Læknaritari – heilbrigðisgagnafræðingur Hólmfríður Einarsdóttir skrifar 8. ágúst 2019 08:15 Reglugerð heilbrigðisráðherra um að starfsheitið læknaritari breytist í heilbrigðisgagnafræðingur liggur nú fyrir. Í framhaldinu mun nafni Félags íslenskra læknaritara verða breytt í Félag heilbrigðisgagnafræðinga. Nám læknaritara mun flytjast til Háskóla Íslands frá heilbrigðisbraut FÁ. Nýtt nám í heilbrigðisgagnafræði hefst nú í haust (2019) við HÍ. Nýja námið er fagháskólanám og er skipulögð námsleið innan Læknadeildar HÍ. Námið er 90ECTS eininga fræðilegt og starfstengt nám sem veitir réttindi til að starfa sem heilbrigðisgagnafæðingur. Námið skilar diplómagráðu og þeir sem ljúka því geta sótt um starfsleyfi til Embættis landlæknis til að kalla sig heilbrigðisgagnafræðinga og starfa sem slíkir. Læknaritarar hafa verið sérstök heilbrigðisstétt frá 1970, þegar félag þeirra var stofnað. Fyrir þann tíma handskrifuðu læknar sjálfir sjúkraskrár og utanumhald um sjúkraskrár var almennt mjög lítið. Læknaritarar fengu löggildingu á starfsheiti sínu árið 1986. Í framhaldi af því var nám í læknaritun sett á laggirnar við Fjölbrautaskólann við Ármúla. Námið var skipulagt sem 2 ára bóklegt nám og 4 mánaða starfsnám að loknu stúdentsprófi. Námið var þó alltaf á „gráu svæði“ þegar það var staðsett í fjölbrautaskóla. Aðsókn að gamla náminu hefur ekki verið nægilega mikil til að svara þörfum heilbrigðiskerfisins. Á undanförnum árum hafa störf læknaritara tekið miklum breytingum og þörf á nýju námi aukist verulega. Því hefur það lengi verið baráttumál læknaritara að efla námið og koma því á eðlilegan stað í skólakerfinu. Nú er orðinn verulegur skortur á hæfu fólki með fagmenntun til þessara starfa og nýja námið er mikið fagnaðarefni.Hvað gerir heilbrigðisgagnafræðingur? Heilbrigðisgagnafræðingur hefur sérþekkingu á meðhöndlun heilbrigðisgagna, gæðastöðlum, skilvirkni skráningar og lagaumhverfi heilbrigðisþjónustunnar. Hann hefur jafnframt haldgóða þekkingu á heilbrigðiskerfinu og innviðum þess. Heilbrigðisgagnafræðingur starfar sjálfstætt í samræmi við gildandi lög og reglugerðir um meðhöndlun heilbrigðis- og persónuupplýsinga og þarf að fylgjast vel með nýjungum og framþróun á starfsviði sínu. Heilbrigðisgagnafræðingur gegnir lykilhlutverki varðandi heildstætt utanumhald heilbrigðisupplýsinga og sér til þess að öryggi og aðgengi að þeim sé tryggt. Hann stýrir og sinnir gæðaeftirliti sem miðar að því að tryggja áreiðanleika gagna og ber ábyrgð á móttöku heilbrigðisupplýsinga, skipulagningu skráninga, kóðun, úrvinnslu og vistun sem og miðlun upplýsinga. Hann tekur þátt í stefnumótun varðandi þróun rafrænnar sjúkraskrár. Hann er tengiliður á milli sjúklinga, fagstétta og annarra hagaðila. Hann skipuleggur og sinnir kennslu og þjálfun annarra heilbrigðisstétta í notkun rafrænnar sjúkraskrár. Heilbrigðisgagnafræðingur vinnur náið með öðrum heilbrigðisstéttum. Starfsvettvangur heilbrigðisgagnafræðinga er einkum á heilbrigðisstofnunum, opinberum sem og í einkarekstri. Skráningu í nýtt nám í heilbrigðisgagnafræði við HÍ er nú lokið fyrir fyrstu önnina. Mjög góð aðsókn var að náminu og nokkuð yfir 100 nemendur sóttu um inngöngu. Góðir atvinnumöguleikar eru fyrir heilbrigðisgagnafræðinga þar sem lítil endurnýjun hefur verið í stéttinni síðustu árin og þörfin fyrir hæfan starfskraft er mikil. Þeim sem vilja fræðast um námið er bent á vef HÍ, https://www.hi.is/heilbrigdisgagnafraedi Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Mest lesið Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson Skoðun Okkar lágkúrulega illska Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir Skoðun Ótryggt aðgengi á Veðurstofureit Friðjón R. Friðjónsson Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ótryggt aðgengi á Veðurstofureit Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Sjá meira
Reglugerð heilbrigðisráðherra um að starfsheitið læknaritari breytist í heilbrigðisgagnafræðingur liggur nú fyrir. Í framhaldinu mun nafni Félags íslenskra læknaritara verða breytt í Félag heilbrigðisgagnafræðinga. Nám læknaritara mun flytjast til Háskóla Íslands frá heilbrigðisbraut FÁ. Nýtt nám í heilbrigðisgagnafræði hefst nú í haust (2019) við HÍ. Nýja námið er fagháskólanám og er skipulögð námsleið innan Læknadeildar HÍ. Námið er 90ECTS eininga fræðilegt og starfstengt nám sem veitir réttindi til að starfa sem heilbrigðisgagnafæðingur. Námið skilar diplómagráðu og þeir sem ljúka því geta sótt um starfsleyfi til Embættis landlæknis til að kalla sig heilbrigðisgagnafræðinga og starfa sem slíkir. Læknaritarar hafa verið sérstök heilbrigðisstétt frá 1970, þegar félag þeirra var stofnað. Fyrir þann tíma handskrifuðu læknar sjálfir sjúkraskrár og utanumhald um sjúkraskrár var almennt mjög lítið. Læknaritarar fengu löggildingu á starfsheiti sínu árið 1986. Í framhaldi af því var nám í læknaritun sett á laggirnar við Fjölbrautaskólann við Ármúla. Námið var skipulagt sem 2 ára bóklegt nám og 4 mánaða starfsnám að loknu stúdentsprófi. Námið var þó alltaf á „gráu svæði“ þegar það var staðsett í fjölbrautaskóla. Aðsókn að gamla náminu hefur ekki verið nægilega mikil til að svara þörfum heilbrigðiskerfisins. Á undanförnum árum hafa störf læknaritara tekið miklum breytingum og þörf á nýju námi aukist verulega. Því hefur það lengi verið baráttumál læknaritara að efla námið og koma því á eðlilegan stað í skólakerfinu. Nú er orðinn verulegur skortur á hæfu fólki með fagmenntun til þessara starfa og nýja námið er mikið fagnaðarefni.Hvað gerir heilbrigðisgagnafræðingur? Heilbrigðisgagnafræðingur hefur sérþekkingu á meðhöndlun heilbrigðisgagna, gæðastöðlum, skilvirkni skráningar og lagaumhverfi heilbrigðisþjónustunnar. Hann hefur jafnframt haldgóða þekkingu á heilbrigðiskerfinu og innviðum þess. Heilbrigðisgagnafræðingur starfar sjálfstætt í samræmi við gildandi lög og reglugerðir um meðhöndlun heilbrigðis- og persónuupplýsinga og þarf að fylgjast vel með nýjungum og framþróun á starfsviði sínu. Heilbrigðisgagnafræðingur gegnir lykilhlutverki varðandi heildstætt utanumhald heilbrigðisupplýsinga og sér til þess að öryggi og aðgengi að þeim sé tryggt. Hann stýrir og sinnir gæðaeftirliti sem miðar að því að tryggja áreiðanleika gagna og ber ábyrgð á móttöku heilbrigðisupplýsinga, skipulagningu skráninga, kóðun, úrvinnslu og vistun sem og miðlun upplýsinga. Hann tekur þátt í stefnumótun varðandi þróun rafrænnar sjúkraskrár. Hann er tengiliður á milli sjúklinga, fagstétta og annarra hagaðila. Hann skipuleggur og sinnir kennslu og þjálfun annarra heilbrigðisstétta í notkun rafrænnar sjúkraskrár. Heilbrigðisgagnafræðingur vinnur náið með öðrum heilbrigðisstéttum. Starfsvettvangur heilbrigðisgagnafræðinga er einkum á heilbrigðisstofnunum, opinberum sem og í einkarekstri. Skráningu í nýtt nám í heilbrigðisgagnafræði við HÍ er nú lokið fyrir fyrstu önnina. Mjög góð aðsókn var að náminu og nokkuð yfir 100 nemendur sóttu um inngöngu. Góðir atvinnumöguleikar eru fyrir heilbrigðisgagnafræðinga þar sem lítil endurnýjun hefur verið í stéttinni síðustu árin og þörfin fyrir hæfan starfskraft er mikil. Þeim sem vilja fræðast um námið er bent á vef HÍ, https://www.hi.is/heilbrigdisgagnafraedi
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar