolti Fyrrverandi leikmaður Man. Utd hlaut fjórtán mánaða dóm Enski boltinn Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ Körfubolti Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Körfubolti Skandall skekur sigursælasta liðið fyrir stærsta kappakstur ársins Sport Klopp snýr aftur á Anfield Enski boltinn Blóðgaði dómara Körfubolti Fleiri fréttir Sylvía snýr aftur með nýliðunum: „Hefur verið nauðsynlegur tími fyrir mig“ Blóðgaði dómara Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Tók við MVP-styttunni og skoraði svo 38 stig Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ EuroBasket aftur í fjórum löndum og Spánn stefnir á áhorfendamet Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt „Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ Lygilegur endurkomusigur Indiana í MSG Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Shaq segist hundrað prósent Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Þruman skellti í lás og tók forystuna Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu „Við máttum ekki gefast upp“ Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Sjá meira
Hlynur Bæringsson og Jón Arnór Stefánsson léku í kvöld sinn síðasta landsleik fyrir Ísland í körfubolta er þeir léku í stórsigri Íslands á Portúgal í Laugardalshöllinni í kvöld. Jón Arnór var að kveðja eftir sinn hundraðasta landsleik en Hlynur eftir sinn 125. Þeir voru glaðir er þeir ræddu við blaðamann í sameiningu í kvöld. „Þetta var mjög gaman. Það var líka gaman að klára þetta með þægilegum sigri,“ sagði Hlynur í leikslok. „Það hefði ekki verið gaman að fara héðan með tapi,“ bætti Hlynur við áður en Jón Arnór greip orðið og sagði: „Og við komumst á töfluna!“ sagði goðsögnin létt í bragði. „Hlynur setti fyrstu körfuna og þá hugsaði ég: Úff, hann er hólpinn og ég er eftir,“ grínaðist Jón áfram en Hlynur sagði að þetta hafi hafist að endingu. „Við náðum báðir að skora og það var gott.“ Jón Arnór var stigahæstur í kvöld og Hlynur frákastahæstur. Þeir brosu til blaðamanns í leikslok eru þeir voru spurðir út í þetta. „Er þetta ekki bara eins og það á að vera?“ sagði Hlynur brosandi en Jón Arnór segir að tilfinningin hafi verið góð í leikslok. „Tilfinningin er góð. Núna er það bara að fara koma sér í sturtu og tala við félaganna og þetta er komið gott. Þetta er búið að vera æðisleg og ólýsanlegt,“ sagði Jón Arnór „Þetta er fyrst og fremst búið að vera skemmtilegt. Mjög gaman,“ bætti Hlynur við. Strákarnir voru sammála um það að tilfinningin fyrir leik hafi verið furðulegri en eftir leik og það hafi verið margt í undirbúningnum sem hafi verið öðruvísi en áður. „Fyrir leik, pottþétt. Þetta var mjög skringilegur undirbúningur. Þetta tók mann út úr rútinu. Maður var hingað og þangað að gera einhverja hluti sem maður er ekki vanur. Þetta var skrýtið fyrir leikinn en núna líður mér vel og er glaður,“ sagði Hlynur. Jón var á sama máli: „Maður braut allar reglur hvað varðar undirbúning. Maður er orðinn ferkantur í undirbúningi og rútínan er heilög þegar maður er að undirbúa sig fyrir leiki.“ „Þetta blessaðist og við náðum sigri sem skipti miklu máli. Og að við kæmust á töfluna. Það var þetta tvennt sem gerði þetta að fullkomnu kvöldi,“ sagði Jón í leikslok.
Körfubolti Tengdar fréttir Enginn hefur spilað fleiri landsleiki með Jóni og Hlyn Logi Gunnarsson spilaði ófáa landsleikina með þeim Hlyni Bæringssyni og Jóni Arnóri Stefánssyni. 21. febrúar 2019 12:30 Leik lokið: Ísland - Portúgal 91-67 | Fullkomin kveðjustund í Höllinni Jón Arnór og Hlynur Bæringsson kvöddu landsliðið í kvöld. 21. febrúar 2019 21:45 Mest lesið Boxari lést tveimur vikum eftir að hafa gift sig Sport Frakkar sjokkeraðir vegna hópsins sem kemur til Íslands Fótbolti Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Enski boltinn Hundruð milljóna í bónus en gæti þurft að finna sér nýja vinnu Fótbolti Fyrrverandi leikmaður Man. Utd hlaut fjórtán mánaða dóm Enski boltinn Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ Körfubolti Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Körfubolti Skandall skekur sigursælasta liðið fyrir stærsta kappakstur ársins Sport Klopp snýr aftur á Anfield Enski boltinn Blóðgaði dómara Körfubolti Fleiri fréttir Sylvía snýr aftur með nýliðunum: „Hefur verið nauðsynlegur tími fyrir mig“ Blóðgaði dómara Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Tók við MVP-styttunni og skoraði svo 38 stig Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ EuroBasket aftur í fjórum löndum og Spánn stefnir á áhorfendamet Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt „Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ Lygilegur endurkomusigur Indiana í MSG Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Shaq segist hundrað prósent Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Þruman skellti í lás og tók forystuna Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu „Við máttum ekki gefast upp“ Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Sjá meira
Enginn hefur spilað fleiri landsleiki með Jóni og Hlyn Logi Gunnarsson spilaði ófáa landsleikina með þeim Hlyni Bæringssyni og Jóni Arnóri Stefánssyni. 21. febrúar 2019 12:30
Leik lokið: Ísland - Portúgal 91-67 | Fullkomin kveðjustund í Höllinni Jón Arnór og Hlynur Bæringsson kvöddu landsliðið í kvöld. 21. febrúar 2019 21:45