Bréf til Kára Aríel Pétursson skrifar 5. júní 2023 22:31 Sæll Kári Stefánsson og takk kærlega fyrir þitt hressilega innlegg í hátíðarhöld Sjómannadagsins. Þú hefur löngum haft lag á því að taka til máls með þeim hætti að fólk leggi við hlustir. Þess vegna var ádrepan þín í Grindavík ekki bara skemmtileg heldur góð brýning. Þú eggjaðir okkur sjómenn til dáða og hvattir okkur til þess að fara í fylkingarbrjósti byltingar gegn mögulegri spillingu í sjávarútveginum. Og bættir því reyndar við að ef við ekki þyrðum yrðu það örlög okkar að falla í gleymskunnar dá vegna aumingjaskapar. Ég sting ekki niður penna til þess að taka undir allt sem þú lést flakka. Samt sumt. Ég er hins vegar langt í frá sammála þér um að það sé samasemmerki á milli íslensks sjávarútvegs sem atvinnugreinar og sjómennsku. Vel kann að vera að ímynd sjómannsins líði að einhverju leyti fyrir allt það karp sem á sér stað um sjávarútveginn í heild sinni, útgerðina, veiðarnar, vinnsluna, verðmætaskiptinguna, gagnsæi í verðlagningu sjávarfangsins, auðlindargjaldið, kvótakerfið, Hafróráðgjöfina, strandveiðarnar og allt annað sem við jögumst um. Ég leyfi mér samt að trúa því að sjómennirnir sjálfir standi utan við þessa endalausu orrahríð umræðunnar. Það er þess vegna að mínu viti ekki rétt hjá þér að sjómenn séu að hrapa niður virðingarstigann í samfélaginu vegna orðspors útgerðarinnar. Og það er sem betur fer heldur ekki rétt hjá þér að útgerðin hafi einsleita mynd í huga þjóðarinnar. Þar er eflaust misjafn sauður í mörgu fé eins og víðast annars staðar en þegar grannt er skoðað er ég viss um að flestir geti verið sammála um að íslenskur sjávarútvegur sé að standa sig afskaplega vel í þeirri hörðu alþjóðlegu samkeppni sem hann tekur þátt í alla daga ársins. Það er þess vegna ekki hlutverk sjómanna að blása til byltingar. Allt annað mál er hvort þjóðin telji ástæðu til þess að krefjast einhverra breytinga. Mín skoðun er reyndar sú að við höfum byggt upp afar vandað sjálfbært fiskveiðistjórnunarkerfi enda þótt gott geti lengi batnað. Vel kann að vera að það sé rétt sem haldið hefur verið fram að það muni aldrei skapast fullkomin sátt í samfélaginu um fyrirkomulag fiskveiðanna og gjaldtöku af auðlindinni. Vonandi hafa samt þær raddir álíka rangt fyrir sér og þín þegar þú fullyrðir að vegna vesaldóms verði sjómanna yfir höfuð ekki minnst þegar fram líða stundir. Með kærri kveðju, Höfundur er formaður Sjómannadagsráðs höfuðborgarsvæðisins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sjómannadagurinn Sjávarútvegur Mest lesið Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson Skoðun Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason Skoðun Skoðun Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason skrifar Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta í nýju landslagi Ólína Laxdal skrifar Skoðun Sköpum öflugt, hafsækið atvinnulíf á viðskiptalegum forsendum! Gunnar Tryggvason skrifar Skoðun Hefurðu heyrt söguna? Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Teygjum okkur aðeins lengra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Spilakassar í skjóli mannúðar og björgunar Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Traustur grunnur, ný tækifæri Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar áfengið rænir jólunum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson skrifar Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Pípararnir okkar - Fagstéttin, metfjöldi, átakið, stuðningur Snæbjörn R. Rafnsson skrifar Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Ég ákalla! Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic skrifar Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Sjá meira
Sæll Kári Stefánsson og takk kærlega fyrir þitt hressilega innlegg í hátíðarhöld Sjómannadagsins. Þú hefur löngum haft lag á því að taka til máls með þeim hætti að fólk leggi við hlustir. Þess vegna var ádrepan þín í Grindavík ekki bara skemmtileg heldur góð brýning. Þú eggjaðir okkur sjómenn til dáða og hvattir okkur til þess að fara í fylkingarbrjósti byltingar gegn mögulegri spillingu í sjávarútveginum. Og bættir því reyndar við að ef við ekki þyrðum yrðu það örlög okkar að falla í gleymskunnar dá vegna aumingjaskapar. Ég sting ekki niður penna til þess að taka undir allt sem þú lést flakka. Samt sumt. Ég er hins vegar langt í frá sammála þér um að það sé samasemmerki á milli íslensks sjávarútvegs sem atvinnugreinar og sjómennsku. Vel kann að vera að ímynd sjómannsins líði að einhverju leyti fyrir allt það karp sem á sér stað um sjávarútveginn í heild sinni, útgerðina, veiðarnar, vinnsluna, verðmætaskiptinguna, gagnsæi í verðlagningu sjávarfangsins, auðlindargjaldið, kvótakerfið, Hafróráðgjöfina, strandveiðarnar og allt annað sem við jögumst um. Ég leyfi mér samt að trúa því að sjómennirnir sjálfir standi utan við þessa endalausu orrahríð umræðunnar. Það er þess vegna að mínu viti ekki rétt hjá þér að sjómenn séu að hrapa niður virðingarstigann í samfélaginu vegna orðspors útgerðarinnar. Og það er sem betur fer heldur ekki rétt hjá þér að útgerðin hafi einsleita mynd í huga þjóðarinnar. Þar er eflaust misjafn sauður í mörgu fé eins og víðast annars staðar en þegar grannt er skoðað er ég viss um að flestir geti verið sammála um að íslenskur sjávarútvegur sé að standa sig afskaplega vel í þeirri hörðu alþjóðlegu samkeppni sem hann tekur þátt í alla daga ársins. Það er þess vegna ekki hlutverk sjómanna að blása til byltingar. Allt annað mál er hvort þjóðin telji ástæðu til þess að krefjast einhverra breytinga. Mín skoðun er reyndar sú að við höfum byggt upp afar vandað sjálfbært fiskveiðistjórnunarkerfi enda þótt gott geti lengi batnað. Vel kann að vera að það sé rétt sem haldið hefur verið fram að það muni aldrei skapast fullkomin sátt í samfélaginu um fyrirkomulag fiskveiðanna og gjaldtöku af auðlindinni. Vonandi hafa samt þær raddir álíka rangt fyrir sér og þín þegar þú fullyrðir að vegna vesaldóms verði sjómanna yfir höfuð ekki minnst þegar fram líða stundir. Með kærri kveðju, Höfundur er formaður Sjómannadagsráðs höfuðborgarsvæðisins.
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun
Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar
Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun