Læknaritari – heilbrigðisgagnafræðingur Hólmfríður Einarsdóttir skrifar 8. ágúst 2019 08:15 Reglugerð heilbrigðisráðherra um að starfsheitið læknaritari breytist í heilbrigðisgagnafræðingur liggur nú fyrir. Í framhaldinu mun nafni Félags íslenskra læknaritara verða breytt í Félag heilbrigðisgagnafræðinga. Nám læknaritara mun flytjast til Háskóla Íslands frá heilbrigðisbraut FÁ. Nýtt nám í heilbrigðisgagnafræði hefst nú í haust (2019) við HÍ. Nýja námið er fagháskólanám og er skipulögð námsleið innan Læknadeildar HÍ. Námið er 90ECTS eininga fræðilegt og starfstengt nám sem veitir réttindi til að starfa sem heilbrigðisgagnafæðingur. Námið skilar diplómagráðu og þeir sem ljúka því geta sótt um starfsleyfi til Embættis landlæknis til að kalla sig heilbrigðisgagnafræðinga og starfa sem slíkir. Læknaritarar hafa verið sérstök heilbrigðisstétt frá 1970, þegar félag þeirra var stofnað. Fyrir þann tíma handskrifuðu læknar sjálfir sjúkraskrár og utanumhald um sjúkraskrár var almennt mjög lítið. Læknaritarar fengu löggildingu á starfsheiti sínu árið 1986. Í framhaldi af því var nám í læknaritun sett á laggirnar við Fjölbrautaskólann við Ármúla. Námið var skipulagt sem 2 ára bóklegt nám og 4 mánaða starfsnám að loknu stúdentsprófi. Námið var þó alltaf á „gráu svæði“ þegar það var staðsett í fjölbrautaskóla. Aðsókn að gamla náminu hefur ekki verið nægilega mikil til að svara þörfum heilbrigðiskerfisins. Á undanförnum árum hafa störf læknaritara tekið miklum breytingum og þörf á nýju námi aukist verulega. Því hefur það lengi verið baráttumál læknaritara að efla námið og koma því á eðlilegan stað í skólakerfinu. Nú er orðinn verulegur skortur á hæfu fólki með fagmenntun til þessara starfa og nýja námið er mikið fagnaðarefni.Hvað gerir heilbrigðisgagnafræðingur? Heilbrigðisgagnafræðingur hefur sérþekkingu á meðhöndlun heilbrigðisgagna, gæðastöðlum, skilvirkni skráningar og lagaumhverfi heilbrigðisþjónustunnar. Hann hefur jafnframt haldgóða þekkingu á heilbrigðiskerfinu og innviðum þess. Heilbrigðisgagnafræðingur starfar sjálfstætt í samræmi við gildandi lög og reglugerðir um meðhöndlun heilbrigðis- og persónuupplýsinga og þarf að fylgjast vel með nýjungum og framþróun á starfsviði sínu. Heilbrigðisgagnafræðingur gegnir lykilhlutverki varðandi heildstætt utanumhald heilbrigðisupplýsinga og sér til þess að öryggi og aðgengi að þeim sé tryggt. Hann stýrir og sinnir gæðaeftirliti sem miðar að því að tryggja áreiðanleika gagna og ber ábyrgð á móttöku heilbrigðisupplýsinga, skipulagningu skráninga, kóðun, úrvinnslu og vistun sem og miðlun upplýsinga. Hann tekur þátt í stefnumótun varðandi þróun rafrænnar sjúkraskrár. Hann er tengiliður á milli sjúklinga, fagstétta og annarra hagaðila. Hann skipuleggur og sinnir kennslu og þjálfun annarra heilbrigðisstétta í notkun rafrænnar sjúkraskrár. Heilbrigðisgagnafræðingur vinnur náið með öðrum heilbrigðisstéttum. Starfsvettvangur heilbrigðisgagnafræðinga er einkum á heilbrigðisstofnunum, opinberum sem og í einkarekstri. Skráningu í nýtt nám í heilbrigðisgagnafræði við HÍ er nú lokið fyrir fyrstu önnina. Mjög góð aðsókn var að náminu og nokkuð yfir 100 nemendur sóttu um inngöngu. Góðir atvinnumöguleikar eru fyrir heilbrigðisgagnafræðinga þar sem lítil endurnýjun hefur verið í stéttinni síðustu árin og þörfin fyrir hæfan starfskraft er mikil. Þeim sem vilja fræðast um námið er bent á vef HÍ, https://www.hi.is/heilbrigdisgagnafraedi Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Mest lesið Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Olafsdóttir Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmar Heiðdal Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Ég neita að trúa... Guðlaug Kristjánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Olafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmar Heiðdal skrifar Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Sjá meira
Reglugerð heilbrigðisráðherra um að starfsheitið læknaritari breytist í heilbrigðisgagnafræðingur liggur nú fyrir. Í framhaldinu mun nafni Félags íslenskra læknaritara verða breytt í Félag heilbrigðisgagnafræðinga. Nám læknaritara mun flytjast til Háskóla Íslands frá heilbrigðisbraut FÁ. Nýtt nám í heilbrigðisgagnafræði hefst nú í haust (2019) við HÍ. Nýja námið er fagháskólanám og er skipulögð námsleið innan Læknadeildar HÍ. Námið er 90ECTS eininga fræðilegt og starfstengt nám sem veitir réttindi til að starfa sem heilbrigðisgagnafæðingur. Námið skilar diplómagráðu og þeir sem ljúka því geta sótt um starfsleyfi til Embættis landlæknis til að kalla sig heilbrigðisgagnafræðinga og starfa sem slíkir. Læknaritarar hafa verið sérstök heilbrigðisstétt frá 1970, þegar félag þeirra var stofnað. Fyrir þann tíma handskrifuðu læknar sjálfir sjúkraskrár og utanumhald um sjúkraskrár var almennt mjög lítið. Læknaritarar fengu löggildingu á starfsheiti sínu árið 1986. Í framhaldi af því var nám í læknaritun sett á laggirnar við Fjölbrautaskólann við Ármúla. Námið var skipulagt sem 2 ára bóklegt nám og 4 mánaða starfsnám að loknu stúdentsprófi. Námið var þó alltaf á „gráu svæði“ þegar það var staðsett í fjölbrautaskóla. Aðsókn að gamla náminu hefur ekki verið nægilega mikil til að svara þörfum heilbrigðiskerfisins. Á undanförnum árum hafa störf læknaritara tekið miklum breytingum og þörf á nýju námi aukist verulega. Því hefur það lengi verið baráttumál læknaritara að efla námið og koma því á eðlilegan stað í skólakerfinu. Nú er orðinn verulegur skortur á hæfu fólki með fagmenntun til þessara starfa og nýja námið er mikið fagnaðarefni.Hvað gerir heilbrigðisgagnafræðingur? Heilbrigðisgagnafræðingur hefur sérþekkingu á meðhöndlun heilbrigðisgagna, gæðastöðlum, skilvirkni skráningar og lagaumhverfi heilbrigðisþjónustunnar. Hann hefur jafnframt haldgóða þekkingu á heilbrigðiskerfinu og innviðum þess. Heilbrigðisgagnafræðingur starfar sjálfstætt í samræmi við gildandi lög og reglugerðir um meðhöndlun heilbrigðis- og persónuupplýsinga og þarf að fylgjast vel með nýjungum og framþróun á starfsviði sínu. Heilbrigðisgagnafræðingur gegnir lykilhlutverki varðandi heildstætt utanumhald heilbrigðisupplýsinga og sér til þess að öryggi og aðgengi að þeim sé tryggt. Hann stýrir og sinnir gæðaeftirliti sem miðar að því að tryggja áreiðanleika gagna og ber ábyrgð á móttöku heilbrigðisupplýsinga, skipulagningu skráninga, kóðun, úrvinnslu og vistun sem og miðlun upplýsinga. Hann tekur þátt í stefnumótun varðandi þróun rafrænnar sjúkraskrár. Hann er tengiliður á milli sjúklinga, fagstétta og annarra hagaðila. Hann skipuleggur og sinnir kennslu og þjálfun annarra heilbrigðisstétta í notkun rafrænnar sjúkraskrár. Heilbrigðisgagnafræðingur vinnur náið með öðrum heilbrigðisstéttum. Starfsvettvangur heilbrigðisgagnafræðinga er einkum á heilbrigðisstofnunum, opinberum sem og í einkarekstri. Skráningu í nýtt nám í heilbrigðisgagnafræði við HÍ er nú lokið fyrir fyrstu önnina. Mjög góð aðsókn var að náminu og nokkuð yfir 100 nemendur sóttu um inngöngu. Góðir atvinnumöguleikar eru fyrir heilbrigðisgagnafræðinga þar sem lítil endurnýjun hefur verið í stéttinni síðustu árin og þörfin fyrir hæfan starfskraft er mikil. Þeim sem vilja fræðast um námið er bent á vef HÍ, https://www.hi.is/heilbrigdisgagnafraedi
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar