Kynslóðin sem neitar að hætta að djamma Rebekka Karlsdóttir skrifar 28. júní 2019 16:00 Þegar kynslóðirnar á undan okkur horfðu til framtíðar sáu þau fyrir sér langt líf með fjölskyldu sinni, börnum, barnabörnum og barnabarnabörnum. Þau sáu fyrir sér framtíð barna sinna á sama hátt og þeirra eigin, nema betri - meiri lífsgæði og betra samfélag. Þegar ég horfi fram á veginn, verandi 22 ára háskólanemi, hef ég því miður ekki sömu framtíðarsýn og kynslóð foreldra minna hafði á sínum tíma. Þegar ég hugsa um framtíðina birtast mér hörmungar og hamfarir. Matarskortur, vatnsskortur og straumur flóttafólks. Ég stend frammi fyrir þeirri ákvörðun að velja nám og starfsvettvang að því loknu en óttast að það verði of seint að grípa í taumana þegar ég fæ skírteinið í hendurnar. Allt útaf því að lítill hluti mannkynsins er búinn að vera á alltof löngu fylleríi; taumlausu neyslu-djammi þar sem markaðsöflin hafa leitt okkur áfram í ofneyslu á kostnað umhverfisins. Stjórnvöld og fyrirtæki neita að horfast í augu við ástandið og takast á við afleiðingarnar og ætla frekar að láta næstu kynslóðir takast á við þynnkuna sem mun fylgja. Loftslagskvíði er nokkuð nýr af nálinni en það er raunverulegur ótti sem flest ungt fólk upplifir með einum eða öðrum hætti. Út frá minni reynslu lýsir loftslagskvíði sér sem óstjórnlegur kvíði gagnvart framtíðinni vegna hamfarahlýnunar. Kvíði gagnvart því að ekki verði gripið til aðgerða - að mamma og pabbi neiti að hætta að djamma - og afleiðingarnar verði gífulegar og óyfirstíganlegar. Á örfáum árum hefur ímyndin um framtíðina snúist frá háþróuðum tækniheimi með fljúgandi bílum yfir í heim hamfara og ungt fólk fyllist kvíða yfir því að þurfa að takast á við þetta. Við unga fólkið getum farið í verkföll, skrifað greinar og látið í okkur heyra á samfélagsmiðlum, en það er ríkisstjórnin, stjórnvöld og fyrirtækin í landinu sem bera ábyrgðina og hafa valdið til að bregðast strax við. Þar er Háskóli Íslands engin undantekning sem einn stærsti vinnustaður landsins. Háskólinn sem menntastofnun á að vera framsýn stofnun og þar með leiðandi í umhverfismálum. Stúdentar vilja ekki að Háskólinn láti á sér standa heldur geri raunverulegar breytingar sem skapa betri framtíð fyrir námsfólk sem og aðra. Stefna Röskvu felur í sér margar leiðir til úrbóta fyrir umhverfið, allt frá því að auka verulega hlutfall vegan máltíða í Hámu og hætta notkun á einnota plastumbúðum yfir í að koma upp hjólaleigu á Háskólasvæðinu. Við viljum græna stúdentagarða sem bjóða upp á betri flokkun og lágvöruverslun fyrir stúdenta sem myndi stuðla verulega að sjálfbæru háskólasamfélagi. Við þurfum róttækar breytingar og Háskólinn er í kjör aðstæðum til að taka af skarið, vera fyrstur heim af djamminu og grípa til aðgerða.Höfundur er forseti Röskvu og varafulltrúi í Stúdentaráði Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Loftslagsmál Skóla - og menntamál Umhverfismál Mest lesið Halldór 24.05.2025 Halldór Hvers virði er lambakjöt? Hafliði Halldórsson Skoðun #blessmeta - önnur grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir Skoðun Þjóðareign, trú og skattar Svanur Guðmundsson Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson Skoðun Daði Már týnir sjálfum sér Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Næstu sólarhringar á Gaza skipta sköpum Hlynur Már Vilhjálmsson Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal Skoðun Skoðun Skoðun #blessmeta - önnur grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er lambakjöt? Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Þjóðareign, trú og skattar Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar máltíðir fyrir leikskólabörn Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Næstu sólarhringar á Gaza skipta sköpum Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Huglæg réttlætiskennd og skattar á verðmætasköpun Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Loksins fær þyrlan heimili fyrir norðan Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnvalda Elín Ýr Arnar Hafdísardóttir skrifar Skoðun Við skuldum þeim að hlusta Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar Skoðun Alvarleg staða í umhverfi fréttamiðla Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum Hamas. Einungis þannig getum við stöðvað hryllinginn á Gaza BIrgir Finnsson skrifar Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Æfingin skapar meistarann! Sigurjón Már Fox Gunnarsson skrifar Skoðun 140 sinnum líklegra að verða fyrir eldingu Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Traust í húfi Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Verðmætasköpun án virðingar Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Daði Már týnir sjálfum sér Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur við náttúruna og sjálfbæra þróun Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Aðgerðir gegn mansali í forgangi Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Framtíðin fær húsnæði Ingunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börnin sem deyja á Gaza Elín Pjetursdóttir skrifar Sjá meira
Þegar kynslóðirnar á undan okkur horfðu til framtíðar sáu þau fyrir sér langt líf með fjölskyldu sinni, börnum, barnabörnum og barnabarnabörnum. Þau sáu fyrir sér framtíð barna sinna á sama hátt og þeirra eigin, nema betri - meiri lífsgæði og betra samfélag. Þegar ég horfi fram á veginn, verandi 22 ára háskólanemi, hef ég því miður ekki sömu framtíðarsýn og kynslóð foreldra minna hafði á sínum tíma. Þegar ég hugsa um framtíðina birtast mér hörmungar og hamfarir. Matarskortur, vatnsskortur og straumur flóttafólks. Ég stend frammi fyrir þeirri ákvörðun að velja nám og starfsvettvang að því loknu en óttast að það verði of seint að grípa í taumana þegar ég fæ skírteinið í hendurnar. Allt útaf því að lítill hluti mannkynsins er búinn að vera á alltof löngu fylleríi; taumlausu neyslu-djammi þar sem markaðsöflin hafa leitt okkur áfram í ofneyslu á kostnað umhverfisins. Stjórnvöld og fyrirtæki neita að horfast í augu við ástandið og takast á við afleiðingarnar og ætla frekar að láta næstu kynslóðir takast á við þynnkuna sem mun fylgja. Loftslagskvíði er nokkuð nýr af nálinni en það er raunverulegur ótti sem flest ungt fólk upplifir með einum eða öðrum hætti. Út frá minni reynslu lýsir loftslagskvíði sér sem óstjórnlegur kvíði gagnvart framtíðinni vegna hamfarahlýnunar. Kvíði gagnvart því að ekki verði gripið til aðgerða - að mamma og pabbi neiti að hætta að djamma - og afleiðingarnar verði gífulegar og óyfirstíganlegar. Á örfáum árum hefur ímyndin um framtíðina snúist frá háþróuðum tækniheimi með fljúgandi bílum yfir í heim hamfara og ungt fólk fyllist kvíða yfir því að þurfa að takast á við þetta. Við unga fólkið getum farið í verkföll, skrifað greinar og látið í okkur heyra á samfélagsmiðlum, en það er ríkisstjórnin, stjórnvöld og fyrirtækin í landinu sem bera ábyrgðina og hafa valdið til að bregðast strax við. Þar er Háskóli Íslands engin undantekning sem einn stærsti vinnustaður landsins. Háskólinn sem menntastofnun á að vera framsýn stofnun og þar með leiðandi í umhverfismálum. Stúdentar vilja ekki að Háskólinn láti á sér standa heldur geri raunverulegar breytingar sem skapa betri framtíð fyrir námsfólk sem og aðra. Stefna Röskvu felur í sér margar leiðir til úrbóta fyrir umhverfið, allt frá því að auka verulega hlutfall vegan máltíða í Hámu og hætta notkun á einnota plastumbúðum yfir í að koma upp hjólaleigu á Háskólasvæðinu. Við viljum græna stúdentagarða sem bjóða upp á betri flokkun og lágvöruverslun fyrir stúdenta sem myndi stuðla verulega að sjálfbæru háskólasamfélagi. Við þurfum róttækar breytingar og Háskólinn er í kjör aðstæðum til að taka af skarið, vera fyrstur heim af djamminu og grípa til aðgerða.Höfundur er forseti Röskvu og varafulltrúi í Stúdentaráði
Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir Skoðun
Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar
Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar
Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar
Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar
Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar
Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
Skoðun Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir Skoðun