Fór um Jón Arnór þegar Hlynur skoraði fyrstu körfuna í kveðjuleiknum Anton Ingi Leifsson skrifar 21. febrúar 2019 23:02 Jón Arnór og Hlynur í leikslok. vísir/sigurjón Hlynur Bæringsson og Jón Arnór Stefánsson léku í kvöld sinn síðasta landsleik fyrir Ísland í körfubolta er þeir léku í stórsigri Íslands á Portúgal í Laugardalshöllinni í kvöld. Jón Arnór var að kveðja eftir sinn hundraðasta landsleik en Hlynur eftir sinn 125. Þeir voru glaðir er þeir ræddu við blaðamann í sameiningu í kvöld. „Þetta var mjög gaman. Það var líka gaman að klára þetta með þægilegum sigri,“ sagði Hlynur í leikslok. „Það hefði ekki verið gaman að fara héðan með tapi,“ bætti Hlynur við áður en Jón Arnór greip orðið og sagði: „Og við komumst á töfluna!“ sagði goðsögnin létt í bragði. „Hlynur setti fyrstu körfuna og þá hugsaði ég: Úff, hann er hólpinn og ég er eftir,“ grínaðist Jón áfram en Hlynur sagði að þetta hafi hafist að endingu. „Við náðum báðir að skora og það var gott.“ Jón Arnór var stigahæstur í kvöld og Hlynur frákastahæstur. Þeir brosu til blaðamanns í leikslok eru þeir voru spurðir út í þetta. „Er þetta ekki bara eins og það á að vera?“ sagði Hlynur brosandi en Jón Arnór segir að tilfinningin hafi verið góð í leikslok. „Tilfinningin er góð. Núna er það bara að fara koma sér í sturtu og tala við félaganna og þetta er komið gott. Þetta er búið að vera æðisleg og ólýsanlegt,“ sagði Jón Arnór „Þetta er fyrst og fremst búið að vera skemmtilegt. Mjög gaman,“ bætti Hlynur við. Strákarnir voru sammála um það að tilfinningin fyrir leik hafi verið furðulegri en eftir leik og það hafi verið margt í undirbúningnum sem hafi verið öðruvísi en áður. „Fyrir leik, pottþétt. Þetta var mjög skringilegur undirbúningur. Þetta tók mann út úr rútinu. Maður var hingað og þangað að gera einhverja hluti sem maður er ekki vanur. Þetta var skrýtið fyrir leikinn en núna líður mér vel og er glaður,“ sagði Hlynur. Jón var á sama máli: „Maður braut allar reglur hvað varðar undirbúning. Maður er orðinn ferkantur í undirbúningi og rútínan er heilög þegar maður er að undirbúa sig fyrir leiki.“ „Þetta blessaðist og við náðum sigri sem skipti miklu máli. Og að við kæmust á töfluna. Það var þetta tvennt sem gerði þetta að fullkomnu kvöldi,“ sagði Jón í leikslok. Körfubolti Tengdar fréttir Enginn hefur spilað fleiri landsleiki með Jóni og Hlyn Logi Gunnarsson spilaði ófáa landsleikina með þeim Hlyni Bæringssyni og Jóni Arnóri Stefánssyni. 21. febrúar 2019 12:30 Leik lokið: Ísland - Portúgal 91-67 | Fullkomin kveðjustund í Höllinni Jón Arnór og Hlynur Bæringsson kvöddu landsliðið í kvöld. 21. febrúar 2019 21:45 Mest lesið Skoðar sín mál eftir að stuðningsmenn kveiktu í vellinum Fótbolti Sjáðu mark Andra í leik sem gerði þjálfara hans æfan Enski boltinn „Ég er 43 ára og fyrsta manneskjan sem ég hringi í á morgnana er mamma“ Fótbolti „Hún flutti út í eina nótt en svo var hún bara komin aftur“ Handbolti Losa sig við goðsögn: „Var að frétta að ég verð sendur heim“ Körfubolti Viktor Bjarki heldur áfram að slá í gegn Fótbolti Liverpool með léttasta jólamánuðinn í ensku deildinni Enski boltinn Nýja treyjan sem fylgja á Íslandi inn á næsta stórmót Fótbolti Skotspónn eftir skelfilegt víti: „Verða að byggja stærri leikvang“ Fótbolti Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Njarðvík - Stjarnan | Reyna að endurheimta toppsætið Böngsum mun rigna á Króknum á föstudaginn Losa sig við goðsögn: „Var að frétta að ég verð sendur heim“ Keishana: Allir sigrar eru yfirlýsing KR með yfirburði í nýliðaslag og Haukar rétt sluppu á Króknum Uppgjör: Valur - Keflavík 92-95 | Keflavík vann toppslaginn á Hlíðarenda Valur fær manninn sem tryggði Tindastóli titilinn á Hlíðarenda Litli bróðir Stephen Curry til Golden State „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Ítalir hleyptu D-riðlinum upp í loft Uppgjörið: Ísland - Bretland 84-90 | Þungt tap í Höllinni „Verðum að mæta tilbúnir“ Smellti kossi á mömmu sína sem birtist óvænt fyrir leik Doncic skoraði 35 stig gegn Dallas „Eini hópurinn sem hjálpaði mér að vera ég sjálfur“ Uppgjörið: Grindavík-Keflavík 95-103 | Keflavíkurkonur sýndu styrk sinn í Grindavík Stólarnir með annan sigurinn í röð Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Litáar unnu Breta á flautukörfu Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Reyna að leika eftir frækinn sigur: „Gefur okkur trú á verkefninu“ „Er þetta ekki eins og Gummi Ben að lýsa fótboltanum?“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 80-102| Íslandsmeistararnir pökkuðu efsta sætinu KR-konur voru næstum því búnar að kasta frá sér sigrinum Valskonur á mikilli siglingu Emil þurfi að líta inn á við og vinna aftur trú leikmanna „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Settu vafasamt met fyrir tveimur árum en eru núna heitasta liðið í NBA Álftnesingar fá reynslumikinn landsliðsmann frá Georgíu Sjá meira
Hlynur Bæringsson og Jón Arnór Stefánsson léku í kvöld sinn síðasta landsleik fyrir Ísland í körfubolta er þeir léku í stórsigri Íslands á Portúgal í Laugardalshöllinni í kvöld. Jón Arnór var að kveðja eftir sinn hundraðasta landsleik en Hlynur eftir sinn 125. Þeir voru glaðir er þeir ræddu við blaðamann í sameiningu í kvöld. „Þetta var mjög gaman. Það var líka gaman að klára þetta með þægilegum sigri,“ sagði Hlynur í leikslok. „Það hefði ekki verið gaman að fara héðan með tapi,“ bætti Hlynur við áður en Jón Arnór greip orðið og sagði: „Og við komumst á töfluna!“ sagði goðsögnin létt í bragði. „Hlynur setti fyrstu körfuna og þá hugsaði ég: Úff, hann er hólpinn og ég er eftir,“ grínaðist Jón áfram en Hlynur sagði að þetta hafi hafist að endingu. „Við náðum báðir að skora og það var gott.“ Jón Arnór var stigahæstur í kvöld og Hlynur frákastahæstur. Þeir brosu til blaðamanns í leikslok eru þeir voru spurðir út í þetta. „Er þetta ekki bara eins og það á að vera?“ sagði Hlynur brosandi en Jón Arnór segir að tilfinningin hafi verið góð í leikslok. „Tilfinningin er góð. Núna er það bara að fara koma sér í sturtu og tala við félaganna og þetta er komið gott. Þetta er búið að vera æðisleg og ólýsanlegt,“ sagði Jón Arnór „Þetta er fyrst og fremst búið að vera skemmtilegt. Mjög gaman,“ bætti Hlynur við. Strákarnir voru sammála um það að tilfinningin fyrir leik hafi verið furðulegri en eftir leik og það hafi verið margt í undirbúningnum sem hafi verið öðruvísi en áður. „Fyrir leik, pottþétt. Þetta var mjög skringilegur undirbúningur. Þetta tók mann út úr rútinu. Maður var hingað og þangað að gera einhverja hluti sem maður er ekki vanur. Þetta var skrýtið fyrir leikinn en núna líður mér vel og er glaður,“ sagði Hlynur. Jón var á sama máli: „Maður braut allar reglur hvað varðar undirbúning. Maður er orðinn ferkantur í undirbúningi og rútínan er heilög þegar maður er að undirbúa sig fyrir leiki.“ „Þetta blessaðist og við náðum sigri sem skipti miklu máli. Og að við kæmust á töfluna. Það var þetta tvennt sem gerði þetta að fullkomnu kvöldi,“ sagði Jón í leikslok.
Körfubolti Tengdar fréttir Enginn hefur spilað fleiri landsleiki með Jóni og Hlyn Logi Gunnarsson spilaði ófáa landsleikina með þeim Hlyni Bæringssyni og Jóni Arnóri Stefánssyni. 21. febrúar 2019 12:30 Leik lokið: Ísland - Portúgal 91-67 | Fullkomin kveðjustund í Höllinni Jón Arnór og Hlynur Bæringsson kvöddu landsliðið í kvöld. 21. febrúar 2019 21:45 Mest lesið Skoðar sín mál eftir að stuðningsmenn kveiktu í vellinum Fótbolti Sjáðu mark Andra í leik sem gerði þjálfara hans æfan Enski boltinn „Ég er 43 ára og fyrsta manneskjan sem ég hringi í á morgnana er mamma“ Fótbolti „Hún flutti út í eina nótt en svo var hún bara komin aftur“ Handbolti Losa sig við goðsögn: „Var að frétta að ég verð sendur heim“ Körfubolti Viktor Bjarki heldur áfram að slá í gegn Fótbolti Liverpool með léttasta jólamánuðinn í ensku deildinni Enski boltinn Nýja treyjan sem fylgja á Íslandi inn á næsta stórmót Fótbolti Skotspónn eftir skelfilegt víti: „Verða að byggja stærri leikvang“ Fótbolti Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Njarðvík - Stjarnan | Reyna að endurheimta toppsætið Böngsum mun rigna á Króknum á föstudaginn Losa sig við goðsögn: „Var að frétta að ég verð sendur heim“ Keishana: Allir sigrar eru yfirlýsing KR með yfirburði í nýliðaslag og Haukar rétt sluppu á Króknum Uppgjör: Valur - Keflavík 92-95 | Keflavík vann toppslaginn á Hlíðarenda Valur fær manninn sem tryggði Tindastóli titilinn á Hlíðarenda Litli bróðir Stephen Curry til Golden State „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Ítalir hleyptu D-riðlinum upp í loft Uppgjörið: Ísland - Bretland 84-90 | Þungt tap í Höllinni „Verðum að mæta tilbúnir“ Smellti kossi á mömmu sína sem birtist óvænt fyrir leik Doncic skoraði 35 stig gegn Dallas „Eini hópurinn sem hjálpaði mér að vera ég sjálfur“ Uppgjörið: Grindavík-Keflavík 95-103 | Keflavíkurkonur sýndu styrk sinn í Grindavík Stólarnir með annan sigurinn í röð Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Litáar unnu Breta á flautukörfu Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Reyna að leika eftir frækinn sigur: „Gefur okkur trú á verkefninu“ „Er þetta ekki eins og Gummi Ben að lýsa fótboltanum?“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 80-102| Íslandsmeistararnir pökkuðu efsta sætinu KR-konur voru næstum því búnar að kasta frá sér sigrinum Valskonur á mikilli siglingu Emil þurfi að líta inn á við og vinna aftur trú leikmanna „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Settu vafasamt met fyrir tveimur árum en eru núna heitasta liðið í NBA Álftnesingar fá reynslumikinn landsliðsmann frá Georgíu Sjá meira
Enginn hefur spilað fleiri landsleiki með Jóni og Hlyn Logi Gunnarsson spilaði ófáa landsleikina með þeim Hlyni Bæringssyni og Jóni Arnóri Stefánssyni. 21. febrúar 2019 12:30
Leik lokið: Ísland - Portúgal 91-67 | Fullkomin kveðjustund í Höllinni Jón Arnór og Hlynur Bæringsson kvöddu landsliðið í kvöld. 21. febrúar 2019 21:45